Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Page 12

Fjarðarpósturinn - 12.05.2005, Page 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 12. maí 2005 Við kunnum að meta eignina þína! Tjarnarbyggð kaupir Strandgötu 26- 28 og 30 Hugmyndir um bíósali Tjarnarbyggð sem er m.a. í eigu fótboltabræðranna Arnars og Bjarka Gunnlaugssona hefur samið um kaup á húseigninni Strandgötu 26-28 og lóðinni Strandgötu 30 þar sem Hafnar- fjarðarbíó stóð. Sigrún Þor- grímsdóttir, framkvæmdastjóri segir í skoðun vera að tengja húsin við Fjörð á tveimur hæðum og koma fyrir bíósölum í húsinu sem væri eflaust mikil lyftistöng fyrir miðbæinn. Gert er ráð fyrir bílakjallara sem tengist bílakjallara Fjarðar. Tjarnarbyggð byggir nú íbúðir á Rafhareitnum. Drasl í öllum fjörum Gríðarlegt magn í sjóinn Það var eins og að sigla í hafís sagði einn sjómaðurinn um spýtnabrakið í höfninni sem sturtað var með grjóti af Norður- bakkanum. Tók Haraldur Ólason þetta upp á bæjarstjórnarfundi þar sem hann átaldi einnig að járni væri sturtað með steypu- bútum í sjóinn en skv. útboðs- gögnum átti slíkt ekki að gerast. Ljóst er að það tekur marga daga að hreinsa fjörurnar svo vel sé og að gríðarlegt magn af spýtnarusli hefur farið í sjóinn. Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.