Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Page 5

Fjarðarpósturinn - 04.10.1990, Page 5
EJflRDflR Döstunnn RITSTJÓRI OG ÁBM.: FRÍÐA PROPPÉ' AUGLÝSINGASTJÓRI: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR IÞRÓTTIR: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON DREIFINGARSTJÓRI: HALLDÓRA GYÐA MATTHÍASDÓTTIR LJÓSMYNDIR OG ÚTLIT: FJARÐARPÓSTURINN INNHEIMTUSTJÓRI: SIGURÐUR GlSLI BJÖRNSSON PRENTVINNSLA: GUÐMUNDUR STEINSSON OG BORGARPRENT SKRIFSTOFA FJARÐARPÓSTSINS ER AÐ BÆJARHRAUN116,3. HÆÐ, PÓSTFANG 220 HAFNAR- FIRÐI. OPIÐ ER ALLA VIRKA DAGA FRÁ KL. 10-17. SÍMAR 651945 (SlMSVARI EFTIR LOKUN) OG 651745. FJARÐARPÓSTURINN ER AÐILIAÐ SAMTÖKUM BÆJAR- OG HÉRAÐSFRÉTTABLAÐA. Álver eða ráðherrastólar Það kemur væntanlega fram á næstu sólarhringum, hvort hags- munum þjóðarinnar er hætta búin vegna stjórnmálamanna, sem telja pólitíska hagsmuni sína skipta meira máli en atvinnuöryggi og hags- munir heilu byggðarlaganna, og reyndar landsmanna I heild. Fjarðarpósturinn hefur ítrekað lýst skoðunum sínum á langvarandi deilum innan ríkisstjórnar og á alþingi vegna staðsetningar nýs álvers. Þrátt fyrir góð tilþrif innan ríkisstjórnarinnar með Alþýðubanda- lagsmenn I fararbroddi, að reyna að klúðra málinu hefur það ekki enn tekist. Nú er að sjá hvort þeim tekst það á lokastiginu? Alþýðubandalagið og álver Það ervissulegaábyrgðarhluturaðtaka þátt I ríkisstjórnarsamstarfi með Alþýðubandalaginu, eins og það hefur hagað sér I álversmálum undanfarinn áratug. Þeir sem muna atgang Hjörleifs Guttormssonar gagnvart Alusuisse og hvernig honum tókst næstum því að eyðileggja samningamöguleika okkar um ófyrirséða framtíð hvað varðar stóriðju og sölu á raforku, ættu að vera búnir að setja aðvörunarljósin í gang, miðað við umræðu dagsins I dag. Alþýðubandalaginu er engan veginn treystandi I þessu máli, því í herbúðum þeirra eru margir Hjörleifar. Það var meiriháttar kraftaverk hvernig Sverri Hermannssyni, arftaka Hjörleifs í iðnaðarráðherrastóli, tókst að vefja ofan af vitleysunni sem Hjörleifur Guttormsson var bú- inn að koma þeim málum í. Vonandi hafa ráðherrarnir vit á að láta ríkisstjórnina fremur deyja drottni sínum en að leggjast í vitavonlaus- ar samningaviðræður, sem geta aðeins orðið ómæld „Hjöll“ án ár- angurs. Ábyrgð eða ábyrgðarieysi Upplýsingar um stöðu húsnæðismála í Firðinum og hið nýja stjórn- kerfi í félagslega íbúðakerfinu, sem fram koma í viðtalinu við Grétar Þorleifsson í miðopnu, vekja óneitanlega ugg. Vandinn er gífurlegur, eins og fram kemur. Hátt í 300 fjölskyldur eru á biðlista og á sama tíma virðist húsnæðiskerfið í rúst. Ný lög, reglugerðir að ótöldu umburðar- bréfi, sem félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur atorkað að senda frá sér, hefur gert slíkan usla, að enginn virðist lengur vita hvað snýr upp og hvað niður í ringulreiðinni. Það eru einnig ógnvekjandi staðreyndir, að frumhlaup og hroka- gikksháttur einstakra bæjarstjórnarmanna í Hafnarfirði, hafi orðið til þess að eyðileggja þá möguleika sem gott samstarf bæjaryfirvalda við verkalýðshreyfinguna hefði getað leitt af sér til hagsbóta fyrir þá sem verst eru settir. Einkahagsmunir og pólitískt pot hefur haft forgang á bæjarskrifstofunum. Aukið sjálfstæði og aukin áhrif verkalýðshreyf- ingarinnar í húsnæðismálum á timum þjóðarsáttar hljóma sem háðs- yrði af vörum bæjarstjórnarmeirihlutans hér eftir. Það er a.m.k. hverjum manni Ijóst, eftir lestur viðtalsins við Grétar Þorleifsson, að í jafnaðarmannastefnu bæjarstjórnarmeirihlutans eru sumir miklu jafnari en aðrir. Allt tal um ábyrgð bæjarstjórnarmeirihlut- ans á störfum húsnæðisnefndar er hreint ábyrgðarleysi í Ijósi þess hvernig staðið hefur verið að málum gagnvart meirihluta húsnæðis- nefndar. Grétar Þorieifsson, forustima5urveikalý6shreyfingariimar íHafnarfirði ogfwmaðurhúsnæiisnefndaR 1 jAlþýðuflokkurinn aö slitna úr tengslum við uppruna sinn“ „Burtséð frá öllu öðru, þá er jafnaðarstefnan mín pólitíska lífsskoðun. Ég tel vinnubrögð AJþýðuflokks- ins í Hafnarfirði í málefnum Húsnæðisnefndar alls ekki eiga neitt skylt við þá stefnu. Hún bendir mildu frek- ar til ráðríkis og einstaklingshyggju“, sagði Grétar Þorleifsson m.a. í viðtali við Fjarðarpóstinn. Tilefnið er barátta nefndarínnar við bæjaryfirvöld um sjálfstæði og ávkörðunarrétt, m.a. til að fá hæfan forstöðumann. Bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, og þá sérstaklega bæjarstjórí, hafa látið stór orð falla m.a. á bæjar- stjómarfundum í garð Grétars og Sigurðar T. Sigurðssonar, fulltrúa verkalýðshreyfingarínnar í nefndinni. Þeir hafa m.a. verið kaUaðir hryðjuverkamenn og sagðir hafa myndað hræðslubandalag við Sjálfstæðis- flokk og Alþýðubandalag um meirihluta í Húsnæðisnefnd. „Þetta eru barnaleg ummæli, sem dæma sig sjálf, og eiga enga stoð í veruleikanum“, sagði Grétar. „Þetta persónulega skítkast er hins vegar komið á það stig, að ég tel fulla þörf á að koma réttu máli á framfæri, þó ég sé ekki mikið fyrír að reka deUumál í fjöl- miðlum.“ Grétar greinir svo frá aðdrag- anda þessa stóra deilumáls: „Al- þýðuflokkurinn á rétt á tveimur fulltrúum af sjö í Húsnæðisnefnd. Flokkurinn ákvað strax, að annar þessara aðila yrði formaður nefnd- arinnar. Þetta var gert, án nokk- urs samráðs við aðra tilnefningar- aðila. Það kom fljótlega í ljós í nefndinni, að engin samstaða var um þessa einstrengingslegu ákvörðun. Ég var erlendis þegar þessi deila kom upp og kom henni því ekki af stað, eins og fullyrt hefur verið. Þegar ég kom heim var allt í hörðum hnút og ég hóf þegar tilraunir til að leysa hann með viðræðum við bæjarstjóra og fleiri aðila. Öllum málamiðlunum var því miður hafnað og því kom til kosninga á fyrsta fundi nefnd- arinnar. Ég ákvað ekki að gefa kost á mér í þennan slag fyrr en ég hafði reynt til þrautar að miðla málum. Það kom síðan í ljós, að fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- bandalags studdu framboð mitt. Allt tal um „hræðslubandalag" og annarleg vinnubrögð er því al- gjörlega út í hött. Alþýðuflokkurinn kom deilunni af stað Við Sigurður lýstum því yfir strax í upphafi, að hlutverk nefnd- arinnar í heild væri að útrýma hin- um hrikalega vanda, sem við er að glíma í húsnæðimálum fjölda fólks í Firðinum og myndum við beita okkur fyrir mjög nánu sam- starfi við bæjaryfirvöld. Eftir þessu höfum við unnið síðan og ég get sagt það nú, að þessi stefna hefur sem betur fer orðið ofan á. Þannig hefur nefndin unnið ein- huga að tillögugerð til úrbóta á öllum þeim sviðum sem við höfum fjallaðum. Það var Alþýðuflokkurinn sem kom deilum af stað með því að krefjast þess, að tvö atkvæði hans í nefndinni réðu gerðum hinna fimm fulltrúanna. Þessi krafa náði einfaldlega ekki fram að ganga.“ - Því hefur verið haldið fram, að þú hafir Sigurð T. í vasanum, og jafnvel einnig aðra verkalýðs- leiðtoga í bænum. Hvað viltu segja um það? „Jú, þetta er ein fullyrðingin, sem lýsir því kannske best, hve Alþýðuflokkurinn talar af mikilli vanþekkingu um verkalýðshreyf- inguna. Alþýðuflokkurinn er að mínu viti að slitna mikið úr tengsl- um við uppruna sinn. í ASI-félögunum í Firðinum eru nú um 3200 fullgildir félagar. Ég kem frá félagi sem telur rúm- lega 200 af þeim hópi. Samstarf félaganna í Firðinum byggir á ára- löngum grunni, sem komst á undir forustu Hermanns Guðmunds- sonar, sem var okkar forustumað- ur um áratuga skeið. Hann, ásamt öðrum forustumönnum, byggði upp það skipulagsform sem verkalýðshreyfingin býr við enn þann dag í dag. Reyndar er það kerfi farið að riðlast víða um land, illu heilli, en hér í Firðinum hefur það haldið og hefur samstarfið verið að aukast frekar en hitt með sífellt nánara samstarfi félag í kjarasamningum og fleiru. Ef ein- hver aðili ætlaði að fara að stjórna með tilskipunum, eins og „Gorbi gerir nú í Sovét“ þá yrði sá aðili ekki langlífur sem framámaður. Það hefur komið í minn hlut, nú um nokkurra ára bil, að vera í forsvari fyrir Fulltrúaráði verka- lýðsfélaganna hér í bæ. Ég hef notið þess í því starfi, hve trúnað- artraust og samstarf félaganna er gott. Vissulega erum við ekki allt- af sammála um hlutina, en við setjumst þá niður og ræðum málin og komumst að sameiginlegri stefnu, sem við stöndum síðan saman um sem einn maður. Nokkuð sem aðrir ættu að at- huga“. Hurðaskellir °g yfirgangur - Hvað með deiluna varðandi sjálfstæði Húsnæðisnefndarinn- ar? „Alþýðuflokkurinn í Hafnar- firði hefur lýst því yfir, að vegna fjárhagslegrar ábyrgðar bæjarins, verði bærinn að hafa sterk ítök í nefndinni. Þetta er fyrirsláttur, að mínu viti. Það á einungis að bæta sér upp áfallið frá formannskjör- inu. Hið rétta í þessu máli er það, að nýju lögin draga verulega úr skuldbindingum bæjarins. Þannig var það samkvæmt eldri lögum, að bærinn þurfti að leggja fram 10% af framkvæmdum hvers árs og fékk það ekki endurgreitt. Hins vegar þarf bærinn að kaupa skuldabréf af Húsnæðisstofnun, sem fást endurgreidd á 15 árum með vöxtum og verðbótum. Því dregur stórlega úr útgjöldum bæjarins. Éf menn hefðu viljað ræða málin, hefði jafnvel mátt gera samkomulag við verkalýðsfélögin í Firðinum um samstarf á breiðum grundvelli um húsnæðismálin, jafnvel endurkaup lífeyrissjóð- anna á verulegum hluta skulda- bréfanna. Ég er þess fullviss, að hægt hefði verið að ná góðu sam- starfi, ef menn hefðu opnað við- ræður í stað þess að skella hurðum og vera með yfirgang. Annað í þessu máli er, að marg- ir halda, að bærinn reki starfsemi Húsnæðisnefndar. Þetta er alrangt. Húsnæðisnefnd hefur sjálfstæðar tekjur af verkefnum hverju sinni og sækir enga pen- inga í bæjarsjóð og bærinn leggur ekkert fram.“ Hefndarráðstöfun eftir formannskjörið Varðandi sjálft aðaldeilumálið, ráðningu forseta bæjarstjórnar, Jónu Óskar Guðjónsdóttur, í Grétar Porleifsson stöðu forstöðumanns Húsnæðis- nefndar, sagði Grétar: „Ég vil skipta því máli í tvo þætti. Annars vegar er þáttur Alþýðuflokksins, sem ákvað, að ná sér niðri á nefndinni með þessari ráðstöfun, eftir tapið í formannskjörinu. Þau vinnubrögð sem þar voru viðhöfð eru með eindæmum. Að kröfu bæjarstjórans var Láru Sveinsdóttur, skrifstofu- stjóra stjórnar verkamannabú- staða sagt upp störfum. Ég vil sér- staklega benda á það, að þegar Lára var ráðin var henni synjað um að vera áfram í Eftirlauna- sjóði bæjarins, þar sem hún væri farin að starfa í félagslega kerfinu og teldist því ekki lengur starfs- maður bæjarins. Það er aldeilis viðhorfsbreyting nú, þegar allt kapp er lagt á að tryggja yfirráð bæjarins yfir þessum starfsmönn- um. Húsnæðisnefnd auglýsti eftir forstöðumanni og auk þess skrif- stofumanni í hálft starf. Nefndin var sammála um að gera þær kröf- ur til umsækjenda, að þeir upp- fylltu skilyrði um staðgóða þekk- sínum. Ég vil nota þetta tækifæri ingu á rekstri, tölvuvinnslu og til að bjóða nýráðna starfsmenn hefðu auk þess góða framkomu. Sex af sjö nefndarmönnum greiddu þessu atkvæði. Auglýs- ingin var samin í samráði við bæjarstjóra, sem gerði aðeins at- hugasemdir við orðalag og var því breytt að hans tillögu. Fáum dögum eftir að auglýsing Húsnæðisnefndar birtist, ákvað Alþýðuflokkurinn að auglýsa sömu stöður á nýjan hátt, en þá voru allar kröfur til umsækjenda felldar niður. Eftir að umsóknarfrestur rann út fól Húsnæðisnefnd þeim Tryggva Harðarsyni og Magnúsi Gunnarssyni að fara yfir umsókn- irnar og velja úr aðila, sem upp- fylltu áðurnefnd skilyrði. Þeir lögðu síðan fram 12 nöfn, sem þeir voru sammála um, að kæmu til greina. Auk þess lagði Tryggvi fram nafn Jónu Óskar Guðjóns- dóttur og taldi hana hæfasta í starfið að sínu mati. - Sem sagt 12 plús 1. Magnús lýsti sig hins vegar and- vígan þessu mati Tryggva. Áfram unnu þeir Magnús og Tryggvi og á næsta fundi lagði Magnús fram rökstudda tillögu um að Pétur Árnason yrði ráðinn þar sem hann uppfyllti skilyrði nefndarinnar og hefði mikla starfsreynslu í rekstri. Tryggvi ítrekaði hins vegar enn nafn Jónu Óskar, með sama rök- stuðningi og fyrr. Ummæli Tryggva dæma sig sjálf Við Sigurður T. Sigurðsson ákváðum, þegar staðan var orðin slík, að þar sem við töldum okkur fullvissa um að bærinn ætlaði að hundsa faglegt mat á umsækjend- um, að mótmæla þessum vinnu- brögðum með bókun, þar sem við frábáðum okkur ábyrgð á slíku, en lýstum jafnframt stuðningi við faglega og rökstudda tillögu Magnúsar um Pétur Árnason. Við töldum mjög mikilvægt, að fá reyndan mann á sviði fjármála og bókhalds, þar sem um mikla ábyrgð er að ræða, enda ársveltan á bilinu 700 til 1.000 milljónir, ef áætlanir ganga eftir. Ég legg mikla áherslu á, að ég vil ekki koma ná- lægt stjórnun þar sem fjármál eru í ólestri. Við Sigurður fengum miklar ákúrur af hálfu bæjarstjórnar- meirihlutans fyrir þessa afstöðu okkar og Tryggvi lýsti með bókun afstöðu okkar út í hött. Hann sagði jafnframt að sitt mat á Jónu Ósk væri byggt á faglegum grund- velli. Þessi ummæli Tryggva dæma sig sjálf. Það sjá það allir, að þegar bæjaryfirvöld sjá ástæðu til að sníða auglýsingu sína að um- sækjenda, enn ekki starfinu, þá eru faglegu vinnubrögðin orðin léttvæg. Hin hliðin á málinu er mannlegi þátturinn. Við stöndum frammi fyrir orðnum hlut. Meirihluti bæjarstjórnar hefur ráðið nefnd- inni starfsmenn. Ég hlýt að leggja ofurkapp á það, að starfsemin gangi, án stöðvunar. Lára Sveins- dóttir er hætt störfum, verkefnin eru óhemjumikil og þola ekki bið. Ég vona því að nýir starfsmenn nái hið fyrsta valdi á störfum velkomna til starfa og vænti þess sannarlega að samstarfið verði gott. Ég vil einnig þakka Láru sam- starf okkar, en við unnum saman mikið starf fyrir nokkrum árum, þegar ég var formaður stjórnar verkamannabústaa, en hún skrif- stofustjóri.“ Ráðherra í listdansi i kringum sjálfan sig - Þið Sigurður T. deilduð hart á félagsmálaráðherra í umræddri bókun ykkar í húsnæðisnefnd. Hver er þáttur ráðherrans, Jó- hönnu Sigurðardóttur, í málinu? „Félagsmálaráðherra sendi frá sér aldeilis furðulegt umburðar- bréf, þar sem hún túlkar nýsett lög á vægast sagt vafasaman hátt. I þessu bréfi fer ráðherra á kostum og reyndar minnir þetta mig á listdans, þar sem menn snúast marga hringi um sjálfa sig. Ráð- herra segir í bréfinu, að Hús- næðisnefndir eigi að senda fund- argerðir til sveitarstjórna til kynn- ingar. Ég vil vekja sérstaka at- hygli á þessu. Ráðherra segir ekki, að sveitarstjórn eigi að sam- þykkja fundargerðir Húsnæðis- nefnda. Þannig er ráðherra að gefa ákveðið sjálfstæði nefndanna í skyn, að sjálfsögðu innan þess ramma sem sveitarstjórn og Húsnæðisnefnd ákveða með framkvæmdamagni. Síðan kemur rúsínan í pylsu- endanum. Ráðherra segir nefni- lega í næstu setningu, að sveitar- stjórnir eigi að ráða starfsmenn og ákveða launakjör þeirra. - Sjálf- stæði nefndanna lifði ekki lengi.“ Afsögn vissulega flögrað að mér - Hvernig telur þú, að samstarf við Jónu Ósk gangi í nefndinni, þar sem hún er í raun æðsti yfir- maður kjörinna nefndarmanna sem forseti bæjarstjórnar, en ráð- in sem starfsmaður nefndarinnar, þ.e. undirmaðursömu manna? Þú og fleiri nefndarmenn hugleidduð að segja af ykkur, m.a. vegna þessarar staðreyndar? „Ég get að sjálfsögðu ekki litið á Jónu Ósk sem forseta bæjar- stjórnar, þegar hún er að störfum hjá Húsnæðisnefnd. Hún hefur sem starfsmaður sínar skyldur og trúnað við nefndina, þannig að ef upp kemur ágreiningur milli bæjaryfirvaida og nefndarinnar þá hlýtur hún sem starfsmaður að verða að starfa samkvæmt ákvörð- un meirihluta nefndarinnar hverju sinni og gæta hagsmuna hennar. Vissulega gætu komið upp vandamál, ef þessari trúnað- arskyldu verður ekki framfylgt, en ég vil nú ekki gefa mér það fyrirfram. Varðandi afsögn vil ég segja þetta: Það hefur vissulega flögrað að mér að segja af mér, sérstak- lega með tilliti til þess skítkasts sem við fulltrúar verkalýðsfélag- anna höfum fengið framan í okkur. Ég leit hins vegar þannig á málið, að við mættum aldrei gleyma aðalatriðinu, það er fólk- inu sem býr við neyð. Nú eru 285 fjölskyldur á biðlista, þegar búið er að úthluta öllu sem við höfum til ráðstöfunar á þessu ári. Fjöld- inn hefur aukist um 175 fjölskyld- ur á fjórum árum og í mörgum til- fellum er ástandið slíkt hjá þessu fólki, að manni rennur til rifja og vildi kaupa íbúðir í hundraðavís til að greiða úr málum, en slíkt er að sjálfsögðu óskhyggja. Ábyrgð okkar í nefndinni er mikil og ábyrgð bæjaryfirvalda er einnig mikil. Eg tók að mér þessa ábyrgð, þegar ég gaf sjálfviljugur kost á mér. Ég er því staðráðinn í að láta engan bilbug á mér finna, þrátt fyrir rógburð og barnalega framkomu ráðamanna. Ég veit, að ég hef góðan stuðning manna, sem líta á þessi mál af skynsemi og vilja þoka málum til betri vegar, og eftir því mun ég vinna.“ „Miklir menn erum við Hrólfur minn“ - En hvað með þína eigin flokkspólitísku stöðu? „Flestir vita sjálfsagt, að ég hef verið krati frá því elstu menn muna. Ég hef gegnt mörgum trún- aðarstörfum fyrir flokkinn allt frá stjórnarstörfum innan flokksins og í varamennsku í bæjarstjórn. Ég hef nú látið af þessum störfum öllum, bæði vegna eigin ákvörð- unar og fyrir tilstuðlan annarra innan flokksins, sem ekki hafa haft áhuga á störfum mínum. Ein ástæða þess, að menn í Al- þýðuflokknum lögðust gegn veru minni i Húsnæðisnefnd er sú, að menn sögðu, að ég hefði sagt mig úr flokknum. Þetta fullyrtu jafn- vel menn, sem vissu miklu betur. Einn framámaður í flokknum sagði meira að segjaviðmig, aðég yrði að taka út mína refsingu fyrir þetta. Já, miklir menn erum við Hrólfur minn. Hið sanna í málinu er þetta: Fyrir tæpum þremur árum varð ég sannanlega var við, að Alþýðu- flokkurinn vann gegn mér á þingi Alþýðusambandsins, með því að leggjast gegn því að ég yrði valinn til trúnaðarstarfa, sem staða mín innan verkalýðshreyfingarinnar allt að því krafðist. Ég fór nú samt fram og vann þær kosningar, án aðstoðar kratanna. Þegar þetta lá fyrir og einnig vegna þess, að þetta var alls ekki eina dæmið um vinnubrögðin, þá ákvað ég að senda flokknum bréf og segja mig úr honum. í framhaldi af bréfinu voru þeir Hörður Zophaníasson og Haukur Helgason, góðir félag- ar mínir úr flokknum, fengnir til þess að ræða málin við mig. Þeim viðræðum lauk með því, að bréfið var aldrei lagt fram og úrsögnin kom því ekki til framkvæmda. Hafi menn enn verið í vafa um það, hvort ég væri í flokknum eða ekki, þá ætti bæjarstjórinn, Guð- mundur Árni, að geta staðfest það, því ég ritaði honum tvö bréf í júní, erlendisfrá, þarsemégmeð- al annars lýsti stuðningi við mörg góð verk flokksins á síðasta kjör- tímabili og lýsti áhuga mínum á að starfa innan flokksins. Þessum bréfum hefur enn ekki verið svarað og kannske hafa þau aldrei verið lögð fram. Q CC O * >- m Kannski svíður sumuin að kjósa mig Reyndar fékk ég upphringingu til útlanda frá bæjarstjóra, rétt eftir kosningar, þar sem hann fór þess á leit, að ég gæfi kost á mér til formennsku í brunamálanefnd. Ég hafði ekki mikinn áhuga á því, en féllst á það eftir ítrekuð til- mæli. Hann nefndi engar aðrar hugmyndir um ráðstöfun á mér til nefndarstarfa fyrir flokkinn. Eftir þetta símtal hef ég það fyrir satt, að bæjarstjóri hafi haft það eftir mér: „að ég sæktist ekki eftir öðru en formennsku í brunamála- nefnd“. - Ég sóttist bara ekki eftir neinu embætti. Það er málið. Það er skrítið, að enn hefur ekki verið boðað til fundar í brunamálanefnd, kannske er svo lítið að gera í þeirri nefnd, eða kannske svíður sumum, að kjósa mig þar til formennsku. Ég bara veit það ekki. Það sem snertir mig verst í þess- ari orrahríð er það, að menn eru farnir að blanda óviðkomandi persónum í málin. Þannig veit ég, að Alþýðuflokksmaður skýrði frá því á fundi hér í bæ, að ég hefði nú þegar tryggt stjúpdóttur minni íbúð íkerfinu. Slíkurmálflutning- ur er ósvífinn í mesta lagi og snert- ir þá, sem ekki eiga það skilið, miklu verr en mig.“ Grétar sagði að endingu: „Ég vil að lokum þakka Fjarðarpóstin- um, eina blaðinu í Hafnarfirði, sem hefur sýnt því áhuga, að heyra önnur viðhorf en flokks- pólitískra gæðinga." K EFNIOG ÁHÖLD TIL AD: Bora, negla, saga, pússa, festa, skafa, mála, vökva, moka, girða, lýsa, raka, tengja... BYKO W VIÐ REYKJANESBRAUT 00 * o 30 0 s S I M I 5 4 4 1 1

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.