Fjarðarpósturinn - 03.11.1994, Blaðsíða 3
FJ ARÐARPÓSTURINN 3
Nefndarálit um endurskoðun sjávarútvegsnáms
Fiskvinnsluskólanum
breytt f framhaldsskóla
Starfræki sjávarútvegsbraut ásamt Stýrimannaskóla og Vélskóla
Ein af tillögum nefndar þeirra
sem fjallaði um endurskoðun sjáv-
arútvegsnáms er að komið verði
upp sjávarútvegsbraut á fram-
haldsskólastigi. Brautin yrði starf-
rækt í Fiskvinnsluskólanum í
Hafnarfirði ásamt Stýrimanna;
skóla Islands og Vélskóla Islands. I
tillögunni segir m.a. að námskrá
yrði mótuð þannig að námið nýttist
nemendum hvort sem þeir hyggja
á frekari nám á sjávarútvegssviði
eða til undirbúnings náms á há-
skólastigi. Fagnám brautarinnar
verði að fullu metið til stúdents-
prófs.
Sigurður B. Haraldsson skólastjóri
Fiskvinnsluskólans segir í samtali
við Fjarðarpóstinn að hugmyndin um
sjávarútvegsbraut sé ágæt og sér lítist
vel á hana. "Annað sem kemur fram í
skýrslunni er ómótað og á eftir að
vinna betur," segir Sigurður. "Og
hvað varðar endurskipulagningu og
endurskoðun á starfsemi skólans hef
ég ekkert nema gott eitt um það að
segja. Þetta átti að vera búið að gera
fyrir löngu síðan. Það sem ég gagn-
rýni helst við þessa tillögugerð sem
hér liggur frammi er að við vorum
síðastir til að vita af þessu og ég
þurfti að afia mér nefndarálitsins í
gegnum Fiskiþing."
Nefndin sem menntamálaráðherra
skipaði í lok síðasta árs setti sér m.a.
þá stefnu í tillögugerð að byggð verði
upp öflug menntun fyrir sjávarútveg-
inn bæði á framhaldsskóla- og há-
skólastigi, að nemendum sem stund-
uðu þetta nám fjölgaði og að þekking
Islendinga á sjávarútvegi verði mark-
aðssett á skipulagðan hátt erlendis.
Þær tillögur sem fjalla beint um
Útskrifuðum nemendum Fiskvinnsluskólans fækkaði úr 26 árið 1991
og niður í 12 í fyrra.
Fiskvinnsluskólann eru tvær. Auk
framangreindrar tillögu vill nefndin
að nám við skólann verði endur-
skipulagt og lög um skólann endur-
skoðuð í samráði við hagsmunaaðila
innan sjávarútvegsins.
Sjávarútvegsbraut
I greinargerð með tillögu nefndar-
innar um að Fiskvinnsluskólinn,
Stýrimannaskólinn og Vélskólinn
sameinist um sjávarútvegsbraut kem-
ur fram að hugmyndin sé að bjóða
nemendum sem ljúka grunnskóla-
prófi upp á ákveðinn valkost. Þeir
gætu þá fengið tækifæri til að fresta
endanlegu vali um sérhæfingu í 1-2
ár en vera jafnframt í umhverfi þar
sem þeir kynntust hinum ýmsu hlið-
um sjávarútvegs og vinnslu sjávar-
fangs.
Aformað er að í boði yrðu þrjár
brautir, skipstjómarlína, vélstjómar-
lína og fiskvinnslulína. Verklegur
hluti fiskvinnslulínunnar yrði að
hluta til staðsettur í Fiskvinnsluskól-
anum en að hluta til færi það nám
fram í fiskvinnnslufyrirtækjum undir
umsjón kennara.
Endurskipulagning
I greinargerð með tillögunni um
endurskipulagningu Fiskvinnsluskól-
ans og endurskoðun á lögum hans
Meðal Hafnfirðingurinn skoðaður í fjölskyldukönnun
Vanafastur í háttum
Er lítið samkvæmisljón og fer snemma að sofa
Meðal Hafnfirðingurinn er
vanafastur í háttum samkvæmt
niðurstöðum könnunnar á högum
hafnfirsku Ijölskyldunnar sem birt
var nýlega. Hann er lítið sam-
kvæmisljón og fer yfirleitt snemma
að sofa, er kominn í háttinn kl.
23.30 og skiptir þá ekki máli hvort
urn mánudags- eða laugardags-
kvöld er að ræða. Hann borðar á
svokölluðum matmálstímum, fjöl-
skylda hans telur fjóra einstak-
Fredriksberg
sendir jólatré
Lagt hefur verið fram bréf í
bæjarráði frá Fredriksberg,
vinabæ Hafnarfjarðar í Dan-
ntörku, um að bæjaryftrvöld þar
muni gefa Hafnftrðingum jólatré
eins og venja hefur verið undan-
farna áratugi.
Vinabæjarsamband Hafnarfjarð-
ar og Fredriksberg komst á upp úr
1950 og það hefur verið árlegur
siður síðan að danski bærinn sendi
jólatré hingað. Því verður að venju
stillt upp á Thors-plani við hlið
Sparisjóðsins.
linga og yfirleitt er hann í sinni
fyrstu sambúð. Hann telur sig
heilsugóðann en samt eru helstu á-
hyggjur hans af heilsufari.
Þessar niðurstöður má m.a. lesa úr
fyrrgreindri könnun sem Fjarðarpóst-
urinn fjallaði nokkuð um fyrir þrem-
ur vikum. Meðal Hafnfirðingurinn á
eigin íbúð, 134 fm að stærð, a.m.k.
einn bíl og meðalvinnustundafjöldi
hans er tæplega 40 stundir, mismun-
andi eftir kynjum því karlamir vinna
tæpar 45 stundir að meðaltali en kon-
umar 34,5 stundir. Hann sefur um 8,5
stundir á sólarhring og er ívið meira
sofið um heljjar en á virkum dögum.
Sækir lítið menningar-
viðburði
Þegar skoðaðar em niðurstöður úr
spurningum um menningarmál kem-
ur m.a. í ljós að 72% Hafnfirðinga
segjast fara sjaldan í leikhús en að-
eins 7% oft og 20% stíga aldrei inn
fyrir dyr á leikhúsi. Konur fara meira
í leikhús en karlar og því eldri sem
svarendur em þeim mun oftar fara
þeir í leikhús.
Um 46% þeirra fara aldrei á lista-
sýningar og um 45% sjaldan en 9%
segjast gera slíkt oft. Yfir heimingur
þeirra fer sjaldan á tónleika og 43%
segjast aldrei fara á tónleika. Það er
helst að Hafnftrðingar fari í kvik-
myndahús því 21% þeirra segjast
gera slíkt oft en 67% sjaldan.
Hafnfirðingar em áhugasamir um
íþróttir eins og sést af þátttöku þeirra
í íþróttafélögum. Alls segjast 14%
vera þátttakendur í Haukum, 8% í
FH og 6% segjast taka þátt í starfi
annarra íþróttafélaga í bænum. í öll-
um tilvikum em karlar áhugasamari
um íþróttir en aldursdreifing er
mismunandi eftir félögum. Þannig
vex þátttaka í FH eftir aldri en hjá
Haukum er því þveröfugt farið, þar
er styrkurinn langmestur hjá yngri
aldurshópunum.
Um 6% svarenda segist taka þátt í
stjómmálastarfi og er þátttaka meiri
meðal karla og vex með aldri. 5%
taka þátt í kirkjustarfi og um 3%
svarenda eru í kór í Hafnaifirði.
Fallegt bæjarstæði
Eins og fram hefur komið áður er
hátt hlutfall þeirra sem svara aðflutt-
ir til Hafnarfjarðar á síðustu áratug-
um. Aðspurðir um ástæður þess að
þeir fluttu í bæinn segjast langflestir,
eða 36%, að það haft verið vegna
framboðs á húsnæði. Um fjórðungur
flutti vegna þess hve bæjarstæðið er
fallegt og næstum fimmtungur nefnir
sambúð við Hafnfirðing sem ástæðu
og litlu færri atvinnu.
kemur m.a. fram að nefndin styður
þá ákvörðun menntamálaráðherra að
taka ekki við nemendum til náms í
haust. Brautskráningum frá skólan-
um hefur ekki fjölgað hin síðari ár og
er það ekki í samræmi við þá þróun
sem ætla mætti að atvinnulífið hefði
þörf fyrir.
Nefndin er sammála um að eftir-
farandi meginstefna skuli ráða við
endurskipulagningu Fiskvinnsluskól-
ans: "Skólinn verði fyrst og fremst
matvælaskóli með sérstakri áherslu á
fiskvinnslu og því verði námskráin
tekin til gagngerðar endurskoðunar
með hliðsjón af þörfum atvinnulífs-
ins. Ljóst er að skólanum er ætlað
veigamikið hlutverk sem verkþjálf-
unarsetur sjávarútvegsbrautarinnar í
Reykjavík. Jafnframt á skólinn að
starfa sem sjálfstæður framhaldsskóli
fyrir nemendur sem lokið hafa námi
á sjávarútvegsbraut..."
Nemendum fækkar
Með nefndarálitinu fylgja ýmsar
tölulegar upplýsingar um nám í sjáv-
arútvegi hérlendis. Þar kemur m.a.
fram að nemendum hefur fækkað í
nær öllum skólum og deildum sem
veita þetta nám.
Fjöldi nemenda í Fiskvinnsluskól-
anum náði hámarki árin 1990-1991
þegar 48 nemendur stunduðu nám
þar hvort árið. I fyrra var fjöldi nem-
endum hinsvegar 33 sem er með því
lægsta frá árinu 1980.
Útskrifuðum nemendum fækkaði
um helming milli áranna 1991 og
1993. Árið 1991 útskrifuðust 26
nemendur af fískiðnaðardeild en að-
eins 12 í fyrra.
"Karlsen"
kemur ekki
Nú mun Ijóst að kvikmyndin
"Karlsen stýrimaður" kemur
ekki til Hafnarfjarðar en sýning-
ar á þessari mynd voru áformað-
ar í tengslum við lýðveldisafmæl-
ið í bænum. Eftir miklar bréfa-
skriftir við kvikmyndayfírvöld í
Danmörku er þetta niðurstaða
málsins. Aðeins mun eitt eintak
vera til af myndinni og ekki tök
á að senda það hingað.
Kvikmyndin Karlsen stýrimaður
var sýnd í Hafnarfjarðarbíói frá jól-
um 1958 og fram að hvítasunnu
1959 og er þetta vinsælasta fjöl-
skyldumynd sem sýnd hefur verið í
bænunt. Búið var að fá vilyrði frá
Danmörku unt að myndin kæmi í
haust eftir að Erlendur Sveinsson
hjá Kvikmyndasafni Islands hafði
beitt sér fyrir því með bréfaskrift-
um til Studiofilm í Danmörku.
I bréfi sem barst frá Danmörku í
síðasta mánuði kemur hinsvegar
frant að þegar vilyrðið var gefið
fyrr í ár höfðu þrjú eintök af mynd-
inni verið til. Síðan haft það gerst
að tvö þeirra eyðilögðust hjá "-
danske provinsbiografer" eins og
það var orðað og hið eina sem eftir
er mun í svo strangri útleigu í Dan-
mörku að ekki eru tök á að senda
það til Islands. Mikil eftirspurn er
eftir þessari mynd í Danmörku og
mun þetta eina eintak sem til vera
leigt langt fram í tímann.
Tveir grænlensk-
ir togarar í höfn
Tveir grænlenskir rækjutog-
arar voru væntanlegir til Hafn-
arfjarðar í gærdag og áttu að
landa afla sínum hér. Um er að
ræða togarana Ocean Tiger og
Ocean Sun sem nýlega komust í
eigu danskra útgerðarmanna.
Aætlað er að togararnir stoppi
hér í tvo daga, taki kost um borð,
skipti um áhafnir og sinnt verður
tilfallandi viðhaldsverkefnum urn
borð.
Fríkirkjan
Sunnudag 6. nóv.
Barnasamkoma kl. 11,00
Opið hús er í safnaðarheimili kirkjunnar sunnudaga
kl.20 fyrir unglinga, þriðjudaga kl. 17,00 fyrir 8-10
ára, fimmtudaga kl. 17,00 fyrir 11-12 ára.
Æfing bamakórs kirkjunnar miðvikudaga kl. 17:30 í kirkjunni.
Séra Einar Eyjólfsson
Hafnarf jarðarkirkja
Sunnudag 6. nóv.
Sunnudagaskóli kl. 11. Munið skólabílinn.
Allra heilaga messa kl. 14,00
Altarisganga - minnst látinna
Organisti Helgi Bragason.
Kyrrðarstund í hádeginu á miðvikudögum kl. 12.
Léttur hádegisverður á eftir.
Störf með 10 - 12 ára börnum kl. 18,00 þriðjudaga í safnaðar-
athvarfinu Suðurgötu. Æskulýðsstarf kl. 20,00 þriðjudaga í
Góðtemplarahúsinu.
Séra Gunnþór Ingason
+ I
Víöistabakirkja
Laugardagur 5. nóv.
Sr. Kritján Valur Ingólfsson flytur fyrsta fræðslu-
er*ntii sitt af þrem kl. 10,30 í kiirkjunni undir
rJfwjlM^i heitinu Heilög messa, helgisiðir og kirkjutónlist,
-iltUft? Sunnudagur 6. nóv.
Bamaguðþjónusta kl. 11, Guðþjónusta kl. 14.
Allra heilagra messa látinna minnst. Flutt verður
verkið Heill þér himneska orð. Eins. Sig.
Skagfjörð Steingrímsson, Celló: Olöf Sesselja Oskarsdóttir, Organleikur
Elías Davíðsson, kór Víðistaðasóknar syngur, Stjórnandi Ulrik Óskarsson
Séra Sigurður Helgi Guðmundsson