Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Page 8

Fjarðarpósturinn - 31.08.1995, Page 8
8 FJARÐARPÓSTURINN Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220 Hafnar- fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835. Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ólason, ritstjóri: Friðrik Indriðason, íþróttir og heilsa: Jóhann Guðni Reynisson, innheimta og dreifmg: Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent. Vikublað í 10 ár í þessu blaði minnumst við þess að tíu ár eru liðin síð- an Fjarðarpósturinn fór að koma út vikulega. Aður hafði blaðið komið út í tæp tvö ár, án reglulegra útgáfudaga. Fjarðarpósturinn er rekinn sem fréttablað Hafnfirðinga og flytur Hafnfirðingum fréttir úr bæjarlífinu. A þessum árum hefur hluti af sögu Hafnarfjarðar verið skráður í Fjarðarpóstinn. Sögulegar heimildir sem færa komandi kynslóðum upplýsingar um bæjarlífið eins og það var hverju sinni. í leiðara blaðsins fyrir tíu árum segir m.a. “I jafnstóru bæjarfélagi og Hafnarfirði er mikilvægt að til sé frétta- blað með reglulegri útgáfu.” “Fréttaflutningur og efnistök Fjarðarpóstsins hafa ver- ið og munu áfram verða óháð stjómmálafélögum í bæn- um. Hins vegar er blaðið tilbúið að birta stuttar greinar þeirra sem vilja koma skoðunum sínum á framfæri varð- andi málefni sem snerta Hafnarfjörð.” “Fjarðarpósturinn er einnig sterkur vettvangur fyrir auglýsendur, sem í síauknum mæli þurfa að halda tengsl- um við almenning.” Þrátt fyrir mikil umbrot í fjölmiðlaheiminum þá em þessi brot úr 10 ára gömlum leiðara blaðsins enn í fullu gildi. Fjarðarpósturinn mun áfram verða Fréttablað Hafnfirðinga. Flotkví Eins og Hafnfirðingar hafa orðið áþreifanlega varir er búið að flytja flotkvf til bæjarins. Þegar áform um að koma slíku tæki upp í höfninni hér komu til umræðu fyr- ir nokkrum mánuðum taldi Fjarðarpósturinn ástæðu til að fagna þeim. Sú skoðun er óbreytt að grunni til enda ljóst að fjöldi manns getur fengið vinnu við flotkvína. Hinsvegar verður að gera alvarlegar athugasemdir við það hvemig að málinu var staðið af hálfu eigenda flot- kvíarinnar. Það gengur ekki að stilla heilu bæjarfélagi upp við vegg eins og gert var með því að segja: Hér er kvíin og ef þið útvegið henni ekki samastað munum við flytja með alla okkar starfsemi í annað bæjarfélag. Fyrir lá að unnið var að mælingum til að finna flotkví hentug- an stað og að niðurstöður úr þeim mælingum láu ekki fyrir. Þar að auki höfðu bæjaryfirvöld ekki gefið leyfi fyrir flutningi flotkvíar til Hafnarfjarðar. Að koma með flotkvína án þess að tala við kóng eða prest er mikill ljóð- ur á annars ágætu máli fyrir bæjarfélagið. Friðrik Indriðason "Skemmti- legur og fróðleg- ur tfmi” Rætt við tvo af stofnendum Fjarðarpóstsins, þá Ell- ert Borgar Þorvaldsson og Rúnar Brynjólfsson “Þakka þér fyrir spjallið og vertu blessaður,” sagði Rúnar Brynjólfsson við mig um leið og Ellert Borgar Þorvaldsson kom inn úr dyrunum nokkrum mínút- um yfir hálf þrjú. Við höfðum mælt okkur mót á skrifstofu Fjarðarpóstsins klukkan hálf þrjú og Ellert kom eins og áður segir nokkrum mínútum of seint. “Þú kannt þetta enn- þá,” svaraði Ellert og það Íeyndi sér ekki að þarna voru ekki bara að hittast gamlir vinnufélagar heldur góðir vinir og glensið var eðlilegt og fölskvalaust. Eftir að menn höfðu heils- ast var sest niður yfir kaffi- bolla og byrjað að spjalla. Tilefnið er að tíu ár eru liðin frá því að Fjarðarpósturinn byrjaði að koma út reglulega einu sinni í viku. Og við byrjuðum að spjal- la itm aðdragandann að því að þeir fóru yfirleitt út í blaðamennsku, kennararnir í Öldutúnsskólanum. Voru það umræðurnar á kennarastof- unni sem urðu til þess að menn urðu að fá útrás í að skrifa? “Já, auðvitað var mikið rætt um þjóðmál og bæjarmál á kennarastofunni, en það var kannski það að við vildum láta gott af okkur leiða og reyna að lyfta bæjar- lífinu aðeins upp með því að gefa út fréttablað,” segja þeir og Rúnar bætir kankvís við og lítur á félaga sinn, “við vorum ekkert farnir að skipta okkur af póli- tík á þessum árum, þó mér sýnist sumir vera farnir að gera það núna.” Útgáfa hefst Arið 1971 hófu nokkrir kennarar í Öldutúnsskólanum að gefa út blað og gáfu það út í rúmt ár. Það blað hét Fjarðarfréttir. Þeir Ellert Borgar, Rúnar og Guðmundur Sveinsson, en hann lést fyrr á þessu ári, vöktu það blað upp og hófu ásamt fleiri kenn- urum að gefa Fjarðarfréttir út aftur 1979. Fljótlega urðu þeir síðan eftir þrír með útgáfuna, Ellert, Guð- mundur og Rúnar. Blaðið var hugs- að sem mánaðarblað og var aðallega með ýmislegt dægurefni, ásamt við- tölum og stuttum fréttum. Blaðið fékk góðar viðtökur hjá bæjarbúum og gekk nokkuð vel. Arið 1983 um haustið var svo söðlað um og Fjarð- arpósturinn hóf göngu sína. I kynn- ingu á útgáfunni á forsíðu blaðsins undir fyrirsögninni “Nýtt blað á gömlum grunni,” er m.a. sagt “Fjarðarpósturinn, sem nú kemur í fyrsta sinn fyrir augu Hafnfirðinga, er vissulega nýtt blað, en byggist á gömlum grunni eigi að síður” og ennfremur “Blaðið verður fréttablað með svipuðu sniði og Fjarðarfréttir hafa verið, að því undanskildu, að brotið er minna og meira lagt upp úr stuttum fréttum og myndefni” og síðar segir, “Fjarðarpósturinn mun, eins og Fjarðarfréttir, verða óháður stjórnmálaöflunum í bænum. Mark- mið blaðsins er fyrst og fremst að fjalla um hafnfirsk málefni og taka þátt í því að styrkja stöðu Hafnar- fjarðar sem sjálfstæðs bæjarfélags. Jafnframt er blaðið opinn vettvangur fyrir þá sem vilja leggja orð í belg um bæjarmálefnin. Þá má ekki gley- ma hlutverki blaðsins sem miðils fyrir þá sem vilja auglýsa vöru og þjónustu í bænum.” Þá er tilkynnt að Fjarðarfréttir muni halda áfram að koma út öðru hverju. En hvað var þess valdandi að þeir ákváðu að gefa út vikublað? “Það kom nú margt til,” segir Rúnar, “við vorum búnir að vera í þessu nokkuð lengi í svona óreglulegri útgáfu, þar sem útgáfudagur var ekki alveg ákveðinn. Eitt af því sem okkur fannst leiðinlegt við það var að þegar við vorum að skrifa fréttir þá vissi mað- ur ekki hvenær þær kæmu fyrir augu lesenda. Fréttin var þá oft orðin úrelt og varð að taka hana út.” Og hann lít- ur á Ellert og spyr “er þetta ekki rétt?” “Jú,” svarar Ellert og bætir við “Við vorum bún- ir að vera með þetta alit heima hjá okkur. Við vorum allir í fullri kennslu, svo að síðdegin, kvöldin og helgarn- ar var sá tími sem við höfð- um en það sem ef til vill skipti sköpum var það að okkar betri helmingar voru tilbúnir til að koma meir inn í útgáfuna.” Það var ákveðið að leigja húsnæði undir reksturinn og var fyrst leigt á Hringbraut- inni, hjá þeim fróða og skemmtilega manni, Einar í Ertu. “Hann kom oft í heim- sókn til okkar og var auð- fúsugestur, enda kunni hann mikið af skemmtilegum sög- um og sagði skemmtilega og lifandi frá. Það var oft mikið hlegið,” segja þeir og það er auðséð að upprifjun á þessum tíma kitlar hláturtaugarnar, enda er nú rifjuð upp hver sagan á fætur annarri og á milli hláturs og gríns segja þeir gjarnan hlægjandi, “Þetta máttu nú ekki hafa eftir.” Það er nú freistandi að láta nokkrar fjúka, en ég verð að virða vilja þeirra, að mestu, læt því eina stutta sögu fylgja hér með. Ein- ar í Ertu sagði þeim einu sinni, að sér hefði tekist að æsa mann niður, en ekki æsa mann upp eins og menn gera venjulega. Jú, hann hafði verið á gangi í bænum og hitt þar mann, sem vinnur hjá rafveitunni. Þeir tóku tal saman á meðan maðurinn hélt áfram vinnu sinni að gera við rafleiðslur upp í staur og í hita um- ræðnanna varð maðurinn svo æstur FJflRÐBR bgmi wtzi'öit Dbstunnn ikólarnir nefjast IJAKOAUnxsl L KINN VfKUILAI 4,Mf «* »»« tmu, , IWlUH )<■> <M MM« HftUOT* •< «< *»•» OohMt.f M*»..»•» UwM »*«.»• MlUu 1 f » »»-•■». »1 »A-MM U « le. f.i. M-w. 1* U M«4»« iMMMhes. mt m (>n li U4»IhA»«» m*i» d«Mui| mm « •.»!> m • «|WJ* tdMi * «vm luM» I- W* WS ta tnm tUntínk* * tM w!> mm K> •USuunfaK. na 11 tð » Vmfti tm* «d**• I>M»IW»»MM|UW 1 h« IKJHil.iMimM.ilá.llwa.M.iuMl.l.i. «•* O W»ÍM»V|» m»*». pri »■»<* »)■» ÍHKUfnl •<» M >n».|«.»l. »•«*,»»i. I.UU'm »4IMI .►», w 1*1 »• M'«uMrti.*H.» t*t l.t«k«ta.WuS,.4HJIi»HMUll..|.>| *tjm i. XMcafet. ).«.•«.* ■»* U. wmotat M4M «U tin'mim K« «ih U> **»*>,* Þpw U wl»*>mi lu—i- egrunarnefnd veitlr 16 verðlaun WW >m«. Ihhni oí i*. Ma IMwgnhi «»* m. U )*&-,=■-. m*i» 1 M« tremt" s-AviiK'.af* U*« <m »ar ldt> Mu Mirta ««tm* Mr *m ■«« i«w im iu»ai»u, «►-.!•» t,u Sf*, «*»**»• mNNlMMMIlMiA «1 »r 1Q«W llMW tmi taJaUs « miUIhii «*. M «H» t NftWjM 14 lilllll. »4M lli«»'. ».l«* fcnJi- 1"» UU4Mn nMr »-* m* |m» «1 Urtm h» M W4,.| 4M1I..IJ.I-..M 1 liM» «« •«»*•««<« toMifcik. IIÍÍMM.MHVGAHWÓMMA 14il«Mkw.l»-U<qiiU«illuUi>i»MI»Ui W»v4 ktim. u| U|n. »U« l U «*« lU M HfU. IM Mialda kw««H«)|l«4« N »«• Ijm»i>> Im4* M .UmU—si» l»rtr lm» HwMttl WW* Im» HliwiWw. tf <«UM» «•% i llfcrt. . »«•»*><» r»wlrtl»»» »vr« -->v ,*» aMltUldliUiW WUH t*. Hl—d «■»»■<» f 4 ífcu- 1 ftttmitm*<d l *•> A •uw'Ul.i Im^».i M- fmr 4j»>* vusJM *% U* CZ*» ftwf* KíS»i i óndarm <r Urutl Ujr* tluúdlvii ^SSSSfSStlSt i tmrmmU>, U«l* Wi«» UUiMkl~m**t |! 4*í4» » 1J VKinurÓMIM M DRLIIT f CURD knrtfra.lufeuia) >.j »V»^» »l((l* I>«4 »«•• V»»« M MJW 4(WI«^ kdiMulrtrtiUliUiftlMÍMli « »«»4l l|ui»i>»<—« i Inirtil« JHfAMI VI X UÓDAK VIDIÓKll HutaHMÍM nUM «• IMT fcf lill* «< M4MM . ( .rtf irr (,rf.fT,r ! imHHmT' >*J-X. h'.ih-j * Jí* V |»< M Wl*. HkMl «4« .U4 MMlMttC. Forsíðan á fyrsta blaðinu eftir að vikuleg útgáfa hófst

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.