Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 1
TF-Sif hrapaði í sjóinn kl. 18.50 þegar æfing var nýhafin fyrir utan Straumsvík með björg - unar sveit ar mönnum á björg unar - skipinu Einari Sigur jónssyni frá Hafnar firði. Þrír menn voru um borð í þyrlunni og sigmaður í bát undir þyrlunni þegar þyrlan virð - ist hafa misst afl og losaði sig - maðurinn sig við vírinn frá þyrl - unni og forðaði sér skv. heim ild - um Fjarð arpóstins og náði áhöfn þyrl unnar að skrúfa hana niður og blása upp flothylki um leið og hún lenti. Þannig maraði hún hálf í kafi á réttum kili í rúman stundarfjórðung er hún vagg aði á sjónum og rúllaði yfir eftir að loft hafði farið úr einu hólfi flotholts og stóðu þá hjólin ein uppúr og botn vélar innar. Þegar þyrluspaðarnir hættu að snúast fór áhöfnin í sjóinn og syntu að björgunarskipinu en á staðnum var einnig Fiskaklettur, harðbotna gúmmíbátur Björg - unar sveitarinnar. Bundu björg - unar sveitarmenn band í þyrluna og bauju ef svo færi að þyrlan sykki. Sáu reyk frá þyrlunni í sjónum Fjórir unglingspiltar voru á seglbát Siglingaklúbbsins Þyts á svæðinu og hafði áhöfn björg - unarskipsins haft samráð við þá um æfingasvæðið. Höfðu þeir siglt stutt frá svæðinu er óhappið varð og sáu allt í einu að þyrlan var ekki á lofti en reyk lagði frá sjónum rétt við björgunarskipið og sáu þá þyrluna á sjónum og belgina blásast út. Framhald á bls. 4 ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 19. tbl. 25. árg. 2007 Fimmtudagur 19. júlí Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 TF-Sif hrapaði á æfingu með Björgunarsveit Hafnarfjarðar Björgunarsveitarmenn þögulir að kröfu Rannsóknarnefndar fluglysa 565 2525 Hjallahrauni 13 30% afsláttur af sóttum pizzum Gildir ekki með öðrum tilboðum Næst 16. ágúst Fjarðarpósturinn fer í stutt sumarfrí Fjarðarpósturinn fer nú í stutt sumarfrí til að hlaða batteríin. Fyrsta blað eftir sumarfrí er fimmtu dag inn 16. ágúst. TF-Sif í sjónum utan við Straumvík. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.