Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 19.05.1993, Blaðsíða 7
tvær bráðungar stúlkur sem eiga og reka stöðina: áreiðanlega oft bráðfyndar út á við, t.d. þegar við erum að tala við harðsvíraða kaupsýslumenn og þeir uppgötva að við, þessar stelp- ur, erum eigendumir og rekum fýrirtækið. Þetta er ósköp skiljan- legt. Við erum svo ungar. - Það er einnig skrítið að vera að skipu- leggja og segja starfsfólki fyrir og svo stendur mamma allt í einu á miðju gólfi og skammar mann fyr- ir að hafa ekki heimsótt ömmu.“ Það er auðséð að samkomulagið hefur tekið miklum ffamfórum til hins betra. Þær stöllur segjast enda vera að ná tökum á samstarfinu, fyrirtækinu og síðast en ekki síst á sjálfum sér í þessu nýja og skemmtilega hlutverki, þó stremb- iðsé. Frjálsir mætingartímar - Upp á hvað er boðið og hveiju sækjast allar þessar konur í æf- ingasölunum eftir. Stunda karlar líkamsrækt í Hress? Spumingum var dengt á þær og við gefum þeim orðið: í líkamsræktinni, sem er jafnt fyrir konur og karla, er lögð á- hersla á þjálfun „erfiðu" líkams- hlutanna, þ.e. maga, læri og rass. í nútímaþjóðfélagi eru þetta líkams- hlutamir sem fá ekki nægilega þjálfun. Arangurinn er því slakir vöðvar og fitusöfnun. Teygjur og tog er meira notað en hopp og skopp. Þama er frjáls mæting. Þú ræður hvenær þú mætir. Keypt er mánaðarkort og opið er alla daga nema sunnudaga. Tímar em allt frá því snemma að morgni og fram á kvöld, þannig að enginn þarf að missa úr tíma, þó eitthvað óvænt komi upp á. Viðskiptavinurinn ræður tímafjölda sjálfur. Þá er bamagæsla á staðnum og hún inni- falin í námskeiðsgjaldi. Engin ald- ursmörk em, hvorki hvað varðar líkamsræktina eða bamagæsluna. Hressir strákar á öllu aldri Boðið er upp á skemmtilega tfrna fyrir karla sem Asdís Sigurð- ardóttir sér um. Þar em heldur eng- in aldurstakmörk. Þær stöllur em á því að karlar sé ekki nógu duglegir við ástundun líkamsræktar. Karlar fá því sérstakt tilboð fyrir sumarið og verður byggð upp dagskrá sem hentar þeim, m.a. innileikfimi, úti- leikfimi og pallaþrekhringir. Mörgum fmnst frábært að fara í gufu eða ljós til að enda góðan ágrannar öruverslun að 50 ^ýmalað kaffi una ARÐARTORGI, S. 650964 tfrna. Þær segja þó nokkra karla- hópa mjög meðvitaða um nauðsyn reglubundinnar líkamsræktar, t.d. komi hópar fótboltastráka yfir vetrartfrnann og handboltastráka á sumrin til að halda sér í formi milli keppnistímabila. Aldrei of seint f rassinn gripiö „Nýr lífsstfll“ er ein vinsælasta þjónustan sem Hress býður upp á í dag. Þar fær enginn inngöngu nema hann þurfi að losna við 15 kg eða meira. Hópurinn er lokaður og eingöngu fýrir konur. Mikið og gott aðhald er veitt í þessum tím- um, sem Rósa Björg Karlsdóttir sér um. Farið er eftir stífu megmn- arprógrammi. Leikfimi er tvisvar í viku og gönguferðir tvisvar í viku. Þá er boðið upp á iyrirlestra og fitumælingar, sem em mjög vin- sælar um þessar mundir. Með fitu- mælingu er hægt að sjá hversu miklu er ofaukið, hvað em vöðvar og hvað fita. Þannig má íylgjst með árangri. „Það er alltof mikið um það að fólk telji að of seint sé í rassinn gripið hvað varðar þyngd. Sumir telja sig of gamla aðrir gef- ast hreint og beint upp. Hér er aldrei of seint af stað farið. Árang- ur er hreint ótrúlegur. í þessum hópi em allir á niðurleið innan gæsalappa", sögðu þær. Auk líkamsræktamámskeið- anna er boðið upp á ljósatíma í Hress. Þá er þar vatnsgufubað. Hefur þú tíma fyrir heilsuna - Kosmaður? Því er oft haldið fram að það sé rándýrt að sækja líkamsræktarstöðvar eins og Hress. Hvað viljið þið segja um það? Dúna svaraði og sagði m.a.: „Við bjóðum upp á sérstök tilboð og frjálsa mætingu, þannig að fólk getur ráðið sjálft hvað það fær fyr- ir peningana. Við bjóðum til dæm- is núna upp á þriggja mánaða kort þar sem innifaldir em 10 ljósatím- ar og fólk getur mætt eins oft og það vill,- Ég tel þetta ekki dýrt miðað við það sem við leggjum í það. Svo má alltaf spyrja sig hvers virði það er að halda góðri heilsu.“ Við skulum gera eftirfarandi setningu að lokaorðum eftir fræð- andi heimsók í Hress: Ef þú hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag þá gefur heilsán þér ekki tíma á morgun. Puð, s\’iti og tár, enda andrúmsloftið gufumettað í björtum og rúmgóðum œfingasainum. HLAUPASKOR ADIDAS SKOHOLLIN Reykjavíkurvegi 50 - s. 54420 VICTORY REEBOK NIKE 7

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.