Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. janúar 2005 3ja rétta kvöldverður: – frá kr. 1.990,- 2ja rétta hádegisverður: – frá kr. 990,- Víðistaðakirkja Sunnudagur 23. janúar Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir alla fjölskylduna. Guðsþjónusta kl. 14.00 Unglingakór Víðistaðakirkju syngur létta söngva undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttur Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00, súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 www.vidistadakirkja.is Allir velkomnir Sóknarprestur Hún liggur víða, menningin. Það er erfitt að skilgreina hvað sé menning og hvað ekki. Þó er skilgreiningin einfaldari þegar kemur að því að styrkja menninguna og þá er jafnvel farið að flokka hana á bak við tjöldin í hámenningu, unglinga- menningu og annað álíka. En menn þurfa ekki alltaf að setja sig undir mælistiku og menningin lifir vel án afskipta stjórnvalda og skilgreininga. Víða um bæinn grasserar t.d. tónlistarmenning, meðal ungra sem aldna sem láta ekki setja sig undir mælistiku. Við öll sem viljum meira líf í miðbæinn og aðra bæjarhluta hljótum að kalla á þessa tónlistarmenn (spilara, glamrara) og óska eftir nærveru þeirra. Það þarf engan Carreras til að gera stormandi lukku, það hefur Árni Johnsen sannað fyrir löngu. Aðstaða fyrir unglinga til að stunda sín áhugamál er mjög mikilvæg hvort heldur það er í tónlist, skátum, myndlist, íþróttum eða öðru. Hins vegar er mjög mikilvægt að virkja frumkvæði unglinganna og þjálfa enda lítil forvörn eða kennsla fólgin í því að gera eitthvað fyrir unglingana. Öllum fjármunum er vel varið í gott starf en þegar minna er til skiptanna en dugar fyrir öllu góðu starfi þarf að takmarka útdeilingu peninga og þá þarf jafnt yfir alla að ganga. Í ánægju yfir góðu framlagi Hafnarfjarðarbæjar til íþrótta má ekki gleyma að það er fleira gott til sem situr á hakanum. Nú er t.d. verið að gera myndarlegan samning við skátafélagið Hraunbúa og er það fagnaðarefni enda óvíða sem stundað er jafn uppbyggilegt starf og innan skátahreyfingarinnar þar sem leitast er við að þroska frumkvæði hvers einstaklings. Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi að fá að taka þátt í skátastarfi allan minn ungdómsaldur og ég segi það kinnroðalaust að það gaf mér meira en flest annað. Í Hraunbúum starfa og hafa starfað fjölmargir ungir foringjar sem hafa staðið sig afskaplega vel og hafa unnið af mikilli fórnfýsi. Hvar eru viðurkenningarnar frá bæjaryfir- völdum til þessara ungu „sigurvegara“? Guðni Gíslason 5. Austurgata 44, Tvíbýli. Þrastarverk ehf lagði þann 19.08.04 fram fyrirspurn um að byggja tvíbýli úr steinsteypu. Leitast er við að aðlaga hús og þakform að aðliggjandi húsi nr.42. Útlit og grunnmyndir eru ekki full- gerðar. Nýjar teikningar bárust þann 16.09.04. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingareftirlits- deildar dags 27.08.04, ásamt minnispunktum dags 17.09.04. Erindið var til umfjöllunar á af- greiðslufundi skipulags- og bygg- ingarfulltrúa 05.01.05 og vísað til skipulags- og byggingarráðs. Er- indið var sent í grenndarkynningu sem lauk 31.12.04. Athugasemdir bárust. Frestað milli funda. 15. Jarðvegstippur, staðsetning Landslagsarkitektar Forma mættu á fundinn og kynntu tillögu um landmótun fyrir nýjan jarðvegs- tipp á svæði gömlu sorphauganna í Hamranesi. Skipulags- og byggingarráð samþykkir framkomna tillögu og felur umhverfis- og tæknisvið að sjá um framkvæmd verksins. 17. Svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins - Garðabær, breyt- ing Lögð fram til umsagnar tillaga Garðabæjar að breytingu á svæð- isskipulagi hvað varðar uppbygg- ingu íbúðar- og atvinnusvæða. Erindi dagsett 20.12.04. Skipulags- og byggingarráð tel- ur að aukin uppbygging í Urriða- holti og Hnoðraholti styrki áform um Ofanbyggðaveg/Elliðavatns- veg og gerir ekki athugasemd við breytingartillöguna. Skipulags- og byggingarráð gerir eftirfarandi til- lögu til bæjarstjórnar: „Bæjarstjórn Hafnarfjarðar telur að aukin uppbygging í Urriðaholti og Hnoðraholti sbr. tillögu Garða- bæjar að breytingu á svæðis- skipulagi styrki áform um Ofan- byggðaveg/Elliðavatnsveg og gerir ekki athugasemd við breytinguna.“ 20. Krýsuvíkurvegur, aðalskipulag Lagður fram úrskurður Skipu- lagsstofnunar dags. 29.12.04 varðandi matsskyldu Krýsuvíkur- vegar milli Hraunhellu og Hamra- ness, Hafnarfjarðarbæ. Fram- kvæmdin telst ekki matsskyld. Stjörnuskoðun St. Georgsgildið í Hafnarfirði, félag eldri skáta, stendur fyrir kynningarfundi um stjörnuskoðun í skátaheimilinu Hraun- byrgi v/ Hjallabraut miðvikudaginn 26. janúar kl. 20. Allir velkomnir. Kynningarfundur Mánudaginn 24. janúar kl. 17 verður í Hafnarborg kynningarfundur vegna fyrirhugaðra byggingaframkvæmda á olíutankasvæðinu á Hvaleyrarholti. Herrakvöld Hauka Herrakvöld Hauka verður haldið í veislu- salnum að Ásvöllum á morgun föstu- dag og verður húsið opnað kl. 19.30. Sýning á Hrafnistu Tryggvi Ingvarsson rafvirkjameistari og heimilismaður á Hrafnistu sýnir útsaum og málaða dúka í Menningarsalnum á fyrstu hæð. Sýningin verður opnuð í dag, fimmtudag kl. 14 og stendur til 15. febrúar. Sunnudagur 23. janúar Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 Allir leiðtogar og báðir prestar taka þátt. Söngur, sögur, leikir og myndir einkenna stundina. Kirkjuhljómsveitin spilar. Eftir guðsþjónustuna er boðið upp á hressingu í safnaðarheimilinu. Strætisvagn ekur frá Hvaleyrarskóla kl.11. Alfa-kynningarkvöld þriðjudaginn 25. janúar n.k. kl. 19. Léttur kvöldverður. Erindið „Er kristindómurinn leiðinlegur, ósannur eða tímaskekkja?“. Allir velkomnir! Námskeiðið hefst kl. 19 þriðjudags- kvöldið 1. febrúar n.k. Upplýsingar í síma 862 5877 og 821 6466. www.hafnarf jardark i rkja. is Opið hús hjá SVH í kvöld, fimmtudag kl. 20 Opið hús í kvöld, fimmtudag kl. 20 að Flatahrauni 29. Sportvörugerðin kennir Cortland flugulínur. Allir velkomnir. Stangaveiðifélag Hafnarfjarðar www.svh.is Bílasprautun – réttingar Bílaverk ehf. Gerum föst verðtilboð Bílaverk ehf. • Kaplahrauni 10 • sími 565 0708 Útgefandi: Keilir ehf. Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Umbrot: Hönnunarhúsið, umbrot@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.