Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 05.01.1995, Blaðsíða 4
4 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi: Framkvæmaastjóri: Ritstjóri: fþróttir og hedsa: Innheimta og areifing: Umbrot: Prentun: 5JARÐARPÓSTURINN hf. Oli Jón Olason. Friðrik Indriðason. Jóhann Guðni Reynisson Steinunn Hansdóttir. Fjarðarpósturinn Borgarprent. FJARÐARPÓSTURINN, Bæjarhraun 16, 220 Hafnarfjörður. Símar: Ritstjórn 565 1945. Auglýsingar 565 1745. Símbréf 565 0835 Kvótamissir Hafnarfjörður er í hópi stærstu útgerðarbæja landsins og því vekur nokkra furðu hve litlar umræður hafa orðið und- anfarna mánuði um hvað er að gerast í kvótamálum bæj- arins. Fjarðarpósturinn greinir frá því í dag að frá árinu 1992 hefur botnfiskkvóti togara og báta í bænum rýrnað um 30% eða um 4.000 þíg. tonn. Þetta jafngildir því að bærinn hafi á undanförnum tveimur árum misst tvo skut- togara og ríflega það. Og ekki er hægt að skýra þessa rýrn- un nema að hluta til með þeim samdrætti sem orðið hefur í þorskveiðum á fyrrgreindu tímabili. Þegar skoðaðar eru tölur frá Fiskistofu kemur í Ijós að kvótatapið er í öllum botnfisktegundum, mest í karfa og ýsu auk þorsksins. Hið eina sem komið hefur opinberlega fram um kvóta- missi bæjarins á undanförnum mánuðum er ályktun frá Verkamannafélaginu Hlíf fyrr í vetur þar sem segir m.a.: "Bæði núverandi og fyrrverandi bæjaryfirvöld hafa enga tilburði haft í frammi til að fá hingað til Hafnarfjarðar auk- inn varanlegan aflakvóta. Þetta er mjög alvarlegt því mik- ilvægi fiskvinnslunnar í atvinnumálum bæjarins ætti öll- um að vera ljós, ekki síst bæjaryfirvöldum sjálfum." Það er ástæða til að taka undir þessi orð því hvað sem líður umræðum um nýsköpun í atvinnulífnu og stóriðju- draumum er það eftir sem áður einföld staðreynd að um 80% tekna þjóðarinnar koma frá fiskveiðum og vinnslu. Útgerðarmenn í Hafnarfirði hafa að töluverðu leyti bætt sér upp þennan kvótamissi með veiðum á úthafskarfa. Þar hafa þeir verið í hópi frumkvöðla og hafa aflað sér mjög dýrmætrar reynslu á þessum miðum suður á Reykjanes- hrygg. Þetta sést best á því að þegar Fiskiðjan á Sauðár- krók keypti togarann Sjóla í upphafi vetrar héldu allir skipverjar um borð, sem vildu, plássum sínum. Er salan á Sjóla var ákveðin sagði Einar Svansson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar m.a. í samtali við Fjarðarpóst- inn að þeir hefðu lengi haft mikið álit á Sjólastöðinni sök- um frumkvæðis þeirra á úthafskarfaveiðum. Mikil þekk- ing væri til staðar hjá áhöfn skipis á þessum veiðum og því hafi það verið hluti kaupsamnings að gefa skipverjum kost á plássi áfram. Þekking og reynsla hafnfirskra sjómanna á úthafskarfa- veiðum er hlutur sem vart er hægt að meta til fjár. Það er hinsvegar bláköld staðreynd að þann botnfiskkvóta sem bærinn hefur misst á fyrrgreindu tímabili er hægt að meta á 680 milljónir króna miðað við eðlilegt verð á kvóta- markaði. Friðrik Indriðason Nína Björg Magnúsdóttir íþróttaniaður ársins ásamt fjölskyldu sinni. F.v. eru þau Þröstur Bjarnason, Eva Þrastardóttir, Nína Björg, Fjóla Þrastardóttir og Gunnhildur G. Þórisdóttir. Nína Björg Magnúsdóttir, íþróttamaður Hafnarfjarðar Fannst ág eins og hver annar krakki í umsögn sinni uni íþróttamann Hafnarfjarðar segir íþróttaráð: Nína Björg Magnúsdóttir fær við- urkenningu fyrir góðan árangur í fimleikum á árinu en hún varð m.a. margfaldur íslandsnieistari, bikarmeistari með Björk, ung- lingameistari ísiands, hún var val- in í fimleikalandsliðið og valin í Norðurlandaúrval í Ihnleikum. Af þessari upptalningu má öllum vera ljóst að Nína Björg er vel að titl- inum íþróttamaður Hafnarfjarðar komin. Attirðu von á þessu, spyr ég Nínu Björg og áminni hana um að svara í fyllstu einlægni. „Ég átti ekki sérstaklega von á að hljóta titilinn en það kom mér heldur ekki mikið á óvart því auðvitað átti ég möguleika eins og aðrir fyrst ég var í þessum hópi sem var tilnefndur. Sjálfri fannst mér þó að innan um allt þetta fullorðna fólk væri ég eins og hver annar krakki," segir Nína Björg brosandi og mun þessi tilfinning hafa dregið nokkuð úr væntingum hennar. En þegar nafn Nínu Bjargar Magnús- dóttur hljómaði um salinn mun henni hafa þótt sem hjartað ætlaði bókstaf- lega að yfirgefa hinn liðuga líkama sinn. Æfir nær 30 tíma á viku Nína Björg er fimmtán ára nem- andi í tíunda bekk Víðistaðaskóla. Hún segir skólasókn og æfingar oft Bæjarmálin Endastöð almenn- ingsvagna á að vera í miðbænum Franikvæmdastjóri Alntennings- vagna bs hefur kynnt í bæjarráði hugmyndir að breytingum á leiðar- kerfi almenningsvagna í Hafnarfirði. Samkvæmt þeirn er gert ráð fyrir að bæta inn í leiðarkerfið einum innan- bæjarvagni á virkurn dögurn nteð það fyrir augunt að veita nýjurn hverfum betri þjónustu og er það vel. Þess ber þó að gæta að aukin þjónusta hefur ó- hjákvæmilega aukinn kostnað í för nteð sér fyrir bæjarfélagið. Sant- kvæmt fjárhagsáætlun AV mun framlag bæjarins aukast úr 52 ntillj- ónuni króna árið 1994 í rúma 61 milljón kr. árið 1995. En auk þessarar hugmyndar hafa bæjarráði verið kynntar hugmyndir um að færa endastöðina í miðbænum upp á Hraun. Rökin eru m.a. sögð vera þau að þannig aukist lfkur á að hraðleiðin að og frá Lækjartorgi geti haldið tímaáætlun. Ef grannt er skoðað mæla flest rök fyrir því að hafa endanstöðina áfram í Ómar Smári Ármansson bæjarfulltrúi ræðir hér um breytingar á leiðarkerfi Al- menningsvagna miðbænum, beint fyrir framan Miðbæ nýju verslunarmiðstöðina, eins og upp- haflega var gert ráð fyrir. Sú ráðstöfun skipulagslega séð var samþykkt mótat- kvæðalaust á sínum tíma. Eftir þeirri samþykkt hefur verið unnið markvisst síðan með miklum tilkostnaði. Sam- hliða því hefur verið gert átak í að end- urlífga miðbæinn en ein meginforsenda þess er að þangað og þaðan séu jafnan greiðar samgöngur. Slíkt á ekki að þurfa ða bitna á einu eða neinu en það getur valdið miklum skaða ef ákveðið verður að hafa endastöðina á Hrauni. Það væri Ómar Smári Ármannsson. hreinlega að koma aftan að því fólki sem lagt hefur í mikla- fjárfestingu í miðbænum ef söðla á um núna. Eðli- legra væri að taka mið af eðlilegri og á- framhaldandi uppbyggingu við endur- skoðun leiðarkerfisins en ekki snúa til verri vegar eins og nú virðist raunin. Þau rök að hraðleiðin geti ekki hald- ið tíma eru léttbær og virðast vera sett fram fyrir þrýsting hagsmunaaðila og rekstraraðila vagnanna. Miklar fjárfestingar Hafnarfjarðarbær hefur fjárfest drjúgum í bílastæðum undir nýju versl- unarmiðstöðinni m.a. með það fyrir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.