Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 20. janúar 2005 HERRAKVÖLD HAUKA 2005 Hið sívinsæla Herrakvöld Hauka verður haldið í veislusalnum að Ásvöllum, föstudaginn 21. janúar. Húsið opnað kl. 19.30 og hefst borðhald tímanlega. Miðaverð aðeins kr. 2.500. Fyrir utan glæsilegan matseðil verður fjölbreytt dagskrá undir öruggri veislustjórn Konráðs Jónssonar. Þetta er skemmtun sem enginn sannur herramaður má láta fram hjá sér fara enda er lagt upp með að skemmtuninni ljúki seinna en fyrr. Sýnum styrk okkar Haukamenn og mætum með gesti. Skemmtinefndin www.gaf l inn. is | Sími 555-4477 | Fax 565-4477 | Dalshraun 13 | gaf l inn@gaf l inn. is Bjóðum upp á þorrablót í salarkynnum okkar eða úti í bæ. Þorraþrælarnir Valdimar Sveinsson og Hermann Ármannsson eru með áralanga reynslu í gerð þorramatar. Þorramatur með heima- bökuðu rúgbrauði, hangikjöti, saltkjöti og tilheyrandi. Pottréttur fyrir þá sem fara varlega í þorramatinn. Hefðbundinn íslenskur þorramatur © H ön nu na rh ús ið /F P – 05 01 Þær voru bak við rimla skv. venju nunnurnar í Karmel- klaustri á samkirkjulegri helgi- og bænastund í klaustrinu sl. mánudagskvöld. Fullt var út að dyrum og þurftu margir að standa. Sumir voru að koma í klaustrið í fyrsta skipti og fyrir þá var það mikil upplifun. Séra Jakob Rolland, séra Gunnþór Ingason og sr. Þórhild- ur Ólafs tóku þátt í helgihaldinu auk þess sem Gunnar Eyjólfs- son, leikari las ljóð og Kór Öldu- túnsskóla söng. St. Fanciskusyst- ur sungu og léku á hljóðfæri. Helgistundin var liður í alþjóð- legri bænaviku. Húsfyllir í klausturmessu Samkirkjuleg helgi- og bænastund í Karmelklaustri Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Viktor Björnsson var kjörinn fyrsti formaður Reykdalsfélags- ins á stofnfundi þess í Iðnskólan- um á þriðjudag. Tilgangur félagsins er að afla allra tiltækra gagna og upp- lýsinga um líf og störf Jóhann- esar J. Reykdals, safna munum sem voru í eigu hans eða tengd- ust honum á einhvern hátt og varðveita þá. Félaginu er einnig ætlað að styðja við rekstur Reyk- dalsvirkjunar og hvetja til þess, að virkjunin verði notuð til kennslu og þjálfunar skólanema. Stofnfélagar eru þeir sem greiða stofnfélagsgjald, kr. 2.000 inn á reikning félagsins fyrir fyrsta aðalfund þess sem verður að ári. Reykdalsfélagið stofnað Ætlar að halda uppi minningu Jóhannesar J. Reykdal Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Verslum í Hafnarfirði! .. . og þú g ræði r !

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.