Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 2
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 1. febrúar 2007 Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Nú er bæjarstjórn búin að samþykkja deili - skipulag vegna hugsanlegrar stækkunar álverk - smiðjunnar í Alcan með fyrirvara um samþykkt bæjarbúa en áður en samþykktar voru máls með - ferðarreglur um framkvæmd slíkrar kosningar. Það verður spennandi að sjá hvað kosið verður í raun um. Einhvern veginn finnst mér vel við hæfi að kalla eftir íbúaþingum núna þegar lýðræðinu er svo mikið hampað. Hvað varð um þau? Þeim var lofað á síðasta kjörtímabili og eitt var haldið - svona fyrsta tilraun. Lofaði Samfylkingin ekki íbúaþingum? Á ekki að efna öll loforð? Á einu slíku vildi ég gjarnan að rætt yrði um sóðaskap í bænum, ekki síst í iðnaðarhverfum bæjarins. Það virðast bara sum fyrirtæki eiga að hafa umhverfisstefnu og þurfa að ganga snyrtilega um á meðan önnur geta sóðað út eins og þeim lystir - og enginn gerir neitt. Nú er frítt í Hafnarborg og Byggðasafnið og því ber að fagna. Mér hefur alltaf þótt skrýtið að stórum upphæðum er eytt í að setja upp sýningar, kalla til erlenda listamenn eða sérfræðinga en svo þegar almúginn á að bera menninguna augum skal hann borga fyrir hana. Sennilega hefur aðgangseyrir litlu skilað í kassann, hlutfallslega. Hrós til Glitnis að vilja borga. Er þetta ekki bara byrjunin, nægt fé virðist vera hægt að sækja í kassa bankanna ef marka má nýjustu afkomutölur. Mörg fyrirtækin eru orðin sterk og fleiri og fleiri fyrirtækjastjórnendur eru farnir að sýna listum og stuðningi við þjóðfélagsmál áhuga og vonandi eigum við nógu stór fyrirtæki sem áhuga hafa á að gera vel fyrir heimabæ sinn. Fyrirtæki ættu að vera stolt af því að vera frá Hafnarfirði, þar gerist þó alltaf eitthvað. Guðni Gíslason Ástin í Hafnarborg í dag Ástin er dauðans alvara er yfirskrift hádegistónleika Hafnarborgar kl. 12 í dag þar sem Antonía Hevesi tekur á móti Jóhanni Friðgeir Valdimarssyni, tenór. Saman munu þau flytja dramatískar aríur, Jóhann syngur og Antonía spilar undir á píanó. Frítt inn. Sýningar Kvikmyndasafnsins Á laugardaginn kl. 16 verður sýnd spænska kvikmyndin Deprisa, dep r - isa eftir Carlos Saura. Myndin segir frá vinahópi sem lifir hratt og hættulega í glæpaveröld Madridborgar á áttunda áratug síðustu aldar. Á þriðjudaginn kl. 20 verður sýnd myndin Prét-á-Porter frá 1994 eftir Robert Altman. Myndin er paródía um tískuviku í París og var kvikmynduð á einni slíkri. Þetta er dæmigerð Altman mynd með margþættum söguþræði og stórkostlegum leikurum. Aðal - hlutverk eru í höndum; Sophiu Loren, Marcello Mastroianni og Kim Bas - inger. Sýningar Kvikmyndasafnsins eru í Bæjarbíói, Strandgötu 6, þriðjudaga kl. 20 og laugardaga kl. 16. Mælsku- og ræðukeppni ITC Tjáningasamtökin ITC halda mælsku og ræðukeppni á þriðjudaginn kl. 20.15 í Vonarhöfn Hafnarfjarðarkirkju Deild samtakana í Hafnarfirði heitir Íris sem heldur þessa keppni. Lið deildar - innar keppir við lið úr annari deild. Þetta er mjög skemmtileg keppni og þeir sem hafa áhuga á ræðkeppni að hvattir til að mæta. Ókeypis að gang ur. Kammerkór Akraness í Bessastaðakirkju Á sunnudaginn kl. 20 heldur Kammer kór Akraness tónleika í Bessa staðakirkju á Álftanesi. Kamm - er kórinn, sem skipaður er 14 manns, var stofnaður í ársbyrjun 2004 og eru felstir meðlimir einnig félagar í Kór Akraneskirkju. Á efnisskrá tónleikanna eru veraldleg lög frá Norðurlöndunum og Bretlands - eyjum í aðgengilegum, áheyrilegum og laglegum útsetningum. Stjórnandi kórsins er Sveinn Arnar Sæ munds - son, organisti Akranes kirkju. Ljósmyndasýning Nú stendur yfir sýning á ljósmyndum Svans Más Snorrasonar í Bókasafni Hafnarfjarðar. Hann sýnir átta ljós - myndir í lit. Svanur, sem er 35 ára gam all og gaflari í húð og hár, hefur lengi haft áhuga á ljósmyndun, en þetta er í fyrsta skipti sem hann sýnir verk eftir sig á opinberum vettvangi. Þrjár myndanna eru staðsettar á fyrstu hæð safnsins en fimm á þeirri annarri. OR tekur við rekstri fráveitu á Álftanesi 10 millj. kr. í umhverfissetur Orkuveita Reykjavíkur kaup - ir fráveituna á Álftanesi og tek - ur við uppbyggingu og rekstri fráveitumannvirkja í sveit - arfélaginu en Orkuveitan rek ur nú þegar fráveitu fyrir Reykja - vík, Akranes og Borgar byggð. Kaup verð fráveitunnar á Álfta - nesi er 57,5 milljónir króna og skuldbindur Orku veit an sig til að sjá um upp byggingu hennar til samræmis við kröfur um áhrif hennar á um hverfið. Framundan eru talsverðar framkvæmdir í þessu skyni og er reiknað með að fjárfestingar í veitunni muni nema um 340 milljónum króna á árunum 2008 og 2009 til þess að hún uppfylli kröfur reglugerða. Samhliða kaupunum skuld - bindur Orkuveitan sig til að leggja 10 mkr. til um hverfis - seturs á Álftanesi, en ný verið samdi sveitarfélagið við Þyrpingu hf. um að kanna mögu leika á því að reisa menn ingar- og náttúrusetur á Álftanesi. Tillaga að matsáætlun fyirr raflínur og tengivirki Á fundi skipulags- og byggingarráðs 23. jan. sl. voru teknar fyrir að nýju breytingar á tillögu að matsáætlun fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík. Lögð var fram tillaga Landsnets að mats - áæltlun dags. 16.01.2006, sem vísað er til umsagnar Hafnar - fjarðarbæjar. Óskað var eftir því að umsögn Hafnar fjarðar - bæjar yrði send Skipu lags - stofnun fyrir 1. febrúar 2007. Skipulags- og byggingarráð vísaði málinu til umsagnar skipulags- og byggingarsviðs. www.hafnarf jardark i rkja. is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 4. febrúar Fjölskylduhátíð kl. 11.00 Sunnudagaskólinn og fjölskylduguðsþjónustan saman í einni stórri fjölskylduhátíð. Barnakórinn og Unglingakórinn syngja undir stjórn Áslaugar Bergsteinsdóttir. Veitingar í safnaðarheimilinu á eftir. 8-9 ára starf á mánudögum kl. 16.30 10-12 ára starf (TTT) á þriðjudögum kl. 17.00 Unglingastarf á þriðjudögum kl. 19.30 Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Álversvísa Þegar Kristján Bersi Ólafsson las í blöðunum að stuðn ingsleysi við stækkun ál vers ins væri meira en stuðn ingur inn kom þessi fagnaðarvísa upp í huga hans: Sólin á himni hækkar, hlúir að lyngi og trjám. Og álverið ekki stækkar eftir nýjustu spám. Sunnudaginn 4. febrúar Messa kl. 11 Báðir prestarnir þjóna Organisti: Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Guðrún Árný Karlsdóttir syngur einsöng við eigin píanóleik. Kór Hafnarfjarðarkirkju leiðir safnaðarsöng. Samsæti og léttur hádegisverður í boði Kvenfélagsins í Hásölum Strandbergs eftir messuna. Sunnudagaskóli í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Fundir Æskulýðsfélagsins Æskó. kl. 20-21.30 Barnastarf T.T.T. 10-12 ára, þriðjud. kl.17-18.30. Krakkakirkja 7-9 ára, fimmtud. kl.17-18.30. Ungbarnamorgnar fimmtudaga kl.10-12. Fullorðinsfræðsla: Sjá heimasíðu. Ekki draga ýsur við aksturinn

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.