Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. janúar 2005 Þriggja herb. íbúð á jarðhæð Hvömmunum til leigu. 80-90 m² m/ geymslu. Stór stofa, svefnherb og herbergi auk eldhúss. Laus 1. mars. Eingöngu reglusamt fólk kemur til greina. Uppl. í s. 555 0922. Óskum eftir barngóðri konu eða stúlku til að taka á móti börnum úr skóla þrjá daga vikunnar frá kl. 16- 18. Upplýsingar í síma 895-4647. Fimm ára strákur óskar eftir barnapíu eitt og eitt kvöld í viku. Erum á Hverfisgötunni. Uppl. í s. 691 3636, Sigríður. Óska eftir 50 l eða stærra fiskabúri og fiskum, skrautfiskum. Uppl. í s. 565 3046, 866 6004. Leður hornsófi 290x230 til sölu, koníaksbrúnn og mjög vel farinn á 100.000 kr. Uppl. 896-9913 a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s s í m i 565 3066 Þú getur sent smáauglýsingar á a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 Barnapössun Barnapössun Barnapössun Til leigu Smáauglýsingar Aðeins 500 kr. Sendið auglýsingarnar á auglysingar@fjardarposturinn.is eða í síma 565 3066 milli kl. 9-12 og 13-17. Hámark 25 orð. Aðeins til einstaklinga, ekki rekstraraðila Tapað-fundið: FRÍTT - Fæst gefins: FRÍTT Fjarðarpósturinn — hafnfirskur fyrir Hafnfirðinga – allsstaðar! Hvaða sveitarfélagi eigum við að sameinast? Vatnsleysustrandarhreppi 44% Vatnsleysustr.hr. og Grindavík 7% Álftanesi 28% Engu 24% Taktu þátt á www.fjardarposturinn.is Breiðband - Loftnet Gervihnattaþjónusta og sala Rafeindavirkjar. Loftnet IJ ehf. Sími 696 1991. Ingibjörg Vilhjálmsdóttir Ásbúðartröð 17 f. 14.4.1923 - d. 7.1.2005 ATVINNA Óska eftir stúlku í sal í Fjarðarnesti, Bæjarhrauni 4 sem opnað verður 31. janúar nk. Upplýsingar gefur Bergleifur í s. 846 3272. F J A R Ð A R N E S T I Nú standa fyrir dyrum miklar framkvæmdir við að rífa til grunna hús bæjarútgerðarinnar og önnur hús á Norðurbakka til að rýma fyrir nýrri byggð. Á vefsíðu Hafnarfjarðar- bæjar gat að líta fyrir síðustu helgi frétt um menningarhátíð á Norðurbakka Hafnar- fjarðarhafnar undir yf- irskriftinni „Gleðilegt niðurrif á bakkanum“. Var undirrituðum og fleiri brugðið enda er fólk flest enn að óska hvert öðru gleðilegs nýs árs og nokkuð kaldranalegt að hugsa sér að halda menningar- hátíð með niðurrif sem þema. Skýringin mun vera að „Gleði- legt niðurrif“ var haldið að frumkvæði þeirra sem voru með tómstundastarf í bæjarútgerð- arhúsinu, en einnig í samráði við einhvern aðila hjá Hafnarfjarð- arbæ. Það er ekkert við því að segja að ungt fólk hendi oft á lofti spennandi og stundum ögr- andi frasa en algerlega óþarft og ekki viðeigandi að Hafnarfjarð- arbær leggi nafn sitt við slíkt. Vert er að minnast að frystihús Bæjarútgerð Hafnarfjarðar tók til starfa á bakkanum árið 1957 eða aðeins fyrir tæpum 50 árum. Reyndar eru að verða bráðum 2 áratugir síðan fiskvinnsla var aflögð í húsinu en í minningu margra Hafnfirðinga lifir þetta hús sem merkur þáttur í atvinnusögu bæjarins þótt pólitískur ágrein- ingur hafi verið um aðkomu bæjarins að rekstri sem þessum. Raftækjaverksmiðj- an Rafha tók til starfa 1937 og hún hlaut sömu örlög og bæjar- útgerðin. Byggingarn- ar voru rifnar niður i fyrra til að rýma fyrir nýrri íbúðabyggð enda hafði hið merka fyrirtæki RAFHA runnið sitt skeið fyrir allmörgum árum. Í tilefni af því að húsin á Norðurbakkanum verða nú að víkja bauð Byggðasafn Hafnar- fjarðar upp á fræðslu um athafnalífið á Norðurbakka þar sem Már Sveinbjörnsson hafnar- stjóri og Pétur G. Kristbergsson fyrrum starfsmaður bæjarútgerð- arinnar. Þetta var þarft og mjög jákvætt framtak og fyrir það er þakkað. Höfundur er varabæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Gleðilegt niðurrif? Almar Grímsson Alfa-námskeið er nú að hefjast á vegum Hafnarfjarðarkirkju. Alfa námskeiðin eru upprunnin á Englandi og hafa gefið fólki dýrmætt tækifæri til að vaxa og þroskast í kristinni trúarvitund og skilningi og öðlast trúar- reynslu enda sækir þau fólk á öll- um aldri. Kynningarkvöld og skráning fer fram í safnaðarheimilinu Strandbergi kl. 19 á þriðjudag og hefst með léttum kvöldverði og síðan verður flutt erindi sem ber yfirskriftina „Er Kristindóm- urinn leiðinlegur, ósannur eða tímaskekkja?“. Allir eru vel- komnir á kynningarkvöldið sem er ókeypis. Námskeiðið sjálft hefst síðan kl. 19 þriðjudags- kvöldið 1. febrúar n.k. og eftir fylgja níu samverustundir á sama tíma en hlé verður gert um páskana. Á Alfa-námskeiði eru grundvallaratriði kristinnar trúar rædd í afslöppuðu umhverfi. Eina helgi gefst tækifæri til að fara út úr bænum og gista eina nótt á góðum stað. Þá verður fjallað um yfirnáttúrulega hluti sem tilheyra hinni kristilegu trúargöngu og trúarreynslu. Námskeiðið kostar 6000 kr. sem er greiðsla fyrir mat og öll kennslugögn tíu námskeiðs- kvöld. Alfa-helgi, fyrir þá sem vilja, kostar 4000-6000 kr. Allur kostnaður, ferðir, gisting og matur er innifalinn. Starfshópur annast nám- skeiðið, en aðal fræðslan verður í höndum þeirra sr. Gunnþórs Þ. Ingasonar og dr. Karls Guð- mundssonar. Hægt er að skrá sig og fá upplýsingar í síma 5551295 í Hafnarfjaðarkirkju eða hjá þeim Gunnþóri og Karli í síma 862 5877 og 821 6466 eða með tölvupósti til Gunnthor.- ingason@kirkjan.is eða kgud- mun@hotamil.com Alfa í Hafnarfjarðarkirkju Kynningarkvöld á þriðjudag kl. 19 Árið síðasta ári voru gerðar í þjóðskrá 1.705 breytingar á trú- félagaskráningu sem svarar til þess að 0,6% landsmanna hafi skipt um trúfélag á árinu, svipað hlutfall og undanfarin ár. Breyting á trúfélagsskráningu var í 65,9% tilvika vegna úrsagna úr þjóðkirkjunni, alls 1.123 eða 0,4% þeirra sem voru í þjóð- kirkjunni 1. desember 2004. Á móti 1.123 brottskráðum voru 170 skráðir í þjóðkirkjuna árið 2004. Brottskráðir umfram ný- skráða voru því 953 samanborið við 843 árið 2003 og 686 árið 2002. Nýskráningar voru flestar í Fríkirkjuna í Reykjavík, 345, Frí- kirkjuna í Hafnarfirði, 218 og Ka- þólsku kirkjuna, 208. Þarna eru aðeins taldar breytingar aðrar en þær er verða vegna fæðinga og andláta. Eing og áður hefur komið fram er gríðarleg aukning í Fríkirkjunni í Hafnarfirði en þar fjölgaði um 238 á síðasta ári, fæddir umfram látna voru 20, 218 fluttu sig í söfn- uðinn en 10 fluttu sig úr honum. Straumur í Fríkirkjuna Fékk 7 1/2 árs dóm 25 ára Hafnfirðingur, Börkur Birgisson, var dæmdur í fangelsi í 7 1/2 ár fyrir mörg brot. Hann var ákærður fyrir grófar líkasm- árásir á 6 menn, 5 karla og eina konu, umferðarlagabrot og brot á vopnalögum. Tilefni árásanna er að jafnaði lítið og fórnalömbin alltaf slegin af afli. Börkur var látinn sæta geðrannsókn og var fyllilega sakhæfur. Alvarlegustu árásina framdi hann á veitingastaðnum A Han- sen í ágúst þegar hann fór þar inn og hjó fyrirvaralaust með öxi að minnsta kosti tvisvar í höfuð manns sem þar var. Vopnið er að mati Héraðsdóms augljóslega til þess fallið að bana manni ef það er reitt til höggs af því afli sem þarna var beitt. Hending og hugsanlega viðbrögð sessunautar þess sem fyrir árásinn varð urðu til þess að ekki hlaust bani af. Þá varð það fórnarlambinu til happs að meginhöggið fékk hann á ennið þar sem það er þykkast og að auki lenti það inni í stórri enn- isholu. Sessunautur mannsins hlaut einnig áverka í atlögunni. Börkur Birgisson hefur áður hlotið nokkra dóma fyrir ýmis brot og hefur ekki látið sér segjast og eru þau til refsiþyngingar í þessu máli. Hann var dæmdur í sjö og hálfs árs fangelsi og til að greiða tveimur fórnarlamba sinna, samtal um 800.000 kr. í bætur. Af RUV Bensínverðið 19. janúar 2005 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísel Atlantsolía 97,2 44,7 Esso, Lækjargötu 98,7 46,7 Esso, Rvk.vegi 98,7 46,7 Olís, Vesturgötu 98,7 45,7 Orkan, Óseyrarbraut 97,1 44,2 ÓB, Fjarðakaupum 97,1 44,3 ÓB, Melabraut 97,2 44,3 Skeljungur, Rvk.vegi 98,7 45,7 Öll verð miðast við sjálfsafgreiðslu og eru fundin á vefsíðum olíufélaganna. Útfararþjónustan ehf. Stofnuð 1990 Komum heim til aðstoðar við undirbúning útfarar sé þess óskað Sími 893 8638 www.utfararstofan.is Rúnar Geirmundsson útfararstjóri Sími 567 9110

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.