Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 7
www.fjardarposturinn.is 7Fimmtudagur 20. janúar 2005 Úrslit: Körfubolti Úrvalsdeild karla: Tindastóll - Haukar: 79-74 Handbolti Úrvalsdeild kvenna: Fram - Haukar: 19-26 FH - Víkingur: 27-29 Næstu leikir: Handbolti 22.1. kl. 13.30, Kaplakriki: FH - Valur (úrvalsdeild kvenna) 23.1. kl. 19.30, Ásvellir: Haukar - Grótta KR (úrvalsdeild kvenna) Körfubolti 20.1. kl. 19.15, Ásvellir: Haukar - UMFG (úrvalsdeild kvenna) 25.1. kl. 19.15, DHL-Höllin KR - Haukar (úrvalsdeild kvenna) Maraþon sjósund Maraþonsund SH-inga í sjónum fór fram sl. laugardag til styrktar fórnarlömbum hamfaranna í Asíu Þá þreyttu sjö sundmenn úr SH sjósund í Fossvoginum í samvinnu við Sjósundfélag Íslands. Sundið var þreytt til styrktar fórnarlömbum nátt- úruhamfaranna í Asíu. Alls þreyttu 19 sundmenn sundið. SH-ingarnir voru Hrafnkell Marinósson, Hilmar Hreins- son, Steinn Jóhannsson, Birna Ólafsdóttir, Róbert McKee, Gísli Johnsen og Júlíus Ívars- son. Sjórinn var um ein gráða og því urðu menn að gæta hófs og vera ekki of lengi ofan í. SH- ingarnir fóru frá einu sinni og upp í fjögur skipti ofan í og voru frá 1,30 mín og upp í rúmar fjórar mínútur í sjónum. Uppákoman tókst vel og tókst hópnum að safna vel á aðra milljón í áheitum. Er það von þeirra sem stóðu að sundinu að peningarnir komi að góðum notum í uppbyggingarstarfinu sem er framundan. Nýr þjálfari FH stúlkna Slavko Bambir var í dag ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna í handknattleik. Slavko, sem er fyrrverandi landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins, mun stjórna liðinu fram á vor en hann tekur við af Sigurði Gunnarssyni sem þurfti að láta af störfum vegna anna í vinnu. Íþróttir Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á aukafundi 18. jan- úar tillögu bæjarráðs að lækka álagningarprósentu fasteignaskatts á íbúð- arhúsnæði í 0,335% úr 0.36 eða um nærri 7% og álagningarprósenta á atvinnuhúsnæði úr 1.65 í 1,628%. Með þessu hækka fasteignagjöldin á milli ára í samræmi við almenna verðlags- þróun og munu því ekki taka mið að þeirri gríðarlegu hækkun sem áður var boðuð af meirihluta Samfylkingarinnar. Atburðarrásin var að á fundi í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í síð- ustu viku óskuðu bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eftir nánari skýringum og útreikningum á tillögu Samfylkingar um að fasteignagjöld 2005 hækkuðu ekki umfram þau 11,5% sem gert hafi verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun. Eftir miklar umræður var fallist á að vísa tillögunni til meðferðar í bæjar- ráði og til aukafundar á bæjar- stjórn. Bæjarráð samþykkti svo samhljóða ofna- greinda tillögu um hækkun til samræmis við verðlagsþróun. Þar með hefur til- laga Sjálfstæðis- flokksins til varnar stórhækkunum á fats- eignagjöldum náð fram að ganga og það er auðvitað mjög ánægjulegt þegar ráðandi meirihluti bakkar frá fyrri áformum. Bæj- arbúar hafa ástæðu til að fagna þessari niðurstöðu sem færir okkur heim sanninn um að með markvissri og ábyrgri pólitískri vinnu og málflutningi er jafnvel hægt að fá meirihlutavaldið til að beygja af. Það er einnig ljóst að það hefði vægast sagt litið illa út fyrir Samfylkinguna að halda til streitu fyrri áformum um verulega hækkun fasteigna- gjalda. Fasteignagjöld Samfylkingin bakkar Haraldur Þór Ólason Í lögum um tekjustofna sveitar- félaga nr. 4/1995 er gert grein fyr- ir að fasteignaskattar séu einn af þremur grunntekjustofnum sveit- arfélaga til almenns reksturs, auk útsvars og framlaga úr jöfnunar- sjóði sveitarfélaga. Flestir tengja skattinnheimtuna því að það sé verið að greiða til gatna- eða um- hverfisþátta, en í raun skiptir engu máli hvort fasteignaskattar séu síðan nýttir af sveitarfélögunum vegna t.d. kostnaðar við snjó- mokstur, leikskólarekstur eða íþrótta- og æskulýðsstarfs. Á árabilinu 1999-2004 eru fast- eignaskattar í Hafnarfirði árlega að meðaltali 12-13% af heildar- skatttekjum sveitarfélagsins, en útsvarstekjur 79-80%. Víða á landsbyggðinni eru hlutföllin allt önnur þar sem þáttur jöfnunar- sjóðs sveitarfélaga er mun stærri hlutur af heildarskatttekjum. Ákvörðun álagningarstofns og prósentu Fasteignaskatturinn skal vera ákveðið hlutfall af álagningar- stofni sem metin er samkvæmt reglum um Fasteignamat ríkisins. Stofninn tekur mið af breytingu verðlags á fasteignamarkaði við kaup og sölu sl. 12 mánuði á und- an. Skal sveitarfélögum fyrir 1. desember ár hvert látnar í té skrár yfir þeir breytingar sem hafa orðið á árinu. Á þessu ári birti yfirfasteigna- matsnefndin framreiknistuðla þann 23. desember sl. Þar kemur fram að í Hafnarfirði (sama breyt- ing á öllu höfuðborgarsvæðinu, nema Seltjarnarnesi) hækkar atvinnuhúsnæði að meðaltali um 6% (5% árið 2003), fjölbýlis- húsaeignir um 13% (10% árið 2003) og sérbýlishúsaeignir um 20% (5% árið 2003). Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar vegna ársins 2005 sem afgreidd var í bæjarstjórn strax í byrjun desember sl. (áður en að fram- reiknistuðlarnir voru birtir) var stuðst við þá forsendu að atvinnuhúsnæði hefði hækkað um 8% en íbúðahúsnæði um 13%. Á grundvelli þessa var stuðst við sömu álagningarprósentu og árið á undan. Mikil- vægt er að skv. lögun- um er ekki mögulegt að breyta álagningarprós- entu á milli sérbýlis og fjölbýlis, en prósentan var 0,36% í Hafnarfirði vegna íbúðahúsnæðis og 1,65% vegna atvinnuhús- næðis. Hámarksheimild sbr. 3. gr. áðurnefndra laga er 0,625% vegna íbúðarhúsnæðis og 1,65% vegna atvinnuhúsnæðis. Hluti af útsvarinu fer í jöfnunarsjóðinn Í nóvember sl. gerði Árni Magnússon félagsmálaráðherra grein fyrir því hversu mikið hvert einstakt sveitarfélag á landinu hefði ekki nýtt af mögulegum tekjustofnum sínum í umræðu og svari á Alþingi vegna tekju- skiptingar ríkis og sveitarfélaga. Þar kemur fram að miðað við fullnýtingu álagningarinnar (hæstu mögulegu prósentu) hefði orðið skatttekjuaukning í Hafn- arfirði upp á 148 millj. kr. árið 1999, 176 millj. kr. árið 2000, 211 millj. kr. árið 2001, 267 millj. kr. árið 2002 og 254 millj. kr. árið 2003. Mikilvægt er að þrátt fyrir að á þetta hafi verið bent í umræðu um rekstrarvanda sveit- arfélaga að skattinnheimta má aldrei vera óhófleg. Mikilvægara er að huga frekar að jöfnuði í skiptingu skatttekna milli ríkis og sveitarfélaga. Í sama svari kemur fram að á sama árabili eru út- svarstekjur og fast- eignaskattur í Hafnar- firði eru um 92-93% af heildarskatttekjum (eins og áður kom fram). Skatttekjur úr jöfnunarsjóði sveitar- félaga nema því um 8% af heildinni. Það eru hinsvegar ekki margir sem vita að af útsvarinu (13,03%) er greitt beint til jöfnunarsjóðsins 0,77%, eða m.ö.o. renna 12,26% til Hafnar- fjarðar hverju sinni. Miðað við það að útsvarið myndi renni allt óskipt til Hafnar- fjarðar hefði mátt gera ráð fyrir að á árinu 2005 hefði orðið 60-70 milljónum króna tekjuaukning m.t.t. þeirra framlaga sem Hafn- arfjarðarbær fær úr sjóðnum. Það væri því kostur fyrir Hafnarfjörð að það sem íbúar bæjarins greiða með sköttum sínum, að hlutfall jöfnunarsjóðsins myndi lækka, mun meira yrði eftir í heima- byggð. Lækkun álagningarprósentu í Hafnarfirði Af framansögðu er það ljóst að miðað við þá umræðu sem verið hefur uppi um tekjustofna sveitar- félaga, skiptingu á skatttekjum ríkis og sveitarfélaga, að mjög varlega þarf að fara í endurmat hverju sinni á álagningarprósentu þar sem skattinnheimtan ræðst af sveiflum á markaði. Þrátt fyrir að sveitarfélagið fullnýti ekki heim- ildir sínar, þá má skattinnheimtan ekki vera óhófleg, tengd sveiflum á markaði. Vel má vera að skyn- samlegra væri að bein tengja inn- heimtuna því ennfrekar stærð, rúmmáli og aldri eigna (þó má einnig deila um slíkt). Mikilvægt er hinsvegar alltaf að nýta það svigrúm til lækkunar hverju sinni, líkt og nú, þar sem stofninn hækkar umfram það sem fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. Þess vegna var samþykkt nær sam- hljóða tillaga í bæjarstjórn um 7% lækkun álagningarprósentunnar í 0,335% fyrir íbúðahúsnæði, auk lækkunar á stuðlinum fyrir atvinnuhúsnæði í 1,628%. Með þessari breytingu munu nást fram heildarmarkmiðin í fjárhagsáætlun vegna tekju- stofnsins. Það er einnig vonandi að álagningarreglum verði breytt á árinu af hálfu löggjafans á þann hátt að nýjar eignir komi strax til álagningar (lagt á í rauntíma), en ekki sé einungis lagt á fasteignir miðað við skráningu eigna 1. desember ár hvert. Slíkt myndi stuðla að jöfnuði. Að lokum má ekki gleyma veigamesta þættinum sem er að Samband íslenskra sveitarfélaga og félags- og fjármálaráðherra (Alþingi) beiti sér fyrir því að fullum krafti að sú endurskoð- unarvinna á tekjustofnum sveitar- félaga sem hófst fyrir alllöngu verði lokið hið fyrsta. Til fram- tíðar gætum við því séð áhrif jöfnunarsjóðsins og fasteigna- skattsins breytast og jafnvel allt aðra meðhöndlun á tekjuskatti ríkis og útsvari sveitarfélaga. Höfundur er forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. Á að stokka upp fasteignaskattakerfið? Gunnar Svavarsson St. Georgsgildið í Hafnarfirði, sem er félag eldri skáta, stendur fyrir kynningarfundi um stjörnuskoðun í skátaheimilinu Hraunbyrgi v/ Hjallabraut mið- vikudaginn 26. janúar kl. 20. Þar greinir Úlfar Harri Elías- son, kennari í Iðnskólanum, frá ýmsum leyndardómum himin- hvolfsins og hvernig hægt er að stunda stjörnuskoðun án mikils kostnaðar. Ef stjörnubjart verð- ur gefst tækifæri til að líta í stjörnukíki. Úlfar hefur stundað fjarnám í stjörnufræði við háskóla í Ástralíu og lýkur því námi í vor. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Viltu þekkja stjörnuhimininn? Eldri skátar halda opinn fund Bílstjóri hjá Hópbílum tók þessa mynd af ágengum gæsum við 10- 11 við Melabraut í hádeginu á þriðjudag. Ágengar gæsir

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.