Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 1
Hr(t o GLÆSIR FRÉTTABLAÐ HAFNFIRÐINGA l.tbl. 13. árg. 1995 Fimmtudagur 5. janúar *i Þl'ffífífi Þvottahús Smókingaleiga Vinnufatahreinsun Hafnarfjörður hefur misst 30% af botnfiskkvóta sínum síðan 1992 Ríflega 4.000 tonna kvóti hef ur tapast Veiðar á úthafskarfa vega upp á móti kvótatapinu Frá fiskveiðaárinu 1991/92 hef- ur Hafnarfjörður misst um 30% af botnfiskkvóta sínum mælt í þorskígildum. Kvóti bæjarins í lok fiskveiðaársins í september 1992 nam 13.357 þíg. tonnum en við upphaf yfirstandandi fiskveiðaárs var kvótinn kominn niður í 9.393 tonn. Á þessum tíma hefur því ríf- lega 4.000 tonna kvóti horfið úr bænum. Togaraútgerðin í Hafnarfirði hefur undanfarin ár sérhæft sig í veiðum á úthafskarfa og vega þær veiðar upp á móti kvótatapinu. Þannig veiddu hafnfirskir togarar ríflega helming af úthafskarfa landsmanna á fiskveiði- árinu 1992/93 eða 10.300 tonn af 20.295 tonna heildarafla. Á fisk- veiðiárinu 1993/94 nam afli Hafnar- fjarðartogara á úthafskarfamiðunum 11.700 tonnum en þá varð heildarafl- inn 46.000 tonn. Uppselt í hópferð Nú er uppselt í hópferð handknattleiksdeildar Hauka til Portúgal þar sem liðið mun leika við Braga í Evrópu- keppni borgarliða þann 14. janúar. Alls voru 153 sæti í boði í þessa ferð og seldust þau upp strax eftir áramótin. Reynt var að fá stærri flugvél vegna mikillar þátttöku en það tókst ekki. Tæplega 40 manns eru á biðlista og því er verið að athuga með að fá aðra flugvél. Samkvæmt upplýsingum frá Fiski- stofu hefur mest tapast af þorskkvóta af einstökum tegundum. 1992 nam þorskkvótinn tæplega 5.200 tonnum en á yfirstandandi fískveiðaári er kvótinn tæplega 3.000 tonn. Hluti af þessari skerðingu er sökum samdrátt- ar í þorskveiðum á undanförnum árum. Rétt rúmlega 2.000 tonn af karfakvóta hafa tapast, 1.500 tonn af ýsu og rúmlega 1.000 tonn af ufsa. Grálúðu- og skarkolakvótinn hefur dregist minna saman. Umreiknað í verðmæti nema fyrr- greind 4.000 tonn um 680 milljónum króna sé miðað við eðlilegt verð á varanlegum kvóta sem er um 170 krónur kg. Fyrsti Hafnfirðingurinn 1995 Eftir því sem Fjarðarpósturinn veit best þá fæddist fyrsti Hafnfirðingurinn kl. 02:00 aðfaranótt annars janúar á fæðingardeild Landspítalans. Var það dreng- ur 14 merkur og 51 cm, sonur þeirra hjóna Guðrúnar Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Inga Más Ljótssonar, Klettahrauni 3. Ljósmyndari Fjarðarpóstsins tók þessa mynd af þeim hjónum með nýfædda soninn ásamt stóru systir Sigur- björgu Helgu 4 ára sem hlakkar til að passa litla bróðir. Þetta var ekta Gaflara fæðing. Þau Guðrún og Ingi fædd á Sólvangi og ljósmóðirin, Sigurborg Kristinsdóttir, er líka úr Firðinum. Nína Björg hampar hér bik- arnum íþróttamaður ársins Nína Björg Nína Björg Magnúsdóttir var kjörinn íþróttamaður Hafn- arfjarðar árið 1994. Nína hefur æft fimleika í 10 ár og er hún m.a. margfaldur íslandsmeist- ari í þessari íþróttagreín. -SJA NÁNAR Á MIÐOPNU Stjörnu- spá 1995 I Fjarðarpóstinum í dag er að finna ítarlega stjörnuspá fyr- ir árið 1995. Fjallað er um hvert merki sérstaklega og hvað árið muni bera í skauti sér fyrir viðkomandi. -SJÁ NÁNAR Á BLS. 2-3 RAFGEYMASALAN Dalshrauni 1, sími 565 4060

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.