Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Síða 2

Fjarðarpósturinn - 10.06.1993, Síða 2
KOMPAN Veitinga- og gistiþjonusta Bræðumir Ingólfur og Helgi Einarssynir hafa sótt um 4.000 fermetra lóð í Mosahlíð, þar sem þeir hyggjast byggja og reka veit- inga- og gistiþjónustu. Erindi þeirra var á síðasta bæjarráðs- fundi vísað til umsagnar hjá bæjarverkfræðingi og skipu- lagsstjóra. Þakka fatnað Kvenkynsstarfsmenn á bæjarskrifstofunum rituðu nýverið bæjaryfirvöldum bréf og þökkuðu góðar undirtektir við beiðni þeirra um fatnað. Þann 1. júní sl. mættu þessir starfsmennimir bæjarins í fyrsta skipti t vinnufatnaði þessum. Ekki „Sögutorg" Bæjanáð lét færa til bókar á fundi sfrium sl. fimmtudag, að nafnið „Sögutorg" á torg- inu framan við Byggðasafnið og Sjóminjasafnið hefur ekki verð samþykkt. Torgið heítir því ekki „Sögutorg“. 300 þús. til sundlaugarbyggingar Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sótti nýverið um 300 þús. kr. styrk til sundlaugar- byggingar í Reykjadal. Með umsókninni fylgdi bréf for- eldra fatlaðra bama í Hafnar- firði, þar sem lýst er stuðningi við fyrirhugaða sundlaugar- byggingu. Þar kemur fram, að a.m.k. 15 hafnfirsk böm noti þessa aðstöðu. Bæjarráð sam- þykkti að veita 300 þús. kr. til verkefnisins og skulu þeir peningar takast af liðnum „Ó- viss útgjöld“. Hraðahindrun á Lækjarberg Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í sl. viku teikn- ingar að hraðahindmn á Lækjarbergi, en íbúar í hveif- inu vom orðnir langeygir eftir slíkum framkvæmdum. Glaöningur vikunnar Eftirtalinn áskrifandi Fjarðarpóstsins fær heimsenda ókeypis 16 tomma pizzu að eigin vali, ásamt einum og hálfum líter af Coke. Gildirtil 16. júní Elf- Smurþjónustan Drangahrauni 1, Hf. Frá afhendingunni, en fremst á myndinni er standur með hluta afafrakstri keppninmr. Taliðfrá vinstri: Vikt- or D. Bóasson,fiá Istœkni, Bjarni G. Bjarnason, Suðulist, Jóhann Pálsson, Istœkni, Hallmar Halldórsson, verðlaunahafi, og Jouko Kemppi forstjóri. Hafnfirðingur hlaut rafsuðuvélina sem keppt var um hjá Suðulist Af305 gestum á sýningunni Vor '93, sem reyndu sig við suðutækni á vegum fyrirtækisins Suðulist, Kaplahrauni 8, var Hafnfirðingurinn og vélvirkinn Hallmar Halldórsson, Hörgsholti 23, talinn skila vandaðasta verkinu. Hann hlaut í verðlaun rafsuðuvél að gerðinni Kemppi Trigger 1000, sem afhent var nýverið í fyrirtækinu ístækni h.f., að viðstöddum aðalforst jóra Kemppi fyrirtækisins í Finnlandi, Jouko Kemppi. Keppendur voru 305, eins og Kemppi, sagði við þetta tækifæri, fyrr segir, allt frá 12 ára aldri og upp úr. Það vakti athygli umsjón- armanna keppninnar, að fagmenn bám sig ekki betur en ólærðir og vilja söluaðilar Kemppi rafsuðu- vélanna auðvitað fyrst og ffemst þakka það góðum tækjum. Þeir sögðu tilganginn með keppninni enda þann að sanna hversu auðvelt er að rafsjóða með góðum græjum eins og Kemppi. Keppnin fór fram í samvinnu Suðulistar og Istækni h.f., sem er innflutningsaðili Kemppi tækja og véla. Aðalforstjóri Kemppi, Jouko að fyrirtæki hans væri nú annað stærsta fyrirtækið á Evrópumark- aði með hátæknivélar. Hérlendis nemur markaðshlutdeild Kemppi um 65%. Fyrirhuguð mun Norður- landakeppni í rafsuðulist { Finn- landi árið 1994. Málmsuðufélag íslands stendur fyrir forkeppni fyr- ir mótið hérlendis á þessu ári, en reiknað er með að einn til tveir þeir bestu hérlendis fari til keppninnar í Finnlandi. Margrét sýnir grafík Sýning á grafíkverkum eftir Margréti Guðmundsdóttur stendur yfir í Kænunni, Óseyr- arbraut 2. Sýningin er opin alla virka daga kl. 7-18 og um helgar kl. 9-17, henni lýkur 30. júní. Margrét var að ljúka burtfarar- prófi frá Myndlistar- og handíða- skóla Islands, grafíkdeild, og em þetta myndir úr lokaverkefni hennar. Myndimar skiptast í tvo flokka: „Tilbrigði" og „Tileink- un“. Margrét er innanhússarkitekt og starfaði við það, áður en hún hóf myndlistamámið. Einnig kenndi hún nokkur í ár fagteikningu við iðnskóla. ÍSLENDINGAR sem reka gisti- heimili í nágrenni Orlando- flugvallar í Bandaríkjunum áttu von á Guðmundi Arna, bæjarstjóra sl. á þriðjudag. Guð- mundur hafði óskað eftir gist- ingu á leið sinni til Treasure Is- land - eða Fjársjóðseyju á Flór- ída, en þangað mun Jón Bald- vin, formaður, einnig ieggja leið sína. Ekkert varð úr af för bæjar- stjórans til Fjársjóðseyju, en í staðinn hlaut hann ráðherrastól. Peir undir gafli íhuga, hvort hann hafi ætlað í fjársjóðsleit til Flórída. Þeir hinir sömu veðja á, að bæjarstjórinn verði ekki bú- inn að sitja lengi í stól heilbrigð- is- og tryggingaráðherra, þegar hann sér á ný þörf á för til Fjár- sjóðseyju. UNDIR GAFLI eru menn slegnir yfir því hvernig Guð- mundur Árni skilur við bæjar- sjóð. Allt er á bóla kafi í skuld- um, skv. ársreikningi sem kem- ur fram eftir helgi. Pá sér ekki högg á borði á gefnum loforðum og fyrirheitum, enda er nú bið- röð á bæjó af mönnum sem eru að reyna að fá staðfestingar á lof- orðum um liinar og þessar framkvæmdir. Góður og gegn gaflari stakk upp á þeirri lausn á þriðjudag, að í stað fyrir- hugaðrar ferðar til Fjársjóðscyju keyptí bæjarsjóður miða í Víkingalottói, enda var von á stórvinningi í gær. MIKILL mannfjöldi var við setningarathöfn Listahátíðar í Kapiakrika sl. föstudag. Undir gafli sögðu menn, að ekki þyrfti að undra þátttökuna, því hátt í 400 manns sem leið áttu á Vinnumiðlun bæjarins, fengu gefna miða, einnig allir starfs- menn bæjarins og þeir sem sæti eiga í nefndum og ráðum. Hver ætli hafi borgað alla þessa miða, sem kostuðu kr. 1.000 stk.? Undir gafli giska þeir á bæjar- sjóð. GAFLARIVIKUNNAR: - Gæti hugsaö sér að fá hest í afmælisgjöf Fullt nafn? Berglind Magnús- dóttir. Fæðingardagur? 8. nóvember 1978. Fæðingarstaður? Landspítalinn Fjölskylduhagir? Er á lausu. Bifreið? Fjallahjól (verður bráðum Porsche) Starf? Unglingavinnan. Fyrri störf? Næstum engin. Helsti veikleiki? Löt við að hjálpa til heima. Helsti kostur? Spurðu vini mína. Uppáhaldsmatur? Pizza frá Hróa hetti. Versti matur sem þú færð? Fiskur. Uppáhaldstónlist? Eg er alæta á tónlist. Uppáhaldsíþróttamaður? Ég fylgist illa með íþróttum. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Þoli ekki stjómmál. Hvert er eftirlætissjónvarps- efnið þitt? Hryllingsmyndir. Hvaða sjónvarpsefni finnst þér leiðinlegast? Fréttir, veður og fræðslumyndir. Uppáhalds útvarps- og sjón- varpsmaður? Þór Bæring er uppáhaldsútvarpsmaður, enginn sérstakur sjónvarpsmaður. Uppáhaldsleikari? Eddie Murphy. Besta kvikmynd sem þú hefur séð? Candy Man. Hvað gerir þú í frístundum þínum? Ligg í leti. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Ásbyrgi. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Skemmtilegheit. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Mont. Hvaða persónu langar þig mesta að hitta og hvers vegna? Lenny Kravitz, til að kyssa hann. Hvaða námsefni líkaði þér verst við í skóla? Líf- og eðlisfræði. Hvað myndir þú vilja í afmæl- isgjöf? Hest. Ef þú ynnir 2 millj. kr. í happadrætti, hvernig myndir þú verja þeim? í föt. Ef þú gætir orðið ósýnilegur, hvar myndir þú helst vilja vera? Forvitinn fær ekki að vita. Ef þú værir í spurninga- keppni, hvaða sérsvið myndir þú velja þér? Blandað efni. Hvað veitir þér mesta afslöpp- un? Að fara í reiðtúra. Hvað myndir þú gera, ef þú værir bæjarstjóri í einn dag? Efla skemmtanalíf unglinga í Hafnarfirði. Uppáhalds-Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Það var einu sinni maður með Aids í sprautu. Hann gekk að Reykvíkingi og sagðist ætla að sprauta hann með Aids nema hann gæfi honum alla peningana sína. Reykvíkingur- inn lét peningana af hendi. Þannig gekk hann manna á milli þangað til hann hitti Hafnfirðing. „Láttu mig fá alla peningana þína eða ég sprauta þig með Aids“, sagði hann. Hafrtfirðing- urirtn svaraði: ,Já gerðu það bara“. Þegar hann hafði verið sprautaður með Aids sprautunni hló hann og sagði: „Þama plataði ég þig. Ég er með smokkinn." 2

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.