Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 20.01.2005, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. janúar 2005 Kynningarfundur Mánudaginn 24. janúar verður haldinn kynningarfundur v/ olíutankasvæðisins á Hvaleyrarholti. Þetta er forstigskynning á deiliskipulagi. Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg kl. 17.00. Umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðar Útboð: Vesturgata – endurgerð Hafnarfjarðarbær auglýsir útboð á endurgerð Vesturgötu ásamt nýlögn og endurnýjun fráveitulagna, vatnslagna, hitaveitu, raf- strengja og símastrengja. Um er að ræða endurgerð 600 m Vesturgötu ásamt hringtorgum á gatnamótum Vesturgötu við Herjólfsgötu, við Vesturbraut og við Merkurgötu. Einnig skal leggja heimæðar að nýjum lóðum á Norðurbakka. Verklok eru 30. júní 2005. Nokkrar helstu magntölur eru: Fráveitulagnir 2500 m Þrýstilögn fráveitu 470 m Malbik 6600 m² Kantsteinn 2000 m Hellulögn 1000 m² Útboðsgögn eru til afhendingar í Þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6 gegn 10.000 kr. greiðslu og á heimasíðu Strend- ings ehf, verkfræðiþjónustu, veffang: strendingur.is án endur- gjalds, frá kl. 13.00 þriðjudaginn 18. janúar 2005. Tilboðum skal skila til Umhverfis og tæknisviðs Hafnarfjarðar, móttaka er í Þjónustuveri Hafnarfjarðar Strandgötu 6, fyrir kl. 11.00, þann 8. febrúar 2005 og verða þá tilboð opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Umhverfis- og tæknisviðs Hafnarfjarðar Í Hafnarfirði búa um 22 þúsund manns. Bærinn stendur í fallegu umhverfi hrauns og kletta. Hafnarfjörður hefur þá bæjarsál sem einkennir búsetu við sjó og státar um leið af hagkvæmni stærðarinnar og staðsetningu í jaðri höfuðborgarsvæðisins. Það er gott að búa og starfa í Hafnarfirði. Enginn leikmanna Hauka í körfuknattleik meiddist alvar- lega er rúta sem þeir voru í á leið frá Sauðárkróki fór út af vegin- um og valt á hliðina sl. fimmtu- dag. Fimmtán farþegar voru í rútunni auk bílstjóra og fluttu björgunarsveitarmenn úr Björg- unarfélaginu Blöndu frá Blöndu- ósi leikmennina í gistingu á Blönduósi. Í samtali við mbl.is segir Reynir Kristjánsson: „Rútan fauk út af veginum við Öxl, rétt áður en komið er að Vatns- dalnum. Þá fór að slá svona svakalega niður þarna með hlíð- inni. Það var kóf og gler á veg- inum þannig að við sátum bara og biðum eftir að rútan fyki út af. Það kom sviptivindur og svo fór hún af stað og skautaði þarna niður eftir. Hún valt á hliðina og rann svona um 30 metra niður eftir hlíðinni.“ „Óvissan er verst í þessu. En aðeins á undan eða aðeins á eftir hefði verið mun verra að fara af veginum. Það má eiginlega segja að við höfum farið út af á besta stað. Þetta var góður staður til að velta.“ Að sögn Reynis slasaðist eng- inn alvarlega en sumir fengu marbletti og kúlur. Haukar á hliðina Rúta valt með meistaraflokk karla í körfubolta Rútan á hvolfi utan vegar. Lj ós m .: B ry nj ar Ö rn S te in gr ím ss on Sl. laugardag var í þriðja sinn úthlutað úr Afreksmannasjóði ÍBH vegna afreka á árinu 2004. Ólympíuár er að baki þar sem hafnfirskir keppendur voru stór hluti íslenskra keppenda í Aþenu og stóðu sig vel. Alls var úthlutað 1.350.000 kr. vegna verkefna íþróttafólks sem tók þátt í Ólympíuleikum og þeirra sem reyndu að ná lágmörkum fyrir leikanna en í heild hefur 6,9 millj. kr. verið úthlutað vegna ársins 2004. Nú heyrir bæði Afreksmanna- sjóður og ferðasjóður undir Afreksmannasjóð og er upphæð Hafnarfjarðarbæjar 7.050.000 kr. vegna þessara verkefna, þar af eru 3.200.000 kr. í ferðasjóði. Framlag ÍBH er ákvörðun stjórnar ÍBH hverju sinni og hefur verið 500.000 kr. síðustu tvö ár en ÍBH hefur síðustu ár hækkað framlag sitt vegna aukinna þarfa. Siglingaklúbburinn Þytur, fékk úthlutað vegna þátttöku Hafsteins Ægis Geirssonar í heimsmeistaramóti. Styrkupp- hæð 40,000 kr. Haukar, hand- knattleiksdeild karla, sem átti keppnislið í 5 umferðum í Evrópukeppni. Styrkupphæð 375.000 kr. Alls hefur deildin fengið 2.875.000 kr. úthlutað vegna Evrópukeppni árið 2004 Sundfélag Hafnarfjarðar sem átti keppendur á HM og EM, Anju Ríkeyu Jakobsdóttur á Ev- rópumóti, Ragnheiði Ragnars- dóttur á Evrópumóti og heims- meistaramóti, styrkupphæð 120.000 kr. Fimleikafélagið Björk sem átti keppendur á HM, Björn Þorleifsson á EM í Taekvondo, styrkupphæð 40.000 kr. Tennisdeild BH sem átti keppanda, Andra Jónsson á HM landsliða, styrkupphæð 40.000 kr. FH frjálsíþróttadeild sem átti keppendur á HM og EM, Þóreyju Eddu Elísdóttur á heims- meistaramóti, Bergi Inga Péturs- son á heimsmeistaramóti 19 ára og yngri, Björn Margeirsson á HM í víðavangshlaupum, styrk- upphæð 120,000 kr. Knatt- spyrnudeild FH sem átti keppnis- lið í 3 umferðum í Evrópu- keppni, styrkupphæð 225.000 kr. Alls hefur deildin fengið út- hlutað 1.725.000 kr. vegna Evrópukeppni árið 2004 Úthlutað úr afreksmannasjóði ÍBH 6,9 millj. kr. hefur verið úthlutað vegna ársins 2004 – Hafnarfjarðarbær leggur til rúmar 7 milljónir kr. í sjóðinn. Fulltrúar styrkþega ásamt Hafsteini Þórðarsyni formanni t.v. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.