Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Side 4

Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Side 4
EMRMR pösturmn Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: FRÍÐA PROPPÉ Auglýsingastjóri: HANNA FRIÐJÓNSDÓTTIR fþróttir: ÞÓRÐUR BJÖRNSSON OG SVEINBJÖRN BERENTSSON Dreifingarstjóri: HALLDÓRA GYÐA MATTHtASDÓTTIR Ljósmyndir og útlit: FJARÐARPÓSTURINN Innheimtustjóri: INGA JÓNA SIGURÐARDÓTTIR Prentvinnsla: GUÐMUNDUR STEINSSON OG BORGARPRENT Skrifstofa Fjarðarpóstsins er að Bæjarhrauni 16, 3. hæð. Póstfang 220, Hafnarfirði. Opið er alla virka daga frá kl. 10-17. Símar: 651945, 651745. FAX: 650745. Fjarðarpósturinn er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Athaf nadagar VOR '93 Á athafnasýningunni VOR '93 sem opnuð verður í Kapla- krika í dag sýna og kynna þjónustu sína hátt í 100 hafnfirsk fyrirtæki og þjónustuaðilar. Þegar leiðarahöfundur gekk um sýningarsvæðið seint í gærkvöldi skynjaði hann hversu skemmtileg sýningin verður. Þarna er gífurleg breidd og fjölbreytileiki. Fyrirtækin sem sýna eru allt frá stóriðjufyrir- tækjum í einyrkja. Þarna er fjöldi hafnfirskra verslana, enn- fremur þjónustuaðilar eins og Sorpa og Hagvagnar. Bjartsýni og baráttuvilji einkennir sýninguna og má segja að með henni sé blásið á allt svartsýnisraus. Stórsókn til framfara er góð yfirskrift. Fjarðarpósturinn hvetur bæjarbúa til að veita sýningunni athygli, því heilbrigt atvinnulíf er jú undirstaða heimilanna. Mæla malbikið á ný? Atvinnumöguleikar skólafólksins í sumar virðist ekki björgulegir, ef marka má þær tölur sem liggja fyrir varðandi umsóknir ungmenna um bæjarvinnu. Fjarðarpósturinn man þá tíð að bæjarvinna á sumrin þótti algjört neyðarbrauð. Nú virðist stór hluti ungmenna byrja á að leita sér vinnu hjá bæjarfélaginu, enda veit uriga fólkið að ekki er um auðugan garð að gresja úti á atvinnumarkaðinum. Bæjaryfirvöld hljóta að taka afstöðu til þessa máls hið fyrsta. Það gengur ekki að láta afgreiðslu atvinnumála ung- menna bæjarins reka á reiðanum fram eftir sumri. Það er ekki eftirsóknarvert hlutskipti að þurfa að mæla malbikið á, eins og gerðist hjá mörgu ungmenninu fram eftir sumri í fyrra. Tilkoma Atvinnumiðlunar bæjarins hlýtur að geta gefið ráðamönnum glögga yfirsýn um ástand og horfur. Vinnan göfgar manninn Fjarðarpósturinn fær reglulega bréf frá íslensku kunningjafólki sem flutti nýverið til Svíþjóðar. Stór hluti bréfanna fjallar um sænska kerfið og hvernig „vinna“ þarf sig í gegnum það. Kunningjarnir eru hjón með tvö ung börn. Þau atvinnulaus, en með því að sækja sænskunámskeið fyrir útlendinga fást hærri bætur. Þar virðist einnig vera hægt að fá enn hærri bætur, ef tekst að fá vinnu í tvo til þrjá mánuði. Kunningi Fjarðarpóstsins hitti gamlan skólafélaga um daginn sem er atvinnulaus. Eftir að hafa hlustað á hann I smátíma taldi hann 12 klukkustunda vinnu sína hreinan barnaleik miðað við það hörkupúl sem hinn atvinnulausi virðist vera í við að læra á kerfið og „stunda" það. Fjarðarpóstinum fannst einnig óhugnanlegt þegar ungur piltur hafði samband við ritstjórnina um daginn til að spyrj- ast fyrir um vinnu. Hann er á atvinnuleysisbótum og spurði hvort ekki væri hægt að fá einhverja íhlaupavinnu með „svartri greiðslu", þ.e. kaupið yrði ekki gefið upp svo hann héldi atvinnuleysisbótunum. - Orðtakið að vinnan göfgi manninn verður auðskiljanlegt við þessar kringumstæður. Það er því mikil ábyrgð í höndum þeirra sem hafa með atvinnumál ungs fólks að gera í dag. Kerfiskarlarnir - Jóhann G. Bergþórsson „Hefur tryggt sár tæpar 20 millj. f laun, enda þótt hann valdi ríkis- sjóði 100-200 millj. kr. tjóni“ Undirritaður hefur undanfar- in ár átt í margs konar glímu við kerfið, eins og ríkisbáknið er oft nefnt. Einu sinni var slagorð ungra sjálfstæðis- manna: „Báknið burt“, en nú eru hinir sömu orðnir eldri og hluti kerfisins og ekki minni kerfiskarl- ar en þeir, sem átt var við forðum daga. Kerfið hefur undir stjóm kerfiskarla úr öllum flokk- um gengið hart eftir inn- heimtu hjá fyrirtæki mínu á sölu- skatti sem ég innheimti aldrei af ríki eða bæ, en kerfið telur að ég hefði átt að innheimta og skila aft- ur til ríkisins. Skattinn innheimti ég aldrei af ríkinu og skilaði þess vegna ekki aftur til ríkisins. Æðstu dómstólar landsins hafa dæmt í málinu og það féll að venju kerf- inu í vil. Ríkisskattanefhd og und- irréttur höfðu sömu skoðun á mál- unum og ég á þeim árum sem dómstólamir fjölluðu um, en jafn- vel sú vitneskja og þar með réttaróvissan, hafði eldd áhrif nema á einn dómarann. I þessu sambandi vísa ég til greinar minnar um réttarríkið sem rituð var löngu áður en dómur féll. Kerfið skal ná fram sínu réttlæti. Samhliða þessu og ekki síst í kjöl- far niðurstöðunnar, hef ég hugsað með nokkru hugarangri til þeirra, sem ekki hafa burði eða getu til þess að verja sig íyrir kerfinu. Hvemig skyldi saga þeirra vera? Hverjir halda uppi málstað þeirra gegn blindri bókstafsstúlkun kerfiskarlanna og tilhneigingu þeirra til þess að þurfa ekki að taka afstöðu í einstökum málum en freista þess að geta fundið þægi- legar (fyrir þá) algildar reglur, sem ekki krefjast mikillar hugsunar eða hættu á mistökum, sem leitt gætu til gagnrýni, eða jafhvel styggðu einhverja? Dæmigerð er nú nýjasta reynsla mín í glímunni við kerfið. Eftir að einn fyrr- verandi kerfiskarlinn taldi það heilaga skyldu sína að klekkja á okkur, - sem líklega hefði frekar borgað einstaklingum og fyrir- tækjum, en skila til kerfisins skött- um, sem ekki vom innheimtir af kerfinu, en skyldu samt greiddir til þess, - og hóf aðför að fyrirtækinu, byrjaði ballið aftur. Nauðasamn- ingar, sem að bestu manna sýn tryggja best hag allra hlutaðeig- andi, skulu felldir með öllum tli- tækum ráðum. rátt fyrir að fyrrverandi kerfiskarlinn sæi að aðgerð hans leiddi væntanlega til gjaldþrots og skilaði engu í það bú sem hann átti að gæta hagsmuna, þá reyndi hann að leita allra ráða til þess að koma í veg fyrir að því sem bjarga mætti yrði bjargað. Til þess fékk hann fulltingi núverandi kerfiskarla sem segja, að hin ein- falda aðferð að segja nei, óháð öll- um aðstæðum sé réttlátust. Enda þótt neiið kosti ríkissjóð tæpar 100 milljónir og kosti á annað hundrað manns atvinnuna. Enda þótt Al- þingi hafi sett lög um nauðasamn- inga og um hvað séu forgangs- kröfur þá em embættismennimir á annari skoðun og gera allt sitt til þess að þeirra vilji verði en ekki löggjafans. Hvað varðar kerfið um vilja Al- þingis? Enda er miklu þægilegra að hafa fyrir reglu að segja nei og þurfa ekki að taka afstöðu. Launin koma alltaf reglulega um hver mánaðarmót, óháð fjárlagahalla ríkissjóðs og lífeyririnn þeirra er tryggur eftir starfslok, óháð frammistöðu. Skiptastjórinn hefur tryggt sér tæpar 20 milljónir í málskostnað (að mati fulltrúa sýslumanns), enda þótt hann valdi ríkissjóði 100-200 milljóna króna tjóni. Kerfið hefur sinn gang. Þann sem rífur kjaft má svo alltaf elta, t.d. með viðbótarskatta- álögum, viðurlögum og dráttar- vöxtum. Þöggum niður í helvítinu. Góða skemmtun - Jóhann G. Bergþórsson E.S.: Hvar em þeir sem sögðu báknið burt, skemm niður, einka- væðum? Eitt sinn var rituð grein í tímaritið Fijálsa verlsun um útfar- arstjóra atvinnulífsins. Þeir blómstra nú. Ef til vill væri þörf á að endurbirta greinina og svar að- alútfararstjórans sem vildi æm- vemd samkvæmt lögum um mannorðsmeiðingar manna í opin- berri þjónustu, jafnvel þótt þeir fæm með rangt mál, skv. 108. gr. laga nr. 19/1940. Hvað með vemd á mannorði og æm manna sem ekki em í opinberri þjónustu? Hvað með jafnrétti á siðferðis- sviðinu? 200 metra sundkeppni í tilefni af vikunni „íþróttir fyrir alla“ fer fram n.k. laugardag, 22. niaí, sundkeppi milli allra bæjarfélaga á landinu. Keppt er í 200 metra sundi, þ.e. hversu margir synda rniðað við mannfjölda. Keppnin stendur yfir í einn dag og er hún opin öllum. Sundaðferð er frjáls og má hver bæjarbúa synda einu sinni. Félagar í Sundfélagi Hafnarfjarðar sjá um framkvæmdina í báðurn sundlaugum bæjarins. VORFATNAÐUR a konur og krakka STRANDGÖTU 41 - HAFNARFIRÐI - SÍMI 652566 4

x

Fjarðarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.