Fjarðarpósturinn - 23.02.1989, Side 7
Ólafur Proppé. Guðmundur Jónsson.
Þetta getur varla verið einleikið. Enn urðu Olafur og Guðmundur
hnífjafnir og hvorugur með eina tölu rétta. Einhver vildi kenna veðr-
áttunni um, aðrir færðinni. - Við hér á Fjarðarpóstinum höllumst helst
að því, að um einskæra óheppni sé að ræða.
Við hringdum fyrst í Guðmund. Hann var hálfundrandi á þessari
útreið en snéri sig auðveldlega út úr málinu. Hann bað Fjarðarpóstinn
einfaldlega að finna næstu tölur fyrir sig og hafði á orði, að þá gæti
blaðið engum kennt um nema sjálfu sér, ef hann héldi áfram að hafa
enga tölu rétta. Þar sem engan veginn var hægt að skorast undan lét
Fjarðarpósturinn þeim talnagleggsta úr sínum hópi það eftir að velja
tölur Guðmundar. Þær eru: 8-10-16-17-22-25-28.
Þá var að hringja í Ólaf. Hann taldi að kerfið, sem hann hefur notað.
hefði sýnt sig að vera lítilsvirkt og ákvað að henda því fyrir róða. Töl-
urnar hans eru því allar beint út í loftið, en þær eru: 1-6-10-18-25-27-33.
Eins og sjá má eru tvær tölur eins, þ.e. tölurnar 10-25. Það verður
fróðlegt að sjá hvernig loftstreymið leikur okkur á laugardagskvöld.
Fjarðarpósturinn bíður í það minnsta spenntur eftir því, hver niður-
staðan verður varðandi tölurnar hans Guðmundar.
brosum/
°g W
allt gengur betur •
Páska-
leikur
íDals-
nesti
Enn segjum við frá eigenda-
skiptum á verslun í bænum. Nú
hefur verslunin við Dalshraun 13,
sem áður hét Gafl-Nesti, skipt um
eiganda og nafn. Nýji eigandinn
er Sigurður Lárusson og verslunin
heitir nú Dals-nesti.
Miklar breytingar hafa verið
gerðar á innréttingum í Dals-nesti
og eins segist Sigurður hafa bætt
við vörum, til að mynda mjóikur-
og nýlenduvörum. Starfsmenn í
Dals-nesti eru 8-9 og er opið virka
daga frá kl. 7.30 til 23.30, laugar-
daga frá kl. 8 til 23.30 og sunnu-
daga frá 10 til 23.30.
Sigurður ætlar að taka upp
nokkra nýbreytni nú fyrir páskana
í samvinnu við páskaeggjafram-
leiðanda. Páskaeggjakaupendum
verður boðið upp í leik, þannig,
að ef þátttakanda tekst að fá
þrisvar sinnum sama lit með því
að snúa hringplötu, hlýtur hann
að launum stórt páskaegg. Einnig
verður boðið upp á bónusvinning.
Leikurinn hefst um leið og páska-
eggin koma á markaðinn, eða
laust upp úr mánaðarmótum.
Við spurðum Sigurð í lokin,
hvort hann hefði skýringu á því af
hverju verslanir í bænum skiptu
svo oft um eigendur. Hann svar-
aði, eins og svo margir aðrir hafa
gert: „Þetta er gífuleg vinna, en
skemmtileg".
Flóamarkaður
Óska eftir gömlum
borðstofustólum til kaups,
ástand skiptir ekki máli.
Uppl. í síma 54689 eftir kl.
17.00
Óska eftir að taka íbúð á
leigu frá 15. apríl í ca. 8
mánuði. Uppl. í síma 50053.
FERMINGAR - FERMINGAR
Nú er tíminn til að panta
fermingarmyndatökurnar.
Passamyndir strax
Ljósmyndastofa Hafnarfjarðar
Rey kj aví kurvegi 60 - íris S 50232
Sigurður í Dals-Nesti, eu á hringnum sem hann stendur við, verður
páskaleiknum komið fyrir.
Skrifstofustarf
Góðan vélritara vantar í afleysingar nú þegar
eða frá 1. apríl. Hálfs dags starf kemur til greina.
Upplýsingar hjá bæjarfógeta, sími 652400 eða
skrifstofustjóra, sími 51916. Skrifstofan Strand-
götu 31,3. hæð, opin daglega kl. 8-17.
BÆJARFÓGETI
Höíum opnað nýja íiskbúð
Ferskur fiskur úr sjó
Fiskbúðin Fiskbúrið
Hringbraut 4 • S 51517
„m »*«
öu Okkar vorugseð'
lágmarki
Kostakaup er markaður
sem stendur undir nafni
OPIÐ N
MÁNUDAGA
TIL
FIMMTUDAGA
KL. 9-18.30 /
pjni
HAFNARFIRÐI
S 53100
MJIW
ÓKEYPIS
heimsendinga-
þjónusta
W\WWW<\ ^OPIÐ
IPPtostudaga
KWTn KL.9-20 0G
aVVLAUGARDAGA
VNX KL. 10-16
7