Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 23.11.1995, Blaðsíða 10
10 FJARÐARPÓSTURINN Iþróttir og heilsa umsjón Björn Pétursson Stjörnuhlaup FH Laugardaginn 18. nóvember fór fram við Kaplakrika Stjörnuhlaup FH. Góð þátt- taka var í hlaupinu og voru keppendur alls rúmlega 50 talsins. Keppt var í sex aldurs- flokkum og fimm vegalengd- um. Hörð keppni var í öllum fiokkum og fengu allir þátttak- endur verðlaunapening að því loknu. Guðmundur V Þor- steinsson sigraði í fimm km. hlaupinu eftir harða keppni við gömlu kempuna Sigurð Pétur Sigmundsson. Hólinfríður Asa Guðmundsdóttir sigraði í kvennahlaupinu eftir harða keppni við Laufeyju Stefáns- dóttur, sem fyrirfram var talin sigurstranglegust. I yngri fiokkunum var hart barist og þar voru margir efnilegir krakkar að taka þátt í sínum fyrstu götuhlaupum. Helstu úrslit í hlaupinu voru sem hér segir: 5 km karla 34 ára og yngri: Guðmundur Þorsteins. 16:59 Halldór Ivarsson 17:45 Bóas Jónsson 18:03 Árni Jónsson FH 18:18 GrétarGuðjóns. 19:05 Kristján Guðfinns. 19:47 Jón Waagfjörð FH 26:37 Jón Þórsson FH 26:46 Ingi Þórisson FH 32:07 Jónas Hallgríms. FH 32:07 5 km karla 35 ára og eldri: Sigurður Sigm. FH 17:00 Jóhann Ingib. FH 17:25 Guðmann Elís. ÍR 17:41 Jón Jóhannesson IR 18:04 Þórhallur Jóh. FH 18:40 Ingvar Garðars. HSK 18:59 Sigurður Ingvarsson 19:21 Daði Garðarsson FH 19:26 Halldór Þorsteins. 20:40 Sigurður Snævar 21:00 Ásbjörn Jóns. FH 21:20 Þorvarður Jóns. FH 21:29 Höskuldur Guðm. 24:21 Gunnar J Geirsson 27:30 Þeir Jóhann Ingibergsson, Guðniundur V. Þorsteinsson og Sigurður Pét- ur Sigmundsson komu fyrstir í mark í 5 km hlaupinu. Tvær ungar hlaupadrottningar að afioknu hlaupinu. 5km kvenna 34 ára og yngri: Hólmfríður Guðmunds. 19:18 Laufey Stefánsd.FH 19:29 5 km kvenna 35 ára og eldri: Bryndís Svavarsd.FH 27:47 Ósk Jóhannesdóttir 37:17 3 km 15 -18 ára drengir. Jóhann Daníels. FH 13:45 3 km 15-18 ára, stúlkur: Guðbjörg Jónsd. FH 13:53 1500 m hlaup 13-14 ára, telpur: Guðrún Sveinsd. FH 5:43 Inga Stefánsd. Haukar 9:49 Ingibjörg Sigurþórsd. 9:50 1000 m Itlaup 11-12 ára, strákar: Ásgeir Hallgríms.FH 5:07 Björgvin Víkings.FH 5:11 Indriði Kristjáns. FH 5:25 Kristinn Torfas. FH 6:51 Albert Símonarson 8:03 Birgir Símonarson 8:18 Amar Ingólfsson FH 9:24 1000 m hlaup 11-12 ára stelpur: Agnes Gíslad. FH 5:44 Soffía Magnúsdóttir 5:44 Nanna Jónsd. FH 6:27 500 m hlaup 10 ára og yngri hnokkar. Pálmar Garðars. FH 2:12 Markús Óskars. FH 2:13 Ragnar Hallgr. FH 2:19 Elmar Garðars. FH 2:25 Ingvar Torfason FH 2:26 Óskar Magnússon 2:36 Stefán Waagfj. FH 2:37 Haraldur Hallgr. FH 4:03 500 m hlaup 10 ára og vngri, hnátur: Linda Hilmarsd. FH 2:20 Lilja Kjartansd. FH 2:28 Ama Garðarsd. FH 3:49 Elísabet Símonardóttir 3:56 Margir hlauparnir í St jörnuhlaupi FH voru ekki háir í loftinu. Kjartan Ólafsson og Kjartan Björnsson í bardaga Allir velkomn- ir á æfingar f skylmingum Fyrir um tveimur árum var stofnuð skylmingadeild FH. Eg, undirritaður fór á æftngu hjá deild- inni um síðustu helgi og kynnti mér bæði íþróttina sjálfa og árangur þessarar ungu deildar. Eg tók Ólaf Bjarnason, þjálfara, tali og bað hann um að segja okkur frá skylming- um á Islandi og starfi skylminga- deildar FH. Ólafur segir að skylmingaíþróttin Ólafur Iljarnason höggsverðið mundar hafi verið stunduð á Islandi allt frá árinu 1930, en þó með nokkrum hléum. Frá því um 1985 hefur ver- ið nokkur uppsveifla í íþróttinni og þó sérstaklega síðustu fjögur árin. Megin ástæðan fyrir þessum mikla uppgangi skylminga á íslandi má rekja til þess að Skylmingafélag Reykjavíkur réð til sín mjög hæfan búlgarskan þjálfara. Lengi vel var Skylmingafélag Reykjavíkur eina skylmingafélag landsins en fyrir tveimur árum var stofnuð skylm- ingadeild innan FH og voru það einkum hafnfirðingar sem áður höfðu æft með SR sem stóðu að stofnun deildarinnar. Ólafur Bjamason er formaður skylminga- deildar FH og eins og áður segir, er hann jafnframt þjálfari hennar. Allt frá stofnun deildarinnar hafa FH- ingar verið í fremstu röð skylm- ingamanna á íslandi. Sem dænii má nefna að FH-ingurinn Kári Freyr Bjömsson varð Islandsmeist- ari í skylmingum með höggsverð- um þriðja árið í röð og Ólafur Bjamason var í öðru sæti annað árið í röð, á móti sem haldið var í Perlunni nú nýverið. Þess má einnig geta að þeir félagar em í landsliði íslands í skylmingum, en það varð í öðru sæti í hópakeppni á Norðurlandamótinu í apríl síðast- liðnum og sigraði á Eystrasaltsmót- inu sem haldið var í Danmörku á síðasta ári. Æfingar hjá skylmingadeild FH em einu sinni í viku, á laugardags- morgnum frá klukkan 10 til 12 og eru öllum velkomið að mæta, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Þeir sem lengra eru komnir fara þó einnig á æfingar hjá Skylmingar- félagi Reykjavík- ur. Ölafur Bjama- son, þjálfari, seg- ir að deildin láni sverð. hanska og grímu öllum þeim sem hyggj- ast hefja æfingar með félaginu og því sé kostnaður- inn fyrir byrjend- ur sára lítill. Hann segir að mjög góð og vax- andi þátttaka sé í yngri flokkunum. Þetta sé íþrótt sem henti vel báðum kynjunum og að keppt sé í sameiginlegum flokk- um þeirra. Aðspurður sagði Ólafur að högg- sverð væm langvinsælust á íslandi, en einnig er keppt í skylmingum með stungusverðum og lagsverð- um. Ólafur sagði að skylminga- menn fái mesta hreyfingu í skylm- ingum með höggsverðum, og að þær reyna töluvert á framanverð lærin, en þó verður álagið aldrei mjög mikið. Meiðsli í íþróttinni eru mjög sjaldgæf vegna þess hve allar hreyfingar eru mjúkar. Ólafur segir einnig að það sem góður skylmingamaður þurfi til að bera sé mikil einbeitning og iíkamlegt út- hald, sérstaklega ef verið sé að keppa í mótum þar sem hver bar- daginn er á eftir öðrum. I skylmingum með höggsverðum er öll eggin notuð, og einnig má stinga. Þá gildir að hitta líkama andstæðingsins fyrir ofan mitti og fyrir það fæst eitt stig og er hver bardagi upp á fimmtán stig. Þegar keppt er, eru skylmingamennirnir í sérstökum búningum sem eru raf- tengdir, þannig að þegar sverðið snertir búning andstæðingsins kviknar ljós er synir snertingu. Að lokinni æfingu rétti Ólafur fram vinstri höndina að hætti skylmingamanna og þakkaði mér fyrir komuna. Þess má geta að sá siður að rétta frarn hægri höndina og heilsa, er gamall evrópskur siður þar sem er verið að sýna að maður sé ekki með sverð í hendinni. Ólaf- ur var með sverð.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.