Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 7
FJARÐARPÓSTURINN 7 um að sinna mannlegu hliðunum eftir því sem kostur er," segir Guðmundur alvarlegur á svip. Flutningarnir Talsverð umræða hefur verið um flutning sýslumannsembættisins úr miðbænum upp á Bæjarhraun. Þegar ég spurði Guðmund um þessa um- ræðu, þá sagði hann að til að fá heild- arsýn yfir málið, jtyrfti að skoða málið aftur í tímann. Arið 1968 var flutt á Strandgötu 31. Síðast liðin 15-20 ár hafa verið uppi töluverðar umræður um framtíðarhúsnæði embættisins, það kom t.d. til greina að flytja inn í sama húsnæði og skattstofan er í, einnig var m.a. fyrir 10 árum skoðaður sá möguleiki að kaupa hús á Bæjar- hrauni. Arið 1992 var síðan undirritað samkomulag um að ráðast í nýbygg- ingu í miðbæ Hafnarfjarðar fyrir sýslumannsembættið, dóminn og bæj- arskrifstofurnar og áttu verklegar framkvæmdir að hefjast á síðasta ári. En fljótlega varð ljóst að ekki yrði staðið við samkomulagið. Það lá því ljóst fyrir að ekki var hægt að bíða endalaust. "Starfsaðstaða og aðkoma fyrir viðskiptavini á Strandgötu var óviðunandi," segir Guðmundur "engin lyfta eða aðstaða fyrir fatlaða. Við auglýstum eftir og skoðuðum húsnæði í miðbænum og fengum nokkur tilboð, en annað hvort voru þau alltof dýr til að möguleiki væri á að fá samþykki stjómvalda fyrir þeim, eða þau voru óhentug af ýmsum ástæðum. Allir möguleikar voru skoðaðir og við vor- um sammála um að þetta húsnæði hér á Bæjarhrauninu væri besti kosturinn. Hér er gott húsnæði miðsvæðis í um- dæminu, aðstaða fyrir almenna af- greiðslu á götuhæð, góð aðstaða fyrir fatlaða, hér er að koma banki í næsta húsi, strætisvagnaferðir eru ágætar hingað og þannig má lengi telja. Hér voru fyrst og síðast hagsmunir emb- ættisins hafðir í heiðri og gert það sem væri því fyrir bestu, bæði hvað varðar starfsaðstöðu fólksins sem vinnur hér og aðgang þess fólks sem þarf að leita hingað," segir Guðmundur og eftir ör- litla umhugsun bætir hann við, "ég skil hins vegar vel afstöðu bæjarstjómar, sem vildi að staðið yrði við samning- ana um byggingu stjómsýsluhúss, en eftir að hafa skoðað alla þá möguleika sem fyrir hendi vom, var þetta sú nið- urstaða sem menn töldu bestu lausnina fyrir embættið. Eg veit að sú góða samvinna sem hefur verið við bæjaryf- irvöld verður áfram eins og hingað til," segir Guðmundur. Áhugamálin Við höfum nú rætt lengi um emb- ættið og tími til kominn til að kanna hvað sýslumaðurinn gerir í frístundum sínum. "I dag er golf númer eitt og tvö hjá mér. Eg datt inn í golfið fyrir fjór- um árum með gömlum félögum og hef verið forfallinn síðan. Annað sem fer mikill tími í af frístundum mínum eru ferðalög hér innanlands, bæði akandi um alfaraleiðir en ekki síður um há- lendið, gönguferðir eru lika í miklum metum hjá mér. Hér allt í kringum okkur eru falleg útivistarsvæði. Eg spila fótbolta og bridge með gömlum félögum úr lagadeildinni svo að þú sérð mér leiðist ekkert," segir Guð- mundur og bætir svo við brosandi, "en ég er hættur öllum veiðiskap." Guðmundur segist vera uppalinn í Hlíðunum og því mikill Valsari, börn- in séu hins vegar í Stjömunni, svo að það sé dálítið erfítt hjá sér að fara á kappleiki, sérstaklega ef Valur og Stjaman eru að keppa. "Annars er ég nú að verða ansi mikill Stjömumaður á seinni árum," segir Guðmundur Soph- usson, sýslumaður að lokum. Það er búið að vera bæði fróðlegt og skemmtilegt að spjalla við þennan hægláta mann. Einhvem veginn hefur sú vissa mótast af þessu samtali að mannlegi þátturinn ráði miklu í emb- ættisstörfum hans. Borgarafundur JC Hafnarfjörður um stækkun álversins Landsvirkjun bætir afkomu sfna um 8 milljarða króna segir Finnur Ingólfsson iðnaöarráðherra Finnur Ingólfsson iðnaðarráð- herra segir að samningurinn um stækkun álversins sé tímamóta- samningur fyrir íslensku þjóðina. Um sé að ræða stærsta einstaka fjárfestingarsamning sem gerður hefur verið hérlendis síðan 1966 er álverið var byggt og kyrrstaða und- anfarinna 7 ára í efnahagslífinu sé rofin. Með samningnum muni Landsvirkjun bæta afkomu sína um 8 milljarða kr. árin 1997-2004 og er- lendar fjárfestingar hérlendis fari úr 0,1% af landsframleiðslu í rúm- lega 1% næstu tvö árin en það sé töluvert yfir meðaltali hjá OECD ríkjunum þar sem erlendar fjárfest- ingar séu yfirleitt á bilinu 0,6-0,8% af landsframleiðslu að jafnaði. Fyrrgreint kom fram í máli ráðherra á borgarafundi sem JC Hafnarfjörður efndi til s.l. mánudagskvöld. Auk ráð- herra voru þau Rannveig Rist steypu- skálastjóri ISAL og Tryggvi Harðar- son formaður álviðræðunefndar Hafn- arfjarðar með framsöguerindi á fund- inum. Fundurinn var frekar fámennur en hann sátu um 40 manns. Finnur Ingólfsson ræddi m.a. um aðdragandann að þeim samningi sem nú hefur verið undirritaður um stækk- un álversins, mengunarmál og breyttar skattareglur eða aðlögun álversins að íslenskum skattalögum sem náðst hefði fram í samningagerðinni. Hvað orkuverðið varðar segir Finn- ur að því verði haldið leyndu þar sem fleiri hafa nú áhuga á gera orkukaupa- Hluti gesta á fundinum. samninga við íslendinga en Alusuisse og um venjulega viðskiptaleynd væri að ræða. Hinsvegar liggur fyrir að með samningnum við Alusuisse muni Landsvirkjun bæta afkomu sína um 8 milljarða króna á árunum 1997 til 2004 og snúa rekstrartapi upp í rekstr- arhagnað. Arður Landsvirkjunnar af eigin fé sé nú 3-4% á ári en hann verði 6-7% á ári um 2014 og þetta skapi möguleika á að lækka orkuverð á öllu landinu. Batnandi hagur Tryggvi Harðarson segir að Hafn- firðingar haft lengi verið ósáttir við sinn hlut í samningum við ÍSAL en þetta batni mjög núna. A næstu þrem- ur árum muni hlutdeild Hafnarfjarðar í framleiðslugjaldi fara úr 18% og í 28% til að standa undir stofnkostnaði bæjarins við gerð nýrra hafnarmann- virkja í Straumsvíkurhöfn þar sem byggja á 100 metra langan viðlegu- kant. Eftir það fer hlutdeildin aftur í 18% en hinsvegar verði ekki jafnmikl- ir afslættir af því eins og verið hefur. Stækkun álversins hafi mikil áhrif í Hafnarftrði bæði bein og óbein og mörg önnur fyrirtæki muni njóta góðs y.f stækkuninni. Ibúðabyggð fari annað I máli Rannveigar Rist kom fram að Hafnfirðingar ættu að íhuga nánar íbúðabyggð við ÍSAL og ekki byggja nær álverinu en nú er gert. Síðar á fundinum er hún var spurð nánar út í þetta kom fram hjá henni að við ættum að læra af reynslu nágrannaþjóða okk- ar um að ekki væri hyggilegt að hafa íbúðabyggð og stóriðju nálægt hvort öðru. Það ætti að vera óþarfi að hafa byggðina ofan í stóriðjunni þegar svo mikið af óbyggðu landi væri til sem raun ber vitni. Það væri því alger óþarfi að stefna í átt tii álversins með nýja byggð. I máli Rannveigar kom m.a. fram að eftir stækkunina muni framleiðni í álverinu aukast úr 233 tonnum á mann og í 325 tonn. Um 200 manns munu að meðaltali vinna við stækkunina og eru hafnarframkvæmdir þá undan- skildar. Öll verkin verða boðin út og reynt verður að búta verkþætti niður þannig að íslendingar ráði við að bjóða í þótt mikið verði sótt erlendis frá. Þannig er ætlunin að af þeim 160 nýju kerjum sem byggð verða muni 30 verða boðin út hér innanlands. Hljóðmengun eykst um 62% Töluvert var um fyrirspurnir til framsögumanna á fundinum, einkum um mengunarmál. Meðal annars var spurt um hljóðmengun sem stafar að- allega frá uppskipun á súráli. I svari Rannveigar við fyrirspurn um þetta efni kom fram að súrálsflutningar til álversins eftir stækkun myndu aukast um 62% og þar af leiðandi myndi hljóðmengun frá þeim aukast að sama skapi. Búnaðurinn sem gefur frá sér þennan hávaða er ætlaður til að verjast mengun frá þessari uppskipun þannig að ein mengunarvöm hér hefði í för með sér aðra. Búseti kynnir starfsemi sína í Hafnarfirði á sunnudaginn Nær 250 Hafnfirðingar eru í Búseta Kostnaöur á inámiði 35.000 ... Samanburður húsnæðiskostnaðar Félagslegar bilseluréllarlbdilir/Fflagslegar eignaríbúöir Árstekjur :: 2.400.000 2.200.000 2.000.000 1.800.000 1.600.000 1.400.000 1.200.000 1.000.000 500.000 1 2 .3 4 5 6 3 FólagsÍegar búscturéttaríbúðir ? 1'élagSlegar eiguanbúöir Arstekjur Hér sést hve hagstætt búseturéttarkerfið er m.v. félagslegar eignaríbúðir Á sunnudaginn kemur mun Bú- seti kvnna starfsemi sína í Hafnar- firði en alls eru nú nærri 250 Hafn- firðingar í félaginu. Auk þess verður kynnt samstarf Búseta og Búnaðar- bankans sem ber heitið Búsparnað- ur en það er sparileið sem ætluð er til að auðvelda fólki að eignast þak yfir höfuðið. "Miðað við önnur sveitarfélög eru margar búsetaíbúðir í Hafnarfirði og við stofnuðum sérstaka deild í bænum síðasta vetur," segir Reynir Ingibjarts- son formaður deildarinnar. "Nú eru þegar 65 íbúðir sem Búseti hefur byggt og ráðstafað í bænum og við höfum áhuga á að festa enn frekar ræt- ur í Hafnarfirði. Því erum við nú með opið hús sem verður að Suðurhvammi 13 en auk þess verða sýndar nýjar íbúðir að Engihlíð 3a." 1 máli Reynis kemur einnig fram að samskipti Búseta við bæjaryfirvöld hafa verið með miklum ágætum og hann á von á að svo verði einnig í framtíðinni. Búsparnaður Hvað Búsparnaðinn varðar segir Reynir að hugsunin á bakvið hann sé að félagsmenn í Búseta geti sparað fyrir kaupum á búseturétti í stað þess að taka lán fyrir honum. "Það eru eng- ar aldurstakmarkanir á því hvenær fólk getur gerst félagi í Búseta, og Búspamaði er einkum beint til barna og unglinga," segir Reynir. "Það er al- gengt á hinum Norðurlöndunum að bömum og unglingum sé gefið stofn- framlag á reikning eins og Búspamað. Þannig að um tvítugsaldur getur þetta fólk verið í þeirri stöðu að þurfa ekki að bíða eftir að fá að kaupa búseturétt enda kannski búið að vera félagar í 10 ár eða meir." 1 máli Reynis kemur fram að með þessari spamaðarleið sé verið að höfða til framtíðarinnar og stór þáttur sé að fá fólk til að kynna sér þessi mál og fá upplýsingar. Hvað nánustu framtíð varðar hjá Búseta og verkefni sem framundan eru segir Reynir að framkvæmdir ráðist af lánum og lóðaframboði. Hér í Hafnar- firði er nú skortur á góðum lóðum og því ekki hægt að segja nákvæmlega til um umfang framkvæmda á næstunni. "Búsetaformið er hinsvegar orðið að mjög álitlegum kosti í húsnæðis- málum og hagstæðara fyrir fólk en til dæmis húsbréfakerfið eða félagslega eignaríbúðakerfið," segir Reynir. Reynir Ingibjartsson.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.