Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN Vatnsberinn (20. jan.-18. feb.) Arið 1995 verður í megindráttum miklum breytingum háð og það á all- flestum sviðum. Aukin opnun verður á sviði mannlegra samskipta og nán- ara samband mun myndast milli vina og vandamanna. Fjárhagurinn mun batna til muna vegna hagstæðra fjár- festinga og innkoma verður stöðugri. Ahersla ársins er lögð á persónulegan þroska og menntun á hinu andlega sviði. I apríl mun Uranus valda straum- hvörfum í lífi vatnsberans m.a. þátt- töku í einhverri ævintýramennsku, búferlaflutning eða jafnvel flutning á milli landa. Einnig kemur fram breyt- ing á persónulegum högum, t.d. í út- liti og hegðun. Vatnsberinn mun einnig finna sterklega fyrir hugarfars- breytingum hvað varðar hugsun, á- kvörðunartöku og uppruna sinn. Þessi tímamót geta valdið ójafnvægi og spennu þar sem hraðinn er mikill og ber að vera meðvitaður um það auka álag sem því fylgir. Upp úr miðjum maí fram í byrjun júní verður án efa besti tími vatnsber- ans. Þeir sem eru ólofaðir munu hitta ást lífs síns, aðrir munu njóta lífsins í sínum sælureitum. Einhver leiðindi verða á vinnustað. Niðurlægjandi umtal eða niðurrif á eigin framleiðslu í endaðan október en það er ekkert marktækt til að hafa áhyggjur af. Ast- in og kærleikurinn sem er ríkjandi í desember mun lýsa vatnsberanum réttu leiðina svo að jákvæður og ör- uggur mun hann kveðja árið 1995. Fiskarnir (19. feb. - 20. mars) Arið 1995 býður fiskunum upp á óteljandi framfaramöguleika á sviði atvinnulífsins. Þetta er óska ár þeirra sem standa að eigin atvinnurekstri. Fiskarnir eru í eðli sínu ekki ákafir sölumenn en vegna stöðu himin- tunglanna er þetta ár kjörið til að markaðsetja bæði sjálfan sig hug- myndir sínar og framleiðslu. Tæki- færin eru allt í kring. Fiskamir koma til með að sýna og sanna dugnað, heiðarleika, ábyrgð og það semXl þarf í góðum viðskiptasamböndum. í byrjun marsmánaðar er ráð að spyrja sig þessa stóru spurninga "A hvaða leið er ég og hver er tilgangur- inn?" Ef ástæða þykir til þá er þessi tími einmitt rétti tíminn til að huga að breytingu. Þegar plánetan Venus verður ríkjandi í merki fiskanna, í mars og apríl verður allt sem snýr að fegurð og heilbrigðu líferni allsráð- andi. Þá er um að gera að heimsækja fegrunar-og snyrtistofur, heilsu-og líkamsræktarstöðvar, sólbaðstofur og þ.h. Ekki má gleyma að betrumbæta hinn innri mann. Tillfinningalíf fiskanna verður mjög næmt og djúpt allan júlímánuð. Þá geta átt sér stað miklar sveiflur og hugsandi tímabil, þá er líka gott að eiga stundir fyrir sjálfan sig. Þetta líður fljótt yfir því ástin, væntum- þykjan og fyrirgefningin, sem fisk- arnir búa svo ríkulega af, yfirtekur allar neikvæðar hugsanir og uppá- komur. I september þurfa fiskarnir að taka á sínunt stóra og stefna að því að láta óskir sínar og langanir rætast. Himin- tunglin eru á réttum stað til þess og ekkert skeður af sjálfu sér. Ar fiskanna 1995 endar á andlegum hug- leiðingum urn lífið og tilveruna. Hrúturinn (21. mars - 19. apr.) Ýmislegt sem skeður hjá hrútnum á árinu 1995, kemur án fyrirvara og oft skemmtilega á óvart. Þetta á sér- staklega við um ný viðhorf og ókann- aðar leiðir. Margir í þessu merki eru á leið inn í nýjan heim, andlegra mál- efna og jafnvel rannsókna á vegum sálarinnar. Aðrir upplifa nýjan innri kraft sem gerir þeim kleift að betrumbæta, leiðrétta og endumýja ýmis atriði sem eru tækni-og vísinda- legs eðlis. Byrjun ársins verður tileinkaður atvinnu eða viðskiptum og fær hrút- urinn óvænta viðurkenningu. Endur- vakning á gamalli hugmynd fær á sig nýja mynd og ætti að öllum líkindum að komast í framkvæmd. Einhver í ljónsmerkinu verður mikill sáluhjálp- ari í marsmánuði og hvetur hrútinn til nánara sjálfstæðis og einkaframtaks. Þótt april og mai virðast einkar til- breytingalitlir verður þó lagður gmnnur, á lítt áberandi hátt, fyrir því sem koma skal síðar á árinu. Hjólin fara snúast í júní, en þá hefst niður- rifstímabil og þörf á að breyta núver- andi ástandi. A sama tíma hefst upp- bygging. Júlí kemur með ástina og al- varleg tilfmningasambönd. Þeir hrút- ar sem ekki eru viðbúnir þessum sterkum tilfinningum gætu átt við til- finningaflækjur að stríða og ættu að vera meðvitaðir um þær. Óvænt atvik leiða til þess að vakning á sér stað á andlegu þroskaferli og dulræn fyrir- brigði gera vart við sig í september og færir hrútnum frið í sálina. Nóv- ember og desembermánuðir gefa hrútnum mest, þó svo framarlega að hann gerir upp fortíðina og stígur skrefið óhræddur fram á við. Margir góðir hlutir hafa gengið upp á árinu og enn fleiri góðum hlutum má hrút- urinn búast við með nýju ári 1996. Nautið (20. apr. - 20. maí) Arið 1995 verður áhrifamikið fyrir nautið. Þeir eiginleikar sem mest verða ríkjandi eru skipulagshæftleik- ar og raunsæi. Og enn á ný kemur hjálpsemi nautsins fram og hvatning hans til að örva aðra til sjálfstæðis. Mikilli byrði verður létt af nautinu í byrjun ársins. Tilfmnalegt óréttlæti sem hafði engan tilgang. Margir val- möguleikar virðast vera til staðar og má þar nefna; ferðalög, útgáfustarf- semi, fjarskiptasambönd og alþjóðleg málefni. Upphaf að nýrri stefnu hefst með nýja árinu. Þegar líða tekur á febrúar er eins og heppni og óvænt gleðitíðindi hjálpi til við að nautið nálgist markmið sitt. April kemur með bakslag með sér en það sem virt- ist í fyrstu neikvætt snýst upp í hið besta mál og nautinu mjög í hag. Júní verður besti mánuður ársins og arð- bærastur hvað fjárhaginn snertir. Ein- hver breyting verður á heimilishög- um í júlímánuði. Flutningur eða breytt hjúskaparstaða. Þessar breyt- ingar standa yfir fram í ágúst og verður þá tekin mikilvæg ákvörðun jafnvel um sölu eða kaup á eign. September verður eftirminnilegasti mánuðurinn, því hann verður einna framkvæmdamesti tími ársins og bú- ast má jafnvel við fjölgun í fjölskyld- unni. Desember kemur og fer en það merkilegasta við þann mánuð er að eitthvert misætti verður innan fjöl- skyldunnar varðandi eignaraðild. Nautið verður beðið að gerast ein- hversskonar sáttarmiðlari eða gerðar- maður í málinu sem og hann hafnar alfarið og er hæstánægður með sjálf- an sig með þau endalok. Tvíburinn (21. maí - 20. júní) Árið framundan boðar tímamót í lífi tvíburans. Það sem er mest áber- andi er að það verða miklar breyting- ar, miklar framkvæmdir, mörg af- reksverk unnin og jafnvel frægð og frami. Undanfarin ár hafa verið nokkuð þungbær, þrátt fyrir að það hafa verið lagðir grunnar að upp- byggingu sem nú á þessu ári eru að skila árangri. Það er nýtt líf í vændum og fjölmörg ævintýri. Strax ( upphafi ársins, verða áber- andi breytingar. Það er eins og öll feimni og óframfærni hafi hörfið með gamla árinu og í staðinn vaknað á- hugi í að gera eitthvað merkilegt og þá á fjölmörgum sviðum. Einhver hefur á orði að það gangi mikið á en það er líka augljóst að ef ekki er blás- ið í lúðurinn, kemur ekkert hljóð. Og það er eins og með aðra opinberun, þegar fólk verður áberandi á sínum sviðum, sýnir þor og dug, kemst það í sviðsljósið. Tvíburinn hefur ríka réttlætiskennd. Hann gæti orðið vin- sæll og gæfuríkur stjómandi ef hann vill við hafa. Langþráðir draumar og löngu svæfðar þrár koma upp á yfirborðið í apríl. Óskir rætast. Maí og júní koma með kærleik og yl og tvíburinn geisl- ar af góðum tilfinningum. I júlímán- uði ber á óvæntum glaðning. Eignar- staða er meirþog hagstæðari en gert var ráð fyrir. Ágúst verður merkileg- asti mánuðurinn og móttó mánaðar- ins er; "Hér er ég og áfram verð ég hér!" Verkefni sem legið hefur ofaní skúffu fær á sig nýja mynd í septern- ber og þess virði að opinbera það. Október verður sérstakur að því leit- inu til að það sem hefur áunnist á ár- inu er greinilega að koma í ljós. Tví- burinn er andlega, líkamlega og fjár- hagslega vel settur og heldur óhikað- ur áfram fram í framtíðina. Þegar h'ða tekur á árslok er þakklæti efst í huga tvíburans fyrir gjöfult ár, ár sem verður eftirminnilegt, fyrir þær sakir að þá hófst þetta nýja líf. Krabbinn (21. júnf - 22. júlQ Árið 1995 verður í heild sinni eitt jákvæðasta ár krabbans um langan aldur. Töluverðar hugarfarsbreyting- ar munu eiga sér stað og langvarandi kvaðir afléttar. Krabbinn mun upplifa visst frelsi í fyrst sinn í langan tíma, ásamt því að njóta ljúfa hamingju, góða heilsu og sættanlegan fjárhag. I upphafi árs mætti krabbinn huga að hjónabandinu, aðrir krabbar sem ekki eru í föstum samböndum mættu hlúa að nánum vinum sínum. Lof fyr- ir vel unnin störf verður til þess að auka á sjálfstraustið, getu og þor til að leggja út í djarfar framkvæmdir í febrúar og mars. Apríl verður lær- dómsríkur mánuður. Mikill lestur og skriffinnska í kringum ákveðið mál. Gæti átt við fjárhagslegar skuldbind- ingar. Mánuðurnir framundan maí, júní og júlí verða uppbyggjandi í við- skiptum og mikil vinna í kjölfarið sem á eftir að gefa drjúgar tekjur. I lok þessarra atrennu á krabbinn eftir að upplifa óháð og langþráð frelsi. Haustið heilsar með krafti og eldmóð og enginn tjmi verður til þess að láta sér leiðast. I nóvember er tími til þess að láta alla vita hversu krabbinn er megnugur og fjölhæfur. Þegar litið verður til baka, í desember, má krabbinn svo sannarlega hrósa sínum sæla fyrir gott og mikið framfaraár. Hamingjan sem krabbinn er alltaf að seilast eftir, er rétt hinum megin við þilið. Ljónið (23. júlí - 22. ágúst) Létt skap, dugnaður og jákvæðni verða þeir eiginleikar sem drífa ljón- ið áfram og setur það efst á vinsæld- arlistann fyrir þetta ár. Án efa, hefur það jafnframt í för með sér, að ástin er hvergi fjarri ef skapið og hugur er í lagi. Hjartans málin koma mikið við sögu. Uppúr mið febrúar kemur tímabil þar sem ljónið verður meðvitað um framtíðaráform og langanir og fer að plana hvernig hægt sé að framkvæma þessar óskir. Eitthvað ójafnvægi virð- ist gera vart við sig í apríl og varir það fram í júnímánuð. Þetta hefur eitthvað með stjómunarafskipti að gera eða stöðutákns. "Hver er hvað og hvar er hver eða þ.h. Það ber að- eins á gamla eirðaleysinu en það býr þó mikill kraftur yfir ljóninu á þess- um tíma og erfitt að sveigja það til. Sumir vilja kalla þetta þrjósku. Besti tími ársin verður í lok júní mánaðar og fram í júlí. Uppstokkun rnun eiga sér stað í ágúst og um leið munu opn- ast margar dyr, nýjar hugmyndir og umbætur. Meira jafnvægi verður á heimavelli. Haustið knýr á með nýj- ungum í atvinnu eða viðskiptum og jafnvel langtíma samning. Fjölskyld- an og nánir ættingjar ljónsins eiga allan hans tíma, ást og væntumþykju í lok ársins 1995. Meyjan (23. ágúst - 22. sept.) Fyrstu sex mánuðir ársins verða heldur tilbreytingalitlir, allavega ekki neinar stórar ákvarðanir teknar. Það sem helst verður áberandi á þessu tímabili er að tilfinningar meyjunnar skipta nær öllu máli og á það við um nær allt sem á sér stað í hinu daglegu lífi hennar. Það er eins og einhver uppstokkun eigi sér stað í einkamál- unum, sjálfskönnun eða sjálfsmat og jafnvel innsýn inn í nánustu framtíð hvað varðar sína nánustu og á það við um hjónabönd, náin sambönd og samstarfsaðila. Þegar líða tekur á árið nær meyjan meira jafnvægi á sjálfum sér og gerir sér grein fyrir því að til að vera heilsteypt, örugg og frjáls í

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.