Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 3
www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 20. janúar 2005 Fjaran Bjóðum upp á spennandi matseðil í glæsilegu umhverfi í einu elsta húsi bæjarins. Fjörugarðurinn Víkingasveitin leikur fyrir matargesti. Munið að panta í Þorrahlaðborðið vinsæla. Um helgina: Rúnar Þór og hljómsveit leikur laugardag kl. 23-03. sími 565 1213 Tilkynning frá ferðanefnd Félags eldri borgara í Hafnarfirði Sæludagur á Hótel Örk Vegna mikillar aðsóknar þurfa þeir sem hafa skráð sig í ferðina að greiða 5000 kr. til að staðfesta þáttöku. Tekið verður við greiðslum í Hraunseli 3. og 4. febrúar milli kl. 13 og 16 báða dagana. Ferðanefndin. Sjóvá-Almennar tryggingar hf. og Fimleikafélag Hafnarfjarðar gerðu með sér styrktarsamning sem undirritaður var sl. mánudag í Kaplakrika. Það voru þeir Magnús Gunn- arsson hjá Sjóvá og Guðmundur Þorsteinsson, formaður ungl- ingaráðs FH í handknattleik sem undirrituðu samninginn sem felur í sér að Sjóvá greiðir félag- inu ákveðna peningaupphæð auk þess sem Sjóvá lætur félaginu í té 400 flíspeysur sem merktar eru með merki FH og Sjóvár. Þjálfarar félagsins verða í merktum búningum með merki Sjóvár og FH og flaggað verður merki Sjóvár á þeim mótum sem unglingaráðið heldur. Samning- urinn er til eins árs og stefnt er að endurnýjun hans í tvö ár í viðbót, eitt ár í senn. Sjóvá-Almennar styrkir unglingastarf FH myndarlega Samningur undirritaður í Kaplakrika sl. mánudag Magnús Gunnarsson, t.v. og Guðmundur Þorsteinsson, t.h. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Leiguíbúðir óskast Fasteignafélag Hafnarfjarðar óskar eftir að taka á leigu nokkrar íbúðir í Hafnarfirði. Um er að ræða langtímaleigu eða leigu til allt að 10 ára. Íbúðirnar skulu vera lausar til útleigu sem fyrst. Um er að ræða tvær 2ja herbergja íbúðir sem skulu vera sem næst 55-65 m², tvær 3ja herbergja íbúðir sem skulu vera sem næst 70-80 m² og tvær 4ra herbergja íbúðir sem skulu vera sem næst 90-100 m². Þriggja herbergja íbúðirnar og önnur tveggja herbergja íbúðin þurfa að vera í fjölbýlishúsi með góðri lyftu. Íbúðirnar þurfa að vera í góðu ástandi og skal viðhald þeirra vera innifalið í húsaleigu. Þessar íbúðir verða svo framleigðar til einstaklinga og fjöl- skyldna, sem eru á biðlista Félagsþjónustunnar í Hafnarfirði eftir leiguíbúðum. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram í tilboði bjóðenda: 1. Upphæð á húsleigu á mánuði miðað við vísitölu neysluverðs í janúar 2005 (239,0 stig) 2. Upphæð á hússjóði, þ.e. hiti, rafmagn í sameign og annar sameiginlegur kostnaður ef einhver er (þrif á sameign, vinna við sorptunnur, hreinsun á gólfmottum ofl.). 3. Heildar húsaleiga sem er samtala af liðum 1 og 2 hér að ofan. 4. Dagsetning á afhendingu. Við samanburð á tilboðum verður miðað við heildar kostnað á leigu íbúðar og/eða heildar kostnað á hvern fermetra í hverri íbúðargerð fyrir sig. Tilboðum skal skilað til Fasteignafélags Hafnarfjarðar, Strand- götu 11, fyrir kl. 11.00 fimmtudaginn 27. janúar, upplýsingar veitir Guðmundur Jónsson, sími 585 5636 og 664 5636, milli kl 8 og 16. Fasteignafélag Hafnarfjarðar Í Hafnarfirði búa um 22 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningu í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Slæmt ástand á gangstéttum Þrátt fyrir ötult starf starfs- manna Þjónustumiðstöðvar Hafnarfjarðar næst engan veginn að ryðja gangstéttar eins og skyldi þar sem tækjabúnaður er ekki fyrir hendi. Af þessu skapast mikil hætta því víða þurfa gangandi vegfarendur að ganga á götunni þar sem rutt hefur verið af götum upp á gangstéttar. Mönnum var brugðið að sjá börn að leik í snjóruðningi út við götu við Setbergsskóla en engin girðing hamlar leik barna eða hlaup út á Hlíðarbergið, stofn- götu í gegnum Setbergshverfið. Þar mátti einnig sjá að ruðningar eru við gangbrautir yfir götuna þar sem krakkar geta átt á hættu að renna af og fyrir bíla sem þar aka framhjá. Börn að leik á óruddri gangstétt við Setbergsskóla. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Rutt hefur verið upp á gangstétt í Fagraberginu. Óklipptur gróður.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.