Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 5
FJARÐARPÓSTURINN 5 stangast á enda æfingar ekki af skorn- um skammti þegar stefnt er að fram- úrskarandi árangri. Og það hefur Nína Björg gert undanfarin 10 ár! Segi það og skrifa: 10 ár! Hún byrjaði í fimleikum aðeins fimm ára gömul og hefur ekki slegið slöku við síðan. Þrotlaus vinna liggur að baki góðum árangri hennar, álag eins og það að mæta sex sinnum í viku hverri á æfingu sem stendur 4-5 klukku- stundir í senn. Enda er tími til að sinna öðrum áhugamálum af skorn- um skammti þótt Nína Björg segist að vísu skreppa á skíði þegar tími gefst til. Nína Björg hóf fimleikaferil sinn í Björkunum en hún bjó þá í Garðabæ. Eftir fyrsta veturinn skipti hún yfir í Stjörnuna en þegar hún flutti með fjölskyldu sinni í Hafnarfjörð lá leið- in aftur til Bjarkanna. Þar hefur hún verið síðan. Hún segist þokkalega ánægð með þá aðstöðu sem Björkunum stendur til boða í Haukahúsinu, í samanburði við ýmis önnur félög sé aðbúnaður- inn mjög góður þótt vissulega búi fé- lag eins og Armann betur. „Eftir að við fengum tækin, sem keypt voru eftir Evrópumeistaramót- ið í Svíþjóð, hefur æfingaaðastaða okkar batnað mjög mikið," segir Nína Björg. Helsta gallann segir hún hins veg- ar vera þann að setja þurfi upp öll á- höld í sal fyrir hverja æfingu og taka þau niður að henni lokinni. I þetta fari mikill tími. Brosmild fyrirmynd Aðspurð um minnisverðar keppn- isferðir á erlenda grund, sem Nína Björg hefur farið þó nokkrar m.a. til Hollands, Finnlands, Svíþjóðar og Þýskalands, rifjar Nína Björg það upp þegar hún tók þátt í Evrópumeistara- mótinu í Svíþjóð síðastliðið vor. „Við æfðum og kepptum í meiri háttar flottu húsi, Globen-höllinni, og vorum mætt á svæðið tæpri viku áður en keppnin fór fram,” segir Nína Björg en íslenskir keppendur munu víst að öllu jöfnu ekki mæta svo tím- anlega til móta á erlendri grund. „Þar fannst mér skemmtilegast að sjá allar bestu fimleikakonur Evrópu, sem sumar höfðu orðið ólympíu- meistarar, og vera jafnvel með þeim á æfingum. Þarna sá maður hvernig augum að skapa rými og athafna- svæði fyrir endastöð stræstisvagna þar fyrir framan. Auk þess hefur þeg- ar verið gert ráð fyrir aðstöðu fyrir vagnstjóra innandyra. Við hönnun húsnæðisins og annarrar aðstöðu var sérstaklega tekið tilit til þess að þar yrði önnur endastöð strætisvagna- kerfisins í framtíðinni. Víðast hvar erlendis eru enda- stöðvar strætisvagna í jaðri miðbæja. Það er gert til þess að skapa þar aukna möguleika, glæða svæðin lífi og auðvelda fólki aðgang að nauð- synlegum þjónustustofnunum, sem yfirleitt eru staðsettar í eða í nálægð miðbæja. Ef þeir sem ákvarðanir eiga að taka neita að viðurkenna þessa staðreynd kemur ákvörðun þeirra til með að bitna á fólkinu, þeim sem ella myndu notfæra sér þjónustuna. Almenningssamgöngur á að sníða sem best að þörfum fólksins. Eftir því sem þær eru aðgengilegri því meiri líkur eru á að fólk nýti sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það hlýtur a.m.k. að vera eitt af markmið- um AV. Astæða er til að standa vörð um þá uppbyggingu sem þegar er orðin á leiðakerfi AV. Eg mun beita mér fyrir því í stjóm AV að áfram verði stuðlað að eðlilegri og sjálf- sagðri þróun leiðarkerfisins miðað við upphaflega áætlun þar sem hagur almennings sem og annarra hlutað- eigandi aðila er hafður að leiðarljósi. þær æfðu og sú reynsla er mjög dýr- mæt." Upp til hverra af þessum stúlkum líturðu helst? „Mér fannst gaman að /ylgjast með Liliu Podkopayevu frá Ukraínu, sem keppti á Evrópumeistaramótinu, því hún brosti gjarnan og var skemmtilegur keppandi," svarar Nína Björg og móðir hennar, Gunnhildur Þórisdóttir, sem hefur fylgst mikið með fimleikastarfi Bjarkanna og tek- ið þar virkan þátt, nefnir í framhald- inu nafn Olgu Korbut sem einmitt gat sér gott orð fyrir glaðlega framkomu á sínum tíma. Nína Björg segist þekkja ágætlega til Olgu þótt nokkur árafjöldi sé milli þeirra og segir að hún eigi einmitt myndbandsupptöku með Olgu í keppni. Því er ljóst að hún fylgist vel með á þessu sviði. Ætlar í dans Þegar spurt er að eftirminnilegustu keppni hér heima hikar Nína Björg lítið eitt við að svara, enda velgengni mikil og titlar margir, en nefnir síðan íslandsmeistaratitilinn 1992. Af hverju? „Mér fannst bara að þar hefði mér gengið mjög vel í æfingunum og var mjög sátt við árangurinn." A næsta ári stendur Nína Björg frammi fyrir vali á framhaldsskóla og telur hún mestar líkur á því að þar verði annað hvort Flensborg eða FG fyrir valinu. „Eg ætla á íþróttabraut," svarar hún aðspurð en hún hefur mikinn á- huga á að verða íþróttakennari þótt aðrar starfsgreinar heilli einnig. Þar eru efstar á baugi greinar eins og gullsmíði og fatahönnun. Hvað þar verður úr getur tíminn einn leitt í ljós en Nína Björg Magnúsdóttir er að minnsta kosti ákveðin í því að leggja stund á dans þegar hún hættir í fim- leikunum. Sem verður vonandi ekki í náinni framtíð því það er gott að vita til þess að við Hafnfirðingar státum af slíkum úrvalsíþróttamönnum. Jóhann G. Reynisson ÚTGAFUÞJÓNUSTA F JARÐARPÓSTSINS FÉLAGASAMTÖK OG #■ FYRIRTÆKII HAFNARFIRÐI ATHUGIÐ Fjarðarpósturinn mun taka að sér uppsetn- ingu og hönnun á kynningarritum, fréttabréfum og upplýsinga- bæklingum hér í bænum frá og með áramótum. Hagstæð verð íboði. Þeir sem áhuga hafa á því að nýta sér þessa þjónustu hafi samband við útgáfuna í símum 5651945 og 5651745, myndsendir 565 0835

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.