Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Síða 2
2 FJARÐARPÓSTURINN
gTJQBMUfiPÁ
Gildir frá fimmtudegi 5. okt. til mið-
vikudags 11. okt.
Vatnsberinn (20. jan. - 18. feb.)
Byrjaðu vikuna á því að fastmóta fram-
tíðar áætlanir þínar og stefnu. Þú býrð
yfir hæfileikum sem gætu gefið þér mikl-
ar tekjur ef aðeins þú kæmir þeim í fram-
kvæmd. Hvert sækir hugur þinn? Hvað
heillar þig? Hvar líður þér vel? Hvað
finnst þér gott? Hvaða tilfinningar eru
allsráðandi hjá þér?
Fiskarnir (19. feb. - 20. mars)
Njóttu vel þess tíma sem er í uppsiglingu.
Þetta er sérstakt tímabil sem tileinkast af
trúarlegum og andlegum málefnum. Ým-
islegt sem hefur verið þér hulið á eftir að
“poppa” upp í vitund þína. Ef þú ert á
þessu sviði, (flestir fiskar eru það) skaltu
taka vel eftir. Bingó!
Hrúturinn (21. mars - 19. apríl)
Þetta er ekki góð vika til fjárfestinga, ein-
hver reynir að pretta þig. Leggðu þig
alla(n) fram við að leyfa ástinni þinni að
stjana við þig á allan hátt, hátt og lágt.
Það er mikill kærleikur í gangi, án allra
skilyrða og þú mátt búast við góðum
gjöfum gefnar frá hjartanu.
Nautið (20. apríl - 20. maí)
Nú finnst þér að sú mikla vinna sem þú
hefur staði í undanfama mánuði sé loks-
ins að skila af sér góðum kostum og
breytingar fyl&ja í kjölfarið. Nautið er oft
hrætt við að taka stórar ákvarðanir en
hlustir þú á innri rödd þína, veistu hvenær
tíminn þinn er réttur.
Tvíburinn (21. maí - 20. júní)
Það er engin tilviljun að þú afþakkar ein-
hvern hlut eða aðstoð. Síðar muntu þakka
þínum sæla fyrir að hafa ekki þegið þetta
boð. Það hefði ekki verið þér til góðs.
Svona virkar innsæið. Af hverju gerir
maður ýmsa hluti eða gerir ekki, og vita
ekki nein rök fyrir því?
Krabbinn (21. júní - 22. júlí)
Þú virðist hafa fullmikla þörf fyrir að
fullkomna eitthvað verk. Vertu viss, að
þessi árátta þín orsakar þá innbyrðis
spennu sem háir þér, þessa daga. Þetta
kemur niður á starfi þínu og í einkamál-
unum. Þér verður líka kennt um rifrildi á
heimavelli.
Ljónið (23. júlí - 22. ágúst)
Þú tekur fjármálin föstum tökum og nú
skal spara og spara og spara, allavega
þessa vikuna. Reikningana verður víst
samt að borga, í næstu viku. Astin er það
eina sem er treystandi á, og svo nokkrar
lottó tölur. 7, 9, 15, 19, 29, 43. Megi
heppnin vera með þér.
Meyjan (23. ágúst - 22. sept.)
Vinna og aftur vinna, hvar endar þetta?
Ástvinur kvartar sáran yfir langri fjarveru
þinni og vill eyða með þér dýrmætum
tíma, sem aldrei kemur aftur. Fjarlægðin
gerir nefnilega ekki alltaf fjöllin blá.
Stundum verða þau lítil og stundum hver-
fa þau í þokuslæðing.
Vogin (23. sept. - 22. okt.)
Það virðist eitthvað mjög erfitt að finna
lausn á aðkallandi vandamáli. Getur ver-
ið að enn hefur ekki fundist meinsemdin,
svo hægt sé að taka á málinu. Hún gæti
verið nær en þú heldur. Oft hættir voginni
til að leita langt yfir skammt. Þetta þarf
sinn tíma.
Sporðdrekinn (23. okt. - 21. nóv.)
Það þýðir lítið að vera reið(ur) þó allt
gangi ekki eins og “þú” vilt hafa hlutina.
Aðrir hafa sína skoðun, sinn vilja og
bregðast við á sinn hátt. Þótt reiðin þín sé
fljót að gufa upp er ekki víst að aðrir séu
eins fljótir að gleyma. Þér finnast fýlu-
púkar, leiðindarpúkar.
Bogmaðurinn (22. nóv. - 21. des.)
Þetta gæti bara orðið sú vikan sem þú átt
eftir að minnast alla æfi. Ef þú ert á lausu,
stendur ástin við hlið þér. Tilfinningalíf
bogmannsins er á sérstaklega viðkvæmu
stigi en jafnframt í góðu jafnvægi. Þessi
orka gefur þér aukin áhrif og vellíðan,
sem skín langar leiðir.
Steingeitin (22. des. - 19. jan.)
Þú ert laus úr leyðindarmáli, leyst úr áög-
um á farsælan hátt, sennilega eitthvert
samband, þar sem þú fékkst lítið sem
ekkert út úr nema langvarandi þýngsli,
sem hvarf þar með. Góð og notaleg vika
framundan. Tjáðu ástinni þinni þína eilífu
ást.
Líttu á björtu hliöarnar.
Olís í Hafnarfirði og Garðabæ
Þjónustustöð mánaðarins
Starfsfólk Olís í Hafnarfirði tekur við viðurkenningunni.
Þjónustustöðvar Olís í sept-
ember eru tvær, í Hafnarfirði
og Garðabæ, en Olís tilnefnir í
hverjum mánuði þjónustustöð
mánaðarins á höfuðborgar-
svæðinu. Af þessu tilefni var
slegið upp veislu á stöðvunum
og starfsfólki afhent viður-
kenningarskjöl og þökkuð vel
unnin störf.
Við val á þjónustustöð mán-
aðarins er tekið tillit til margra
ólíkra þátta svo sem þjónustu,
framkomu og umgengni um bif-
reiðar viðskiptavina. Starfsfólk
veit ekki hverjir kanna þessa
þætti né hvenær von er á þeim.
í Hafnarfirði var starfsmönn-
um og viðskiptavinum boðið
upp á pitsur af þessu tilefni en í
Garðabæ var rjómaterta á
boðstólum. Vakt þrjú í Garðablæ
stóð sig best af einstökum vökt-
um og fékk fullt hús stiga, það
er stóð sig óaðfinnanlega. Þetta
skilar sér einnig í launaumslög-
um starfsmanna þessara stöðva
því frammistaða starfsmanna er
launatengd.
(fréttatilkynning)
Helgarsýning
á kirkjulist í
Strandbergi
Um næstu helgi mun
kirkjulistakonan Sigrún
Jónsdóttir sýna nokkur
verka sinna í Strandbergi,
safnaðarheimili Hafnarfjarð-
arkirkju við Strandgötu í
Hafnarfirði. Sigrún er á leið
til Seattle í Bandaríkjunum
til að setja upp viðamikla
sýningu á verkum sínum í
Norræna listasafninu þar og
verða nokkur þeirra á sýn-
ingunni í Strandbergi.
Sigrún er ein þekktasta
kirkjulistakona landsins, kunn
fyrir trúarleg verk sín sem hún
vefur, saumar og vinnur í batík.
Margir fegurstu messuskrúðar
og altarisklæði hér á landi eru
unnin af henni auk annarskonar
verka sem skírskota þó jafnan
til trúarlegra kennileita og
tákna.
Safnaðarheimilið Strandberg
sem í sjálfu sér er mikið lista-
verk með glögga trúarlega
skírskotun í útliti sínu og gerð
utan sem innan er fögur um-
gjörð slíkra verka og sýnir Sig-
rún hlýjan hug sinn til þess og
safnaðar Hafnarfjarðarkirkju
með því að velja Strandberg
sem sýningarstað.
Sýningin verður formlega
opnuð á föstudagskvöldið
kemur 6. október kl. 18.00.
Verður hún opin laugardag til
mánudags kl. 14-19.00. Frítt er
inn á sýninguna og er hún öll-
um opin.
Gunnþór Ingason sóknar-
prestur
Æringi
-meinlegur og miskunn-
arlaus - skrifar:
Heilsu hvað?
Bæjarlögmaður telur jörðina Stekk vera
eign bæjarins, sagði í síðasta Fjarðarpósti.
Akaflega hringir þetta upprunabjöllum í ær-
ingjakolli en víst er að þeir sem þiggja af okk-
ur skattana, einkum útsvarið, gera það ekki
endasleppt þessa dagana:
Skattþegar skrönglast í jarðir,
skammt þegar kjörskerðing hrekkur.
Bæta í bæjarsjóð harðir
brátt er hún Ingvarsbúð Stekkur.
Dýraverndurfélag Hafnfirðinga vill setja
andaða gælubúka sína í “vígða jörð” þ.e.a.s.
hefur sótt um grafreit fyrir gæludýr. Allt er
gott um það að segja en Æringi setur þó eitt
ærið spumingamerki við þessar hugleiðingar:
Þau grafa vilja gælin sín
sem grætur syrgir flestur.
Hani, krummi, hundur, svín,
hver skyldi verða prestur?
Nokkrar fjallmyndarlegar læonskonur birt-
ust glaðbeittar á síðu tvö í 33 tbl. Fjp. Fyrir-
sögn: Sala hafin á Kaldárpokanum. Æringi las
ekki meir:
Ymislegt er okkur kleift,
engin sýn til loka.
Kúnstugt er að geta keypt
Kaldánna í poka!
Og á íþróttasíðunni ágætu var frétt um
heilsuhlaup. I slíkum heilsugjömingum flæða
blóð, sviti og jafnvel tár en heilsu-hvað?:
Heilsu-efling, heilsu-kaup,
í hlaupi streyma vessar.
Segja skokkið heilsu-hlaup
jú sælt veri það og blessað...
Að lokum: Af tæknilegum orsökum hvarf k
úr vísu síðast (þorskakverk, sbr. höfuð af þors-
ki, varð óvart þorskaverk). Langar mig að
prenta hér vísuna rétta: Kennsla í þurrki á
þorskakverk/þyngir augnalokendur./Verð-
ur manna fyrsta verk/að vekja sína nent-
endur.
GAFLARI VIKUNNAR
Alltaf bjartsýnn
Fullt nafn? Jón Heiðar Allonsson
Fæðingardagur? 9.12.1958
Fjölskylduhagir? Giftur Heiðrúnu
Janusardóttur æskulýðsleiðbeinenda
Bifreið? Nissan Sunny 84
Starf? Starfsmaður á Sjóminjasafn-
inu
Fyrri störf?, Ýmis störf tengd
minjavörslu á Islandj
Helsti veikleiki? A erfitt með að
segja nei
Helsti kostur? Alltaf bjartsýnn
Eftirlætismatur? Jólarjúpur a la
Heiðrún
Versti matur? Á eftir að bragða á
honum
Eftirlætistónlist? Rokktóniist frá
1965-75
Eftirlætisíþróttamaður? Ian
Wright hjá Arsenal
Á hvaða stjórnmálamanni hefur
þú mestar mætur? Hlutlaus
Eftirlætissjónvarpsefni? Fréttir,
íþróttir og flest enskt efni
Leiðinlegasta sjónvarpsefni?
Sápuóperur
Besta bók sem þú hefur lesið? ís-
landsklukkan eftir Laxnes
Hvaða bók ertu að lesa núna?
Saga Hafnarfjarðar
Uppáhaldsleikari? Gene Hackman
Besta kvikmynd sem þú hefur
séð? High Noon
Hvað gerirðu í frístundum þín-
um? Reyni að slappa af með fjöl-
skyldunni
Fallegasti staður sem þú hefur
komið til? Húsafell
Hvað meturðu mest í fari ann-
arra? Heiðarleika
Hvað meturðu síst í fari annarra?
Oheiðarleika
Hvern vildirðu helst hitta?
Snorra Sturluson
Hvað vildirðu helst í afmælis-
gjöf? Góða tvíhleypu
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir
2 millj. í happadrætti? Fara með
fjölskylduna til sólarlanda og
grynnka á skuldum
Hvað myndirðu gera ef þú værir
bæjarstjóri í einn dag? Gera
Hafnaifjörð að menningarbæ núm-
er 1 á Islandi
Ef þú værir ekki manneskja,
hvað værirðu þá? Belja á Ind-
landi
Uppáhalds Hafnarfjarðarbrand-
arinn þinn? Hafnfirðingur var að
gera könnun á kóngulóm og setti
eina slíka við hliðina á snigli og
sagði svo báðum að hlaupa. Kóngu-
lóin hreyfðist ekki og þá komst
Hafnfirðingurinn að þeirri niður-
stöðu að kóngulær verða hreymar-
lausar þegar lappimar slitna af þeim.