Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 ÍÞRÓTTIR OG HEILSA Umsjón Jóhann G. Reynisson íþróttamann- virki eru vinsæl- ustu samkomu- staðir bæjarins -rætt við Ingvar S. Jónsson íþróttafulltrúa "Mér er það efst í huga hve margir Hafnfirðingar liafa orðið Islandsmeistarar á árinu eða 240 manns. Mér þykir þetta sýna vel þá breidd sem Hafnarfjörður get- ur státað af á sviði íþrótta- og heil- brigðismála," segir Ingvar S. Jóns- son íþróttafulltrúi aðspurður um eftirminnileg atvik ársins 1994. "Það er einnig áberandi,” segir hann, "hversu almenningsíþróttir eru að sækja í sig veðrið. Bæjarfélagið þarf að standa klárt á þeirri þróun. Fólk gerir auknar kröfur um aðstöðu sem það getur sótt án þess að tilheyra tilteknu félagi eða klúbbi. Til að mynda hefur verið komið upp trimmtækjum á Víðistaðatúni og við sundlaugamar og áformað er að setja slík tæki upp víðar." Ingvar segir að almenningsíþróttir séu gulls ígildi að því leyti að þær eru fyrirbyggjandi og góð ástundun þeirra leiðir til þess að hér þurfi e.t.v. ekki að reisa fleiri sjúkrahús. "Fráfar- andi bæjarstjóm hélt ágætlega á þess- um málum og ég sé ekki betur en nú- verandi stjóm ætli sér að halda áfram góðu íþróttastarfi," segir Ingvar. Einnig er gaman að nefna að sú að- staða sem hér hefur verið komið upp er mjög vel nýtt. Til dæmis sóttu um 350.000 manns íþróttahúsin í bænum á árinu og um 280.000 komu í sund- laugarnar. Þetta eru því örugglega vinsælustu samkomustaðir bæjar- ins." Topplið Þegar gefinn er gaumur að ein- stökum íþróttagreinum segir Ingvar skýrt og skorinort: "Við áttum tvö af toppliðum í handbolta á árinu en mér sýnist að nú séu Jtær vélar eitthvað farnar að hiksta. Eg á því ekki von á að FH eða Haukar blandi sér í topp- baráttuna á komandi ári. Mér sýnist nokkuð ljóst að IH falli en það er engu að síður frábært að eiga þrjú lið í fyrstu deildinni. Síðan verður hér stórviðburður á árinu á sviði handboltans sem er heimsmeistarakeppnin. Hún mun fara fram að hluta hér í Hafnarfírði. í knattspymunni varð FH í öðru sæti annað árið í röð en þar eru nú að verða töluverðar mannabreytingar og þjálfaraskipti. Þess vegna held ég að það geti orðið erfitt fyrir félagið að halda uppteknum hætti á komandi ári. Frjálsíþróttafólk FH kom enn einu sinni heim með siguriaun Bikar- keppni FRI sem telst frábær árangur, sérstaklega ef miðað er við það að frj ál síþróttafó I ki ð okkar býr við held- Ingvar S. Jónsson: "Sú aðstaða sem koniið hefur verið upp hér er mjög vel nýtt." ur lakan kost hér á heimaslóð. Hafnfirskar fimleikastjörnur skína áfram skært og þar eigum við nokkra af bestu einstaklingum landsins. Bjarkirnar búa, eins og frjálsíþrótta- fólkið, nokkuð þröngt. Eg sé fyrir mér að þær fái Haukahúsið er Hauk- ar flytja upp á Asvelli þegar reist hef- ur verið íþróttahús þar. Við eignuðumst Islandsmeistara í badminton á árinu þegar ungt hafn- fírskt par náði í titilinn í tvenndarleik. Mér sýnist rífandi gangur hjá bad- mintonfólki í Hafnarfirði og ljóst að þar er öflug starfsemi í gangi. Sömu sögu er að segja af SH sem státar af efnilegu sundfólki. Ég spái því að sundfólkið okkar eigi eftir að vinna frækileg afrek í náinni framtíð. Raunar held ég að við eigum að huga brátt að byggingu sundlaugar því báðar sundlaugar bæjarins eru sprungnar af mikilli aðsókn. I körfuboltanum eru einir sextíu af núverandi hafnfirskum Islandsmeist- urum. I meistaraflokki hafa Haukar komið á óvart miðað við að hafa eng- an útlending innanborðs. Hinsvegar þykir mér 8. til 10. sæti varla ásætt- anlegt. Fjörðurinn, íþróttafélag fatlaðra, er í mikilli sókn og það félag er án nokkurs vafa komið til að vera. Þar er sömu sögu að segja og af svo margri annarri íþróttaiðkun, húsnæðisskort- ur er til verulegra trafala vegna þess hve margir hafa uppgvötað hið góða gildi íþróttaiðkunnar. Golfurum hefur fjölgað mikið og þessi íþrótt sem hingað til hefur ver- ið talin til heldrimannasports á mikl- um vinsældum að fagna meðal al- mennings. Nú eru fjórir golfvellir í, eða í nágrenni Hafnarfjarðar og verið er að stækka völlinn á Holtinu þannig að þar stendur allt til bóta. Mér þykir hestamennska einnig góð íþróttagrein einkum vegna þess að hana stunda fjölskyldur gjarnan í sameiningu. Að slíku starfi eigum við að hlúa af kostgæfni. Sömu sögu er að segja af skíðaiðk- un og virðist skíðadeild Hauka vera í nokkurri uppsveiflu. Sú þróun er einmitt í samsvörun við síauknar vin- sældir almenningsfþrótta," segir Ingvar. Það er vel við hæfi að hann láti hugann reika við lok þessarar yfir- ferðar í árslok því stórtækar hug- myndir eju uppi á sviði íþróttamann- virkja. "Ég tel raunar að næsta verk- efni sé vafalaust bygging íþróttahúss á Asvöllum. En einnig hafa verið í umræðunni hugmyndir um yfir- byggðann knattspyrnuvöll þar sem aðstaða fyrir frjálsar íþróttir gæti rúmast. Ég er ekki í nokkrum vafa um að slikt mannvirki muni rísa en hvenær eða hvar treysti ég mér ekki til að spá fyrir um að svo komnu máli," segir Ingvar S. Jónsson. M e s t u v i n n ingslíkur s e m s é s t h a f a 8 MILLJONIR ÓSKIPTAR Á EINN MIÐA 12. JANÚAR Heppnin bíðurþín hér Eina stórhappdrættið þar sem hæsti vinningurinn gengur örugglega út. Ef hann gengur ekki út í einum mánuði leggst hann við þann hæsta næst... og svo koll af kolli. Enginn veit þess vegna hversu hár hann getur orðið. Stórglœsilegir aukavinningar: Listaverk eftir marga af þekktustu listamönnum okkar, í hverjum mánuði. Tryggðu þér möguleika E ■■1 V/SA Samkort ... fyrír lífið sjálft UMBOÐ I REYKJAVIK REYKJAVIK: AÐALUMBOÐ Suðurgötu 10, sími 23130 NESKJÖR Ægissíðu 123, sími 19292 ÚLFARSFELL Hagamel 67, sími 24960 VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26 sími 13665 IÐNA LÍSA, BLÓMABÚÐ Hverafold 1-3, Grafarvogi, sími 676320 HAPPAHÚSIÐ Kringlunni, sími 689780 VERSLUNIN TEIGAKJÖR Laugateigi 24, sfmi 39840 ERLENDUR HALLDÓRSSON, TOPPMYNDIR Myndbandaleiga, Arnarbakka 2, sími 76611 0 G NAGRENNI: VERSLUNIN SNOTRA Álfheimum 4, sími 35920 GRIFFILL sf. Síðumúla 35, sími 688911 BÓKABÚÐ FOSSVOGS Grímsbæ, sími 686145 BÓKABÚÐ ÁRBÆJAR Hraunbæ 102, sími 873355 VERSLUNIN STRAUMNES Vesturbergi 76, sími 72800 MOSFELLSBÆR: SIBS-DEILDIN, REYKJALUNDI sími 666200 BÓKABÚÐIN ÁSFELL Háholti 14,sími 666620 BORGARBUÐIN Hófgerði 30, sími 42630 VÍDEÓMARKAÐURINN Hamraborg 20A, sími 46777 GARDABÆR: SIBS-DEILDIN, VÍFILSSTÖÐUM sími 602800 BÓKABÚÐIN GRÍMA Garðatorgi 3, sími 656020 imminmmm BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS Vilborg Sigurjónsdóttir, sími50045 Fáðu þér áskrift í tœka tíð. Nýtt áskriftarár er að hefjast. Dregið 12. janúar. Upplýsingar um nœsta umboðsmann í síma 91-22150 og231301 Verð miða er óbreylt aðeins 600 kr. M e i r a e n a n n a r h v e r m i ð i v i n n u r a ð j a f n a ð i

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.