Fjarðarpósturinn - 05.10.1995, Page 6
6 FJARÐARPÓSTURINN
Útgefandi:FJARÐARPÓSTURINN hf. Bæjarhraun 16, 220Hafnar-
fjörður. Símar, ritstjóm 565 1945,auglýsingar 565 1745, símbréf 565 0835.
Framkvæmdastjóri: Óli Jón Ölason, ritstjóri: Friðrik Indriðason
hs.555-2355, íþróttir og heilsa: Bjöm Pétursson, innheimta og dreifing:
Steinunn Hansdóttir, umbrot: Fjarðarpósturinn, prentun: Borgarprent.
Enn einn áfanginn
Fyrir ári síðan, eða 6. október 1994 hóf Fjarðarpósturinn
göngu sína á ný eftir nokkurt hlé. Nýir eigendur höfðu tekið
við rekstrinum og blaðið tók nokkrum breytingum eins og
gengur þegar nýtt fólk kernur til sögu.
Þegar við lítum yfir þetta ár sem við höfum staðið að útgáfu
Fjarðarpóstsins, þá spyr maður sig gjaman „Flöfum við geng-
ið götuna til góðs?“ Hefur okkur miðað í rétta átt? Eg tel að
hægt sé að fullyrða að svo sé, þó að vissulega höfum við orð-
ið fyrir skakkaföllum, eins og gengur. En mistökin eru til að
læra af þeim.
Á þeim tíma sem Fjarðarpósturinn kom ekki út vegna veik-
inda fyrri eiganda, hófu tvö ný blöð göngu sína, Bæjarfréttir
og Ný vikutíðindi. Fyrir var Útvarp Hafnarfjörður og á þessu
ári hóf Sjónvarp Hafnarfjarðar göngu sína, auk þess sem
flokkspólitísku blöðin hafa komið út annað slagið. Það er því
ekki annað hægt að segja en að mikil gróska sé í fjölmiðlamál-
um Hafnfirðinga og sennilega er ekkert sveitarfélag á landinu
með eins mikið fjölmiðlaúrval eins og Hafnarfjörður.
Sem betur fer hefur verið lítið um skítkast á milli þessara
fjölmiðla, þó sést hafi ein og ein sletta úr penna, sem venju-
lega er þeim til minnkunar sem ræður ekki við skap sitt og þarf
að hreyta ónotum í andstæðinginn. Við hér á Fjarðarpóstinum
ákváðum strax í upphafi að taka ekki þátt í slíkum skrifum og
höfum staðið við það.
Ekki er gott að segja hve lengi þessi fjölmiðlaflóra lifir öll
hér í Hafnarfirði, þegar aðrir fjölmiðlar eru að sameinast vítt
og breytt um heiminn, sameinast til að ná fram betri nýtingu á
tækjum og vinnuafli og gefa út betri og vandaðri blöð eða hjá
Ijósvakafjölmiðlunum, til að bæta dagskrána, þá fjölgar fjöl-
miðlum í Hafnarfirði meir en annars staðar þekkist.
Fyrir hálfu ári fórum við að gefa út Kópavogspóstinn með
svipuðu sniði og Fjarðarpóstinn. Með þessari útgáfu erum við
að nýta enn betur tæki okkar og mannafla til að reyna að koma
sem styrkustum stoðum undir reksturinn. Með þessum tveirn-
ur blöðum höfum við komið á framfæri fréttum á milli þess-
ara bæjarfélaga um það sem er að gerast í hinu bæjarfélaginu,
forvitnilegum fréttum fyrir fólk í bæjarfélögum af svipaðri
stærð, en eru fréttir sem hefðu sennilega ekki komið í stóru
fjölmiðlunum. Fyrirtæki hafa getað komið auglýsingum og
upplýsingum inn á markað nærliggjandi sveitarfélags, án þess
að auglýsa í stóru risunum í Reykjavík, þar sem alltaf er hætta
á að tiltölulega lítil auglýsing hverfi innan um fjöldann. Einnig
hafa stærri fyrirtæki sem auglýsa á landsvísu séð sér hag í að
komast inn á markað tveggja bæjarfélaga með samtals um 35
þúsund manns.
Við hér á Fjarðarpóstinum erum þakklát Hafnfirðingum fyr-
ir hve vel þeir hafa tekið okkur og það traust sem þeir hafa
sýnt okkur. Einstaklingar, félög og fyrirtæki hafa treyst okkur
fyrir að vinna fyrir sig hin margvíslegu verkefni. Þessi verk-
efni hafa oft reynt mjög á kunnáttu starfsfólksins og það hef-
ur verið ómæld ánægja að skila þeim af sér til ánægðra við-
skiptavina.
Við munum eins og hingað til reyna að gefa út vandað mál-
efnalegt blað, blað sem er opið öllum Hafnfirðingum, frétta-
blað Hafnfirðinga.
Óli Jón Ólason
Ónýtt launakerfi og
breytt starfsmannas
-eftir Árna Guðmundsson formann STH
Starfsfólk bæjarins hefur ekki farið
varhluta af störfum sparnaðar- og hag-
ræðingamefndar. Vinnubrögðin hafa
m.a. orðið til þess að við STH-arar
höfum farið að líta betur á launakerfi
okkar sem slíkt. Við þá skoðun kemur
ýmislegt fróðlegt í ljós.
Lág grunnlaun til að halda
lægstu launum niðri
Fyrir það fyrsta þá er samanburður
allur við almenna vinnumarkaðinn í
nánast öllum tilfellum okkur verulega
óhagstæður. Það er lítill greinarmunur
gerður á fólki með stjómunarábyrgð
og þeirra sem ekki eru með slíka. Fag-
hópar eru grunnaðir mun lægra en
eðlilegt er. Ymsum hópum, eins og
t.d. á slökkvistöðinni er þannig raðað
að varðstjórar eru það lágir að slíkt
heldur öílum öðrum niðri á þeim
vinnustað. Svo eru dæmi um að undir-
menn á deildum séu hærri en viðkom-
andi yfirmenn. Yfirvinnugreiðslur
bæjarins til ýmissa hópa rýra stórlega
eftirlaunagreiðslur þeirra þannig að
eftirlaun verði ekki í neinu samræmi
við heildarlaun. Bæjaryfirvöld spara
sér milljónir með þessu fyrirkomu-
lagi.
Skert lífeyrisréttindi
Af föstum launum er greitt í lífeyr-
issjóð. Af yfirvinnu er ekki greitt í líf-
eyrissjóð. Þegar launþegi kemst síðan
á eftirlaun má reikna með að hann fái
um 70% af grunnlaunum í lífeyris-
greiðslur (miðað við 35 ára starfs-
tíma).
Gefum okkur að starfsmaður fái í
grunnlaun 100.000 kr. á mánuði. Auk
þess fær hann í fasta yfirvinnu 50.000
kr. þar sem starf hans er að mati bæj-
aryfirvalda 150.000 kr. virði. Þegar
þessi starfsmaður fer á eftirlaun ætti
hann samkvæmt 70% viðmiðun að fá
105.000 kr. en fær aðeins 70.000 kr.
vegna þess að hluti launa hans var
greiddur sem yfirvinna. Það er sem
sagt búið að hafa af þessum starfs-
manni eftirlaun sem nema 35.000 kr. á
mánuði!
Ef við lítum á dæmið í heild er tal-
að um að Hafnarfjarðarbær greiði 50
milljónir kr. á ári í fasta yfirvinnu.
Þegar sá hópur sem nýtur þessara
launa í dag fer á eftirlaun ætti hann að
fá 70%, eða 35 milljónir kr. á ári, af
þessari upphæð í lífeyrisgreiðslur en
fær ekkert. Hvemig á að bæta mönn-
um þetta upp?
Launakerfið ónýtt
Það er engra hagur að grunnlaunum
sé haldið niðri með þessum hætti. Þeir
sem fá laun sín greidd í formi lágra
grunnlauna og bætt upp með fastri yf-
irvinnu tapa umtalsverðum réttindum
og þeir sem lægra eru settir í launa-
stiganum eiga erfiðara með að fá
hækkanir því ekki má bilið milli þeir-
ra og yfirmanna verða of lítið. Þessu
þarf að breyta. Með því að halda
grunnlaunum yfirmanna í algeru lág-
marki er jafnframt launum lægstu
hópa haldið niðri með tilvísun í launa-
flokkaröðun yfirmanna.
Starfsmatskerfið er hægvirkt og
hefur ekki staðið undir væntingum í
seinni tíð. I því sambandi má nefna að
kerfisbundið endurmat í lægstu flokk-
unum sem samið var um 1994 hefur
ennþá ekki farið fram. Launakerfið er
ónýtt og það sem er verst er að bæjar-
starfsmenn innan STH eru stórlega
vanhaldnir í launum hvar sem litið er.
Samstarf um lækkanir al-
gerlega út úr korti
Það er því ljóst að samráð og sam-
starf STH við nefndina ef eitthvað
verður mun fyrst og fremst snúast um
leiðréttingar til hagsbóta fyrir STH-
ara. Það er hinsvegar mat STH að
menn vilja einungis samstarf um
lækkanir sem er gersamlega út úr
Árni Guðmundsson
korti. Uppsagnir snerta fólk í öllum
launaflokkum og er ekki sérlega beint
gegn toppum bæjarins.
Ný starfsmannastefna
Auk þess hafa bæjaryfirvöld farið
að þessum málum með þvílíkum ein-
dæmum að væntanlega munu sam-
skipti aðila ekki verða söm um langa
hríð. I viðtali við Ný vikutíðindi eru
ummæli sem gera það að verkum að
við bæjarstarfsmenn, sem fram að
þessu teljum okkur hafa búið við til-
tölulega góða starfsmannastefnu,
verðum að fara að endurskoða okkar
hug. I umræddu viðtali verður ekki
betur skilið en að fólk geti bara étið
það sem úti frýs ef því líki ekki að-
gerðir bæjaryfirvalda. Einnig er ljóst
að bæjaryfirvöld eiga sér einhvern
draum um „jafnlaunastefnu" sem
væntanlega felst í því að tengja Iaun
niður á við ef marka má ummæli ein-
stakra bæjarfulltrúa. Það eru því kald-
Frá fundi sem Gestur Jónsson lögmaður átti meö félögum í STH vegna málsins.