Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Page 2

Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Page 2
2 FJARÐARPÓSTURINN STJÖRNUSPÁ Gildir frá fimmtudegi 3. nóv. til miðviku- dags 9. nóv. Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.) Þó að eitthvað fari úrskeiðis er ekki ástæða til að missa stjórn á skapi sínu. Oft mynd- ast nýr farvegur og oftar en ekki er hann miklu öruggari en sá gamli. Settu málefni í biðstöðu þessa viku og leyfðu tímanum að vinna með þér. Aldrei skildi seinn maður flýta sér. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Nýir tímar eru í uppsiglingu. Fortíð og nú- tíð blandast saman og það sem einu sinni virtist óhugsandi er í dag hið einfaldasta mál. Gefðu þér vænan tíma í breytingarnar. Vikan framundan verður erilsöm en í senn skemmtileg og mjög gefandi. Hrúturinn (21. mars - 19. apr.) Þessi vika einkennist af efasemdum og það er bara af hinu góða. Það er um að gera að hafa opið hugarfar og meðtaka sem mest en varast skal að vera auðtrúa og auðkeypt(ur). Þér tekst flest sem þú ætlar þér og færð flest sem þú óskar þér. Þú leyn- ir á þér. Nautiö (20. apr. - 20. maí) Það er ekki hraðinn og ákefðin í kring um þig þessa dagana frekar en endranær. Þú átt gott með að læra af reynslu annarra. þér hættir þó til að sjá hlutina eins og þú vilt sjá þá, en ekki eins og þeir eru í raun. Þögn er gulls ígildi, segir hver? Tvíburinn (21. mai - 20. júní) Skrifleg orð standa gjarnan fyrir sínu við samningagerð og til að koma stefnum sín- um á framfæri. Notaðu tækifærið. í gangi er magnað samband, en það fær sína reynslu- aðlögun. Þér finnst þú hafa misst af ein- hverju en sannleikurinn er sá, að þú lærðir af reynslunni. Krabbinn (21. júní - 22. júlí) Mikið veltur á því þessa viku að greina sannleikann frá hugarburði.Eftir helgina verða töluverðar sviftingar í einkalífinu og á tilfinningasviðinu vegna óuppgerða mála. Stattu fast við þitt, þótt aðrir vilji ráða. Hugaðu að líkamlegum og andlegum þörf- um. Ljóniö (23. júlí - 22. ágúst) Best er að halda sér við sama efnið á næst- unni. Nýttu samt tímann til að undirbúa og skipuleggja framtíðaráform og láttu þetta svo malla í rólegheitum. Þú dettur niður á stórkostlega hugmynd sem gefur vel af sér. Það felst margt í hversdagsleikanum. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Eitthvert ójafnvægi virðist vera á milli lík- amlegs, tilfínningalegs- og andlega sviðs- ins. Til að ná sem bestum árangri þarf að vera jafnvægi þarna á milli. Svo hættu bara að þrjóskast þetta og hlustaðu á þrá hjarta þíns. Þér er svo eðlilegt að gefa af því sem þú býrð svo vel af. Hefur þú einhverju að tapa? Vogin (23. sept. - 22. okt.) Þér finnst viðskiptin ganga treglega, en þetta kemur allt með kalda vatninu. Vikan er erilsöm og þrýstingur er frá ættingjum og vinnufélugum. Leggðu ekki fram breyt- ingastefnu, núna, hvorki fyrir sjálfan þig né aðra. Leitaðu að hugarró í kyrrðinni. Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.) Þetta er heldur grá vika, og best að nota tímann til að hvílast og byggja sig upp. Láttu aðra um að stjóma og leysa sín eigin vandamál. Ekki rignir úr öllum skýum, þótt svo virðist í fyrstu. Bogamaðurinn (22. nóv. - 21. des.) Það sem fram fer bak við tjöldin getur ver- ið mikilvægara en það sem sagt er fyrir framan. Vertu vakandi, segðu meiningu þína af einlægni. Stjómunarhæfileikar þínir em meðfæddir og þegar þú beitir þeim á- samt glaðværð þinni, leikur lífið í höndum þér. Steingeitin (22. des. - 19. jan.) Það er að byrja tímabil mikilla vinnu. Nýj- ar hugmyndir virðast fæðast við hvert skref. Nú er góður tími til nýrra fjárfestinga og jafnframt að skjalfesta og ganga frá gömlum málum. Hreint borð er alveg nauð- synlegt fyrir komandi átök. Hagnaður skað- ar ekki. Munið að brosa Furðurheimur Sunnu Emanúelsdóttur “Alltaf blundað í mér frá barnæsku” Það cru furðuheimur sem mað- ur kemur inn í þegar komið er inn í stofuna hennar Sunnu Emanúels- dóttir. íslenskir jólasveinar, Grýla og Leppalúði á aðra hönd og álfa- borg með tjölda álfa á hina. Ekki þarf mikið ímyndunarafl til að gleyma sér og lifa upp í huganum ævintýrasögur af þessum ágætu fé- lögum Islendinga í gegn um tíðina. Eins og kunnugt er af fréttum þá stendur til að álfar Sunnu flytji til Hafnarfjarðar og setjist þar að, Hafn- firðingum og gestum Hafnarfjarðar til augnayndis. Okkur liggur forvitni á að vita hvað fékk Sunnu til að gera alia þessa álfa og hvers vegna hún valdi Hafnarfjörð sem framtíðarheimili þeirra. Við heimsóttum hana því á heimili hennar að Krummahólum 9 í Breiðholtinu til að kynnast þessari listakonu og álfunum hennar. Lengi í sveit Fyrst spyrjum við Sunnu hvað liggi að baki gerð álfanna. Hún verð- ur nú fyrst svolítið dreymin á svipinn og segist nú eiginlega ekki vita það, en segir svo "Ætli það hafi ekki alltaf blundað í mér frá barnæsku. Eg er alin upp í sveit frá 6 till7 ára aldurs, að Ytri Bug í Fróðárhrepp á Snæ- fellsnesi. Þarna lék ég mér mikið í gili rétt hjá heimilinu þar sem ég byrjaði að móta mínar persónur úr leir og auðvitað bjó ég til fjölmörg ævintýri og sögur um þessa vini mína. Ég dansað líka oft á skautum á veturna á lítilli tjöm sem þarna var, ein í Norðurljósunum, og lét mig dreyma um hinar ýmsu furðuverur sem ég sá í Norðurljósunum." Auð- séð er að Sunna er komin á æsku- slóðirnar í hugnum við þessa upprifj- un. "Já ég fann hjá mér einhverja þörf til að gera þetta, ég var bara svo- lítið óörugg til að byrja með, enda hef ég ekkert lært í svona vinnu, ég var bara dálítið duglega að teikna í gamla daga og móta í leir eins og ég sagði áðan, en eftir að ég byrjaði fyr- ir rúmu ári síðan hefur þetta flogið á- fram og mínir nánustu segja að ég hafi verið í öðmm heimi síðan" Trúir Sunna segir að álfarnir séu litaðir ineð náttúrulegum litum. þú á álfa eða að þeir séu til ? "Ég veit það ekki, þetta hefur kannske vafist örlítið fyrir mér, en ég neita því ekki og þykist líka hafa sönnun fyrir mig. Ég hef nú ekki sagt neinum ókunnug- um þetta sem ég ætla að segja þér. Fyrir síðustu jól, þegar ég var að vinna að gerð álfanna minna, hafði ég næstum gleymt því sem ég hef alltaf gert fyrir öll jól, það er að búa til minn eigin súpukraft. Þegar ég var svo minnt á þetta daginn fyrir Þor- láksmessu, þá rauk ég út keypti bein og setti þau inn í ofn til að brúna þau, eins og ég var vön. Það sótti að mér þreyta og ég ákvað að leggja mig á meðan þau brúnuðust. Þegar ég hafði sofið dálitla stund fannst mér heil hersing af álfum koma til mín og vilja vekja mig. Margir hálfgerðir Á þessum tíma hafði ég aðeins lokið við að gera hluta af álfunum og átti marga hálfgerða og sumir voru aðeins til í hugskoti mínu. Mér fannst þeir vera að reka á eftir mér að ljúka við þá og ég var að reyna að segja þeim að ég skyldi drífa þetta af. Og þar sem ég lá þama, að mér fannst á milli svefns og vöku, og þeir spíg- sporuðu í kringum mig til að vekja mig, fannst mér ég finna einhverja sérkennilega lykt og datt helst í hug að ég væri dáin og komin á "verri staðinn", en þeir létu mig ekki í friði fyrr en ég vaknaði í íbúðinni fullri af reyk. Ég hafði sett ofninn á fullt, meira að segja grillið á og gleymt að minnka hitann áður en ég lagði mig. Hefði ég vakna örlítið seinna, ja hvað þá? Fólki finnst þetta kannske barna- legt að trúa því að einhverjir álfar hafi vakið mig en fyrir mig er þetta nægjanleg sönnun þess að eitthvað er til sem verndar okkur Af hverju ekki álfar eins og hvað annað? Tvennt kom tii "Hvað kom til að þú ákvaðst að finna þessum vinum þínum samastað í Hafnarfirði. Var það kannske út af álfasögum Erlu Stefánsdóttir um álfabyggð í Hafnarfirði?" "Nei, svo ótrúlega sem það kann að virðast þá hafði ég aldrei heyrt minnst á þá á- gætu konu og hef reyndar aldrei séð hana. Það var einkum tvennt sem kom til. Sameiginlegur vinur okkar Jóhannesar í Fjörukránni kynnti okk- ur og þegar ég fór að segja honum frá álfunum mínum, þá varð hann fullur áhuga á því að fá þá til Hafnarfjarð- ar. Hann kom mér síðan í samband við ferðamálanefndina og Rögnvald ferðamálafulltrúa og nú sýnist mér allt benda til að þeir flytji búferlum til Hafnarfjarðar. Minn draumur er að það verði búið til ævintýraland fyrir þá í hraun- inu þar sem börn og fullorðnir geti komið og séð þá og heyrt eða búið til sögur um þá. Böm hafa svo ferskt í- myndunarafl, þar til við eyðileggjum það með þessari sífeldu mötun. Já, álfar eru góðar og skemmtilegar ver- ur þó sagt sé að þeir geti verið örlítið stríðnir og hrekkjóttir stundum". K0MPAN Nær helming- ur kvenna í saumaklúbb Eitt verkur athygli við lestur könnunarinnar um hafnfirksu fjöl- skylduna sem nú hefur verið kynnt formlega og það er mikil þátttaka kvenna í saumklúbbum. Þannig em 49% kvenna í Hafnarfirði í sauma- klúbb samkvæmt könnuninni, þar af eru 26% í sauntaklúbb innanbæj- ar og 23% í saumaklúbb utanbæjar. í þessu sambandi rná einnig nefna að hafnfirksir karlmenn eru merkilegt nokk í einhveijum mæli í saumaklúbbum því 5% þeirra kváðust vera það samkvæmt könn- uninni. Saumaklúbbamenning virðst því á háu stigi í Hafnarfirði og kemst önnur félagastarfsemi ekki með tærnar þar sem klúbbamir hafa hæl- ana. Til samanburðar má nefna að 14% aðspurðra tóku þátt í félags- starfi Hauka og 8% aðspurðra í fé- lagsstarfi FH. Ráðherra boðið í fiskvinnslu Nemendur Fiskvinnsluskólans eru síður en svo sáttir við hvernig Ólafur G. Einarsson hefur haldið á málefnum skólans í haust. Sökum þessa hafa þeir sent ráðherranum bréf þar sem skorað er á hann að koma í skólann og sjá með eigin augum það sem þar fer fram. Sam- kvæmt bréfinu á ráðherra að mæta í skólann í dag. fimmtudag, og bíða nemendur víst spenntir eftir að hann láti sjá sig. Heiðursgestur Bæjarstjórinn í Hafnarfirði var samkvæmt venju heiðursgestur á árshátíð Hauka og í fyrsta skipti í áraraðir var hann ekki FH- ingur. Magnús Jón mun meðal annars hafa „lofað" þvf að veita ríkulega fjármagni til framkvæmda við í- þróttahús á Haukasvæðinu. „Og Eilert borgar," sagði bæjarstjórinn við mikla kátínu viðstaddra (sbr. Ellert Borgar Þorvaldsson). GAFLARI VIKUNNAR Fullt nafn? Ásta Steinunn Ást- þórsdóttir. Fæðingardagur? 2l.desember 1976. Fæðingarstaður? Reykjavík. Fjölskylduhagir? Bý með móður minni og tveim systkinum. Starf? Nemi í Flensborgarskóla. Helsti veikleiki? Svefnsýki. Helsti kostur? Ákveðni. Uppáhaldsmatur? Djúpsteikt svínakjöt í súr-sætri sósu og svfna- hryggur. Versti matur? Þorramatur. Uppáhaldstónlist? Portúgölsk dansmúsík. Uppáhaldsíþróttamaður? Ágúst Ólason. Hvaða stjórnmálamanni hefur þú mestar mætur á? Ingibjörgu Sólrúnu. Uppáhaldssjónvarpsefnið? Hemmi Gunn. Leiðinlegasta sjónvarpsefnið? Nágrannar. Uppáhalds útvarps-og sjón- varpsmaður? Ingvi Hrafn. Uppáhaldsleikari? Tom Hanks. Besta kvikmynd/leikrit sem þú hefur séð? Forrest Gump og Steiktir grænir tómatar. Hvað gerir þú í frístundum þín- um? Sef. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Portúgal. Hvað metur þú mest í fari ann- arra? Þjónustulund. Hvað metur þú síst í fari ann- arra? Leti. Hvað myndir þú vilja í afmælis- gjöf? Bfl. Hvað myndir þú gera ef þú ynn- ir 2 millj. í happadrætti? Gefa mömmu þær. Hvað myndir þú gera ef þú vær- ir bæjarstjóri í einn dag? Gefa frí í skólanum. Uppáhalds Hafnarfjarðar- brandarinn þinn? Maður kemur inn á bar og segir við barþjóninn. "Heyrðu, á ég að segja þér alveg æðislega góðan hafnarfjarðar- brandara?" Barþjóninn svaraði Sérðu manninn þarna? Þetta er lögreglustjórinn, og hann er hafn- firðingur. Og maðurinn þama er með svarta beltið í karate og hann er líka hafnfirðingur. Svo er ég líka hafnfirðingur. Viltu virkilega segja brandarann hérna inni?" "Nei," sagði maðurinn, "Þá þyrfti ég að segja hann þrisvar sinnum."

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.