Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Qupperneq 1

Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Qupperneq 1
SVMARHÚS STOFNAÐ 1975 HJALLAHRAUNI 10 HAFNARFIRÐI SIMI 51070 FJflRDflR 17. TBL. 1993 - 11. ARG. FIMMTUDAGUR 10. JÚNÍ VERÐ KR. 100,- SVMARHÚS STOFNAÐ 1975 HJALLAHRAUNI 10 HAFNARFIRÐI SÍMI51070 Skyndileg brottför bæjarstjórans í ráðherrastól kom f opna skjöldu og kallaði á hörð viðbrögð bæjarfulltrúa Alþýðuflokks: Bæjarstjóri gangi fyrst frá ársreikningi Pað var uppi fótur og fit, þegar bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins fréttu, um svipað leyti og alþjóð, að bæjarstjóri, Guðmundur Arni Stefánsson, væri að yfirgefa bæjarstóraembættið til að taka sæti í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Ekki eru liðnar nema nokkrar vikur frá því að bæjarstjóri lýsti því yfir opinberlega að hann væri ekki á förum úr starfi sínu sem bæjarstjóri Hafnfirðinga og að hann myndi leiða flokk sinn hér í næstu bæjarstjórnarkosningum. Samkvæmt heimildum Fjarðar- póstsins er mikil ólga í herbúðum Alþýðuflokksins í bænum vegna þessa máls. Menn leita nú logandi ljósum að eftirmanni Guðmundar og hafa margir verið nefiidir, bæði innan bæjarstjómarflokksins og utan. Eftir það sem á undan er gengið varðandi stöðu kvenna í kjördæminu hefur, samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins, komið fram ákveðin krafa frá kvennaarmi flokksins, að í bæjarstjórastólinn setjist kona. Þar em nefndar til stöðunnar Valgerður Guðmunds- dóttir, bæjarfulltrúi, en Jóna Osk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjóm- ar. Þeir Alþýðuflokksmenn sem tíðindamaður Fjarðarpóstsins ræddi við í vikunni vom allir á því, að skyndileg ákvörðun Guðmund- ar Áma hafi komið mönnum mjög svo í opna skjöldu. Menn benda á, að aðeins sé tæpt ár eftir af kjör- tímabilinu og staða fjármála bæj- arsjóðs vægast sagt erfið. Einn viðmælenda blaðsins sagði m.a., að hann liti á það sem grundvallar- kröfu, að Guðmundur Ámi skilaði af sér ársreikningum bæjarsjóðs fyrir síðasta ár, áður en hann hyrfi svo skyndilega af vettvangi. Hann hlypi ekki undan þeim. Nýr bæjar- stjóri tekur því ekki við strax. Svo til allir núverandi bæjarfull- trúar Alþýðuflokksins hafa verið nefndir sem áhugamenn um bæj- arstjórastólinn. Þrír bítast harðast um embættið, þ.e. Tryggvi Harð- arson, Ingvar Viktorsson og Jóna Osk Guðjónsdóttir. Af nöfnum manna utan bæjar- stjómarflokksins má nefna Ársæl Guðmundsson, hagfræðing. Al- þýðuflokksmenn munu þó vel- flestir einhuga um, að gáfulegra sé í stöðunni að sækja nýjan bæjar- stjóra úr röðum bæjarfulltrúa, sér- staklega í ljósi stöðu bæjarsjóðs og þar sem svo skammt sé til næstu bæjarstjómarkosninga. Ársreikningar bæjarsjóðs 1992 lagðir fram n.k. þriðjudag: Heildarskuldir 1.940 millj. kr. - Hafa hækkað um 455 millj. kr. milli ára. 25-30% af heildarskatttekj- um, um 1.600 millj. kr., fara nú beint í afborganir og vexti. í ársreikningum bæjarsjóðs fyrir árið 1992, sem lagðir verða fram á kvæmdir eru bæjarstjórnarfundi n.k. þriðjudag kemur m.a. fram, samkvæmt heimildum Fjarðarpóstsins, að heildarskuldir bæjarsjóðs eru komn- ar í rúmlega 1.940 millj. kr. Hafa þær hækkað á milli ára úr kr. 1.485 milljónum í kr. 1.940 milljónir, eða um 455 millj. kr. Svo- nefnd nettóskuldastaða er orðin tæplega 800 millj. kr. og er nú svo komið að 25-30% af heildarskatttekjum bæjarsjóðs, um 1.600 millj. kr., fara beint í afborganir og vaxtabyrði lána bæjarsjóðs. Samkvæmt heimildum Fjarðar- sjóðs á þessu ári mjög „krítísk". póstsins er fjármálastaða bæjar- Gífurlega kostnaðarsamar ffarn- Engin andmæli komu fram hjá héraðsdómi Nauðasantningar Hagvirkis Kletts h.f. voru staðfestir fyrir hér- aðsdómi sl. mánudagsmorgun. Það var Gunnar Aðalsteinsson hér- aðsdómari sem tók málið til staðfestingar. Þrátt fyrir fyrri yfirlýs- ingar gerði Ragnar Hall, bústjóri þrotabús Fómarlambsins, engar athugasemdir. Hið sama var að segja um fulltrúa ríkissjóðs. Samningar höfðu náðst milli þrotabússtjóra Fómarlambsins og forráðamanna Hagvirkis Kletts h.f., og ntun þrotabú Fómarlambs- ins ganga að sömu kjömm og aðrir kröfuhafar í búið, sem þegar höfðu samþykkt frumvarpið að nauðasamingingum. gangi, svo sem bygging nýs safhaðarheimilis og tónlistarskóla í miðbænum. Gefin hafa verið loforð um fjárframlög vegna fyrirhugaðs stórhýsis í mið- bænum, sem er þó allsendis óljóst hvað verður úr vegna almennra efnahagsörðugleika. Það virðist því vemlega kreppa að. Hvað varðar bæjarbúa beint, þá eiga þeir von á skattaálagningar- seðlum um mánaðarmótin júlí, ágúst, sem líklega gleðja fáa. Þá kemur til endurreikningur á skatta- álögum vegna ársins 1992. Ut- svarsálaging bæjarsjóðs var þá í leyfðu hámarki, þ.e. 7,5%. Inn- heimtuprósenta staðgreiðslu hefur numið 39,85%, en til að ná inn 7,5% sem bæjarsjóður lagði á bæj- arbúa, þurfa þeir að standa skil á 40,3% til 40,4%. Bæjarbúar munu því þurfa að standa skil á umtals- verðum fjárhæðum til bæjarsjóðs á sama tíma og t.d. Reykvíkingar sleppa á sléttu eða fá endurgreiðsl- ur. Hópur landkrabba fékk að skoða alvörukrabba ogfleiri botndýr um borð í Fjörunesim uni helgina. Er myndin birt í tilefni af sjómanna- deginum sem var sl. sunnudag. Krabbar og landkrabbar Sjómannadagshátíðarhöldin um síðuslu helgi fóm vel fram og að viðstöddu fjölmenni eins og undanfarin ár. Fimni aldraðir sjómenn vom heiðraðir, þar á meðal bræður. I róðrakeppninni hlutu Götu- strákar að þessu sinni Eyjapeyjabikarinn, en samtals kepptu sjö sveitir. Áhöfnin á Sjóla sigraði fótboltakeppnina annað árið í röð. Þá var boðið upp á ýmsa aðra skemmtan, m.a. björgun úr sjó, sern áhöfnin á þyrlu Landhelgisgæslunnar sýndi, skemmtisiglingu bama, listflug og tónleika fyrir unglinga. Mikið fjölntenni var síðan á sjómannahófi á Hótel Sögu að kvöldi sjómannadagsins. Sjómennimir sem heiðraðir vom em Aðalsteinn Þorbjöm Þórðar- son, Einar Jón Jónsson, Júlíus Sigurðsson og bróðir hans, Þorlákur Sigurðsson, einnig Símon Marinósson. I róðrakeppninni sigraði sveit Hrings í flokki sjómanna, en Götu- strákar vom með besta tímann og hlutu Eyjapeyjabikarinn. Götu- stelpur sigmðu í kvennaflokki. Áhöfnin á Venusi sigraði í reiptogi og í netabætningum sigraði Jónas Jósteinsson, skipverji á Venusi. Hafnfirðincjur hlaut rafsuðuvélina sem keppt var um Hin eina sanna Randver treður upp eftir 15 ára hlé -Sjá bls.3 Nönnukot, stpfnað um útgáfu á Astar- Ijóðum aldarinnar - Sjá 5 Sjá bls. 2

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.