Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 1
www. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 3. tbl. 24. árg. 2005 Fimmtudagur 20. janúar Upplag 7.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði ISSN 1670-4169 Undir yfirskriftinni „Niðurrif á Norðurbakka“ (og jafnvel gleði- leg) var hluta af gamla bæjarút- gerðarhúsinu breytt í listsýningu þar sem mátti sjá, heyra og upp- lifa list ungs fólks sem vakti verulega athygli. Það var að frumkvæði strák- anna í hljómsveitinni Úlpu að þessi hátíð var haldin en sveitin hefur haft æfingaraðstöðu í hús- inu síðustu ár ásamt fleirum. Vídeóverk Kristínar Helgu Káradóttur vöktu verulega at- hygli, sömuleiðis ljósmyndasýn- ing Ármanns Hákonar Gunnars- sonar þar sem fór saman vel unnar myndir og skemmtileg umgjörð og tónleikarnir um kvöldið voru þokkalega sóttir en góðir samt. Fjölmargt fleira fór þarna fram og eiga aðstandendur heiður skilið fyrir framtakið. Samstaða um lækkun gjalda Gjöld hækka samt Bæjarstjórn samþykkti á aukafundi sínum á þriðjudag að lækka álagningarprósentu fasteignagjalda á íbúðarhús- næði úr 0,36% í 0,335% en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir 0,345%. Vegna hækkunar á mati fasteigna hækkar upphæð fasteignagjalda af sérbýli um 11,2% og af fjölbýli um 5,2%. Þá samþykkti bæjarstjórn að fasteignagjöld af atvinnuhús- næði verði 1,628%, sama og fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir og lækkar úr 1,65%. Að jafnaði greiða eigendur atvinnuhús- næðis þó 4,6% hærri upphæð en fyrir ári síðan. Að sögn Lúðvíks Geirssonar var samstaða í bæjarráði að leggja þetta til en þetta þýðir 4- 5 millj. kr. lægri tekjur af fast- eignagjöldum en fjárhagsáætl- un gerði ráð fyrir en gert var ráð fyrir 830 millj. kr. tekjum. Hækkun neysluvísitölu á síðasta ári nam 3,9%. Árið 2001 voru fasteignagjöld af íbúðarhúsnæði 0,375% og af atvinnuhúsnæði 1,45%. Í reglugerð um fasteigna- gjöld segir að heimilt sé að leggja á allt að 1,32% á at- vinnuhúsnæði og 0,5% á íbúð- arhúsnæði en þó geti sveit- arstjórnir hækkað álagninguna um 25%. Það þýðir að há- marksálagning er 1,65% á at- vinnuhúsnæði og 0,625% á íbúðarhúsnæði. Falda menningin á Norðurbakka Velheppnuð menningarvaka í bæjarútgerðarhúsinu Hljómsveitin Úlpa á „sviðinu“ í gamla matsalnum. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Þorri hefst Bóndadagur á morgun Það sem sumir segja skemmd- an mat segja aðrir vera lostæti og þeir síðarnefndu geta tekið gleði sína því á morgun hefst þorrinn og landinn hámar í sig hrútspung- um, lundaböggum, bringukollum, sviðum, síld og lifrarpylsum að ógleymdum hákarlinum sem þykir þjóðlegast að renna niður með ísköldu brennivíni. Dílaskarfur á Norðurgarði. Dílaskarfar eru góðir kafarar og geta kafað mjög djúpt til að veiða en þeir lifa mest á botnfiskum. Dílaskarfar hafa lengi verið veiddir til matar og þykja herramannsmatur.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.