Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Page 5
FJ ARÐARPOSTURINN 5
Málefni Miðbæjar hf
Bærinn hefur keypt óheftan
aðgang að bílageymslunni
í áliti frá bæjarlögmanni sem
lagt hefur verið fram í bæjarráði
kemur fram að bærinn hefur greitt
fyrir og keypt óheftan aðgang að
bílageymslunni undir Miðbæ hf.
Þeim afnotarétti hefur verið þing-
lýst og telur bæjarlögmaður mjög
ólíklegt að gjaldþrot Miðbæjar hf.
muni leiða til riftunar á þeim rétt-
indum. Þetta álit bæjarlögmanns
gengur þvert á álit meirihluta bæj-
arstjórnar sem telur að verði félag-
ið gjaldþrota séu leigugreiðslur
tapaðar og bærinn haFi engan af-
notarétt af bílagevmslunni þrátt
fyrir þinglýsinguna. Sem kunnugt
er af fréttum hyggst meirihluti
bæjarstjórnar kaupa bílageymsl-
una af Miðbæ hf. til að tryggja
hagsmuni bæjarsjóðs en sam-
kvæmt áliti bæjarlögmanns er slíkt
með öllu óþarfi.
Álit bæjarlögmanns var lagt fram í
framhaldi af fyrirspum frá Magnúsi
Gunnarssyni í bæjarráði nýlega.
Magnús vísaði í bókun frá meirihluta
bæjarráðs þar sem fram kemur að
verði Miðbær hf. gjaldþrota séu
leigugreiðslur vegna bílageymslunn-
ar tapaðar og bærinn hefði engin af-
not af henni. I fyrirspuminni vildi
Magnús m.a. fá álit bæjarlögmanns á
því hvort hugsanlegt gjaldþrot myndi
leiða til riftunar á þinglýstum afhota-
rétti bæjarsjóðs.
Samþykkt bæjarráðs
í janúar1993
1 svari sínu vitnar bæjarlögmaður
fyrst í samþykkt bæjarráðs frá janúar
1993 um málið þar sem bæjarráð
fagnar hugmyndum um byggingu
bílageymslu. Þar segir m.a.: “Bæjar-
ráð samþykkir að endurgreiða hluta
gatnagerðar- og bílastæðagjalda
vegna Fjarðargötu 11-13 vegna
byggingar bílageymslukjallara fyrir
a.m.k. 100 bifreiðar sem lóðarhafi
Miðbær Hafnarfjarðar hf. mun reisa
og kosta.
Endurgreiðsla er að nafnverði sem
svarar um það bil 3.300 þúsund kr. á
ári hverju að viðbættum verðbótum
og markaðsvöxtum næstu 15 árin.
Jafnframt þessu munu bæjaryftr-
völd ekki leggja á sérstakt viðbótar-
gatnagerðargjald vegna bifreiða-
geymslunnar.
Greiðsla þessi tryggir þeim sem
erindi eiga í miðbæ Hafnarfjarðar
óheftan aðgang að bifreiðageymsl-
unni...”
Fullt gildi
Síðan segir í áliti bæjarlögmanns:
“Þessi bæjarráðssamþykkt hefur fullt
gildi þó samningur um efni hennar
hafi ekki verið gerður þar sem for-
ráðamenn Miðbæjar JJafnarfjarðar
hf. hafa samþykkt efni hennar fyrir
sitt leyti með því að taka athuga-
semdarlaust við þeim endurgreiðsl-
um sem um getur í samþykktinni og
viðbótargatnagerðargjald var ekki
heldur lagt á vegna bifreiðageymsl-
unnar.
Samkvæmt ofangreindu hefur
bærinn greitt fyrir og því keypt óheft-
an aðgang að bifreiðageymslunni
fyrir þá sem eiga erindi um miðbæ
Hafnarfjarðar og koma bifreiðastæð-
in til viðbótar öðrum bifreiðastæðum
í miðbænum...
Það er því misskilningur þegar því
er haldið fram að bærinn hafi bif-
reiðageymsluna á leigu. Ef það er
vilji bæjaryfirvalda að líta nú svo á
að um leigu sé að ræða en ekki keypt-
an afnotarétt verður að mínu áliti að
taka það skýrar fram en gert hefur
verið vegna umræddrar bæjarráðs-
samþykktar. Nauðsynlegt er að eyða
þeirri réttaróvissu sem ríkir í þessu
máli vegna tals undanfarið um
leigu...
Eg álít það mjög ólíklegt að gjald-
þrot Miðbæjar Hafnarfjarðar hf.
myndi leiða til riftunar á þessum
þinglýstu afnotaréttindum, enda má
öllum vera ljóst að ekki var verið
með gjömingum að koma verðmæt-
um undan hugsanlegum gjaldþrota-
skiptum eða að halla á réttindi félags-
ins með öðrum hætti þar sem bæjar-
sjóður keypti þennan rétt fullu verði.
Réttarstaða bæjarins yrði ekki
betri í þessu tilviki þó bærinn öðlað-
ist beinan eignarrétt yfir bifreiða-
geymslunni. Þess ber að geta í þessu
samhengi að með beinum eignarrétti
bæjarins yfir bifreiðageymslunni
myndu skyldur bæjarins aukast þar
sem viðhaldið myndi þá hvíla á hon-
um.
Úrgangsolía
fór í höfnina
Úrgangsolía lak úr togurunum
Atlantic Princess og Atlantic
Queen út í höfnina aðfararnótt
þriðjudagsins. Sigurður Hallgríms-
son framkvæmdastjóri þjónustu-
sviðs hafnarinnar segir að þetta
hafi litið mjög illa út í byrjun en á
þriðjudagsmorgunn hafi straumar
innan hafnarinnar leyst mesta
hroðann upp og aðeins hægt að sjá
þunna brák á höfninni.
Talið er að megnið af olíunni hafi
lekið úr Atlantic Princess þegar verið
var að dæla úrgangsolíu úr vélarrúmi
í safntank og að um mistök haft verið
að ræða. Þetta er hinsvegar ekki í
fyrsta sinn sem þessir togarar lenda í
svona vandamáli. „Úrgangsolía er
vandamál hjá skipum sem þurfa að
liggja lengi í höfn eins og þessir tog-
arar hafa þurft að gerasegir Sigurð-
ur.
Ekki er vitað hve mikið magn af
olíu fór í höfnina en að sögn Sigurðar
dreifðist hún um alla höfnina um nótt-
ina en virtist að mestu horfm morgun-
inneftir.
Útgerð þessarar togarar er enn
komin í mikla óvissu þar sem út-
hafskarfaveiðum á Reykjaneshrygg
er lokið í bili fram í apríl á næsta ári.
Er verið að leita verkefna fyrir skipin.
ALLAR VIÐGERÐIfí:
• Hjólastillingar
• I/élastilling
• Hemlaprófun
• Réttingar
• Bílasprautun
• Endurskoðun
• Shell smurstöð
Við erum númer eitt
- / Kaplahrauni
■ íað þjóna þér
FAGGILT
ENDURSKOÐUNARVERKSTÆÐI
JkjBÍLASPÍTALINNþ-
KAPLAHRAUN11 • 220 HAFNARFIRÐI • SÍMAR 565 4332 og 555 4332 • FAX: 565 4336
þitt eiglð útibú!
Med Heimabanka Islandsbanka
geturðu sinnt flestum bankaviðskiptum þínum frá heimilinu.
Þú getur fært á milli reikninga,
greitt gíró- og greiðsluseðla, skuldabréf og víxla,
skoðað stöðu reikninga,
séð færslur strax og þær hafa verið framkvæmdar,
skoðað allar færslur tékka- og innlánsreikninga,
prentað út þín eigin reikningsyfirlit,
fylgst með stöðu kreditkortareikninga,
reiknað út greiðslubyrði lána og kostnað við lántöku
og flett upp I þjóðskrá.
Líttu inn hjá okkur á Strandgötu I eða Reykjavíkurvegi 60
og kynntu þér þessa merku nýjung.
ISLANDSBANKI
Strandgötu I og Reykjavikurvegi 60
Sími SSS 4400