Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 01.02.2007, Blaðsíða 3
Menningarsjóður Glitnis, Hafn ar borg og Byggðasafn Hafn arfjarðar undirrituðu í síðustu viku samstarfssamning sem felur í sér að boðinn verður ókeypis aðgangur að sýningum í Hafnarborg og Byggðasafni Hafnarfjarðar á þessu ári. Auk þess að auðvelda almenningi að njóta þess sem söfnin hafa upp á að bjóða verður stuðlað að auknu samstarfi safnanna og skóla í Hafnarfirði. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, undirritaði samn - inginn fyrir hönd Hafnarborgar og Byggðasafns Hafnarfjarðar og Einar Sveinsson, stjórnar - formaður Glitnis, fyrir hönd bankans. Pétrún Pétursdóttir forstöð - umaður Hafnarborgar og Björn Pét urs son bæjarminjavörður fagna samstarfssamningnum við Glitni og eru þess fullviss að aðsókn að sýningum muni aukast til muna nú þegar hægt verður að bjóða frían aðgang að söfnunum. Bæði söfnin standa fyrir metnaðarfullri starfsemi í sýningarhaldi og fræðslustarfi og er stuðningur Glitnis mikil hvatn ing fyrir söfnin. Einar Sveinsson sagði Glitni stoltan af stuðningi sínum við það merka starf sem unnið er í menningarlífi Hafnarfjarðar. „Glitnir hefur fylgst með því kraftmikla menningarstarfi sem hér á sér stað og það leynir sér ekki að það er áhugi á að gera vel. Þær sýningar sem settar eru upp í Byggðasafni Hafnarfjarðar og í Hafnarborg eiga erindi við alla Íslendinga og erlenda gesti. Við vonum að með þessu fram - taki eigum við eftir að stuðla að því að sem flestir heimsæki söfnin í Hafnarfirði á árinu.“ www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 1. febrúar 2007 www.frikirkja.is Fríkirkjan Sunnudaginn 4. febrúar Sunnudagaskóli kl. 11 Poppmessa kl. 20 Allir velkomnir Við leitum að starfsmanni á besta aldri, tækniglöggum, reglusömum með ríka þjónustu - lund og góða nærveru - óháðum tóbaki. Starfið felst aðallega í lagerhaldi, afgreiðslu og einfaldri tölvuvinnu, s.s. reikningagerð. Þekking á pípu- eða hita veitulögnum æskileg, einnig dönsku- eða enskukunnátta. Þeir sem hafa áhuga og hæfni til að gegna þessu starfi sendi umsókn og meðmæli með ítarlegum upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf til: ÍSRÖR ehf. pósthólf 644, Hringhellu 12, 221 Hafnarfjörður eða birgir@isror.is fyrir 15. febrúar 2007. Sölu- og lagermaður óskast ÍSRÖR ehf. er rótgróið innflutningsfyrirtæki með forein angruð PEX- og stál- hitaveiturör og efni því tengdu. Hitaveitu-, strengja- og gasskápa, ídráttarrör, nuddpotta o.fl. Vinna er hafin við byggingu dælu- og hreinsunarstöðvar fyrir skolp í Hraunsvík rétt við álver - ið. Um þessa stöð mun allt skolp frá bænum fara en þaðan verður því dælt langt á haf út. Mikill vatnsagi var í stöðv ar grunn inum og kom bæði inn sjór og hreint vatn úr kalda vatns æð sem m.a. er talin koma úr Kaldánni. Rekið var niður stálþil í kring - um stöðvargrunninnn og steypt þriggja metra þykkt þrifalag í botn hans en sú þykkt var nauð - synleg svo lagið flyti ekki upp á flóði. Áætlað er að stöðin verði full - búin í árslok en útrásin fyrir mitt næsta ár. Lokahnykkurinn í endurbótum á frárennslismálum Hafnarfjarðar Þriggja metra botn í dæluhúsi L jó s m .: K ri s tj á n S te fá n s s o n Fyrirtæki og einstaklingar Færsla á bókhaldi, launaútrreikningur, vsk-uppgjör, ársuppgjör, skattframtöl, skattakærur, fjármálaráðgjöf. Magnús Waage, viðurkenndur bókari Reykjavíkurvegi 60, s. 565 2189, 863 2275 Vinna hafin við dælu- og hreinsunarstöðina í Hraunsvík Taekwondoo: Björn Norðurlandameistari - enn á ný Glitnir býður á söfnin Styrktarsamningur við Hafnarborg og Byggðasafnið Einar Sveinsson og Lúðvík Geirsson fagna samningnum. Björn Þorleifsson úr Tae Kwon Do deild Bjarkar varð Norð ur - landameistari nú um helg ina í Stokkhólmi. Björn, sem er margfaldur Norðu rlanda meist - ari, gerði það gríðarlega gott og virtist ekki vera í neinum vanda - málum frá upphafi. Hann kláraði alla bardagana sína á sjö stiga reglunni. Björn keppti í -78 kg. flokki. Sólrún Svava Skúladóttir fékk silfur. Auður Anna Jónsdóttir, Haukur Daði Guðmundsson og Adrian Rodriquez fengu brons. Björn Þorleifsson. Þórður Birgir Bogason hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri MEST ehf. og hefur stjórn félagsins gengið frá starfslokasamningi við hann. Bjarni Gunnarsson, stjórnar for - maður AGN Holding og MEST ehf., mun taka við starfi forstjóra og gegna því tímabundið. Síðastliðið haust sameinuðust MEST og Súperbygg undir merkjum MEST en áætluð velta sameinaðs félags er um 8 milljarðar króna og starfsmenn eru um 270 talsins. MEST flutti nýlega höfuðstöðvar sínar að Fornubúðum í Hafnarfirði. Þórður Birgir hættir hjá Mest

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.