Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 10

Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 10
Blöskrar! Lesanda blöskraði að sjá fjórhjólamenn spóla upp og niður Kaldána og segir þetta virð - ingarleysi við útivistarsvæði allra bæjarbúa. 10 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. júlí 2007 Handboltamaður í FH óskar eftir herbergi til leigu frá 1. september til 1. maí. Reykir ekki og er reglusamur og vandræðalaus, trygging og fyrirframgreiðsla í boði. Upplýsingar í síma 4643521 og 8213421 (Kristín Linda) netfang: midhvammur@emax.is Óska eftir 2-3 herbergja íbúð í skammtímaleigu. Upplýsingar í s. 690 1635 Kona með 2 dætur óskar eftir 3-4 herb. íbúð. Öruggar greiðslur. Uppl. í s. 893 0571 e.kl. 14. Óskum eftir 2ja herbergja íbúð í Garðabæ eða Hafnarfirði. Upplýsingar í sími 660 2121. Bílskúr til leigu við Slettahraun. Verð 20.000 á mán. Uppl. í síma 822 0102. Þekkir einhver þessa kisu? Þetta er 5-6 mánaða læða sem fannst á Furuvöllum í Hafnarfirði 16. júlí sl. Hvít og grábröndótt, alveg ómerkt. Uppl. gefur Hulda í s. 698 4345. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Tapað - fundið Til leigu Húsnæði óskast Eldsneytisverð 18. júlí 2007 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 124,5 123,2 Atlantsolía, Suðurhö. 124,5 123,2 Orkan, Óseyrarbraut 122,7 122,2 ÓB, Fjarðarkaup 122,7 122,2 ÓB, Melabraut 124,5 123,2 Skeljungur, Rvk.vegi 126,3 125,2 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilar Sjómenn og útgerðarmenn eru óhressir með skertar veiðiheim - ildir á næsta fiskveiðiári sem eðli - legt er. En er ekki vert á þessum tímapunkti að velta því fyrir sér hversvegna við erum í þeirri stöðu að til slíkra ráðstöðvana þurfi að grípa? Kerfi eins og kvótakerfið kall ar á spillingu og mis - beitingu. Þegar menn fá aðeins að veiða ákveðið magn og ekki er leyfður neinn með - afli freistast menn til að henda þeim afla sem minnst verðmæti er í. Kvótakerfinu einu og sér verður samt ekki allfarið um kennt. Ofveiði til margra ára, breytingar á lífkerfi sjávar vegna hlínunar og ofveiði á uppsjávarfiski eins og loðnu sem er aðalfæða þorsksins eru samverkandi ástæður. Það er því óhjákvæmilegt að grípa til ráðstafana af þessu tagi svo ekki fari fyrir okkur eins og Kanada - mönnum sem hundsuðu ráðgjöf fiskifræðinga og héldu áfram að veiða úr minnkandi stofni þar til hann var uppurinn. Í kjölfarið fylgdi margra ára veiðibann. Vilja menn það? Reiði útgerðaraðila sem neyðast til leigja kvóta af hand höfum fiskveiðiheimilda er auðskilinn því þeir verða fyrir miklu tjóni. Það væri því ekki ósann gjarnt að ríkið bætti þeim að einhverju leiti skaðann. En að hvetja til lögbrota er út í hött. Það þýðir ekki að haga sér eins og minnkurinn sem heldur áfram að drepa þótt hann sé búinn að fá nóg til að metta sig. Það er kominn tími til að breyta til í fisk veiði lögsögunni. Það á ekki að leyfa neinar veiðar innan 12 mílna aðrar en króka - veiðar að undan skild - um veiðum á síld og loðnu. Verk smiðju tog - ar arnir eiga að fara út fyrir 50 mílur og þar á milli eiga minni skip að fá að veiða. Veita á tíma bundnar heimildir til að koma með með afla að landi án þess að hann skerði kvóta í ákveðinni tegund. Á endanum ber að afnema kvóta kerfið í nú ver - andi mynd og allar veiðiheimildir eiga að vera á hendi ríkisins sem leigi þær til útgerðaraðila. Afla - magn skal ákveðið af sérfróðum aðil um. Það kann einnig að vera nauðsynlegt að takmarka fjölda veiði skipa og tonnafjölda til þess að vernda fiskistofnana. Spurn - ingin er hvort ríkisstjórnin hafi hug rekki til að grípa til slíkra ráðstafanna eða hvort hún ætlar að láta reka á reiðanum þar til allt er komið í óefni eins og hjá ná - grönnum okkar í vestri, Kanada - mönnum. Ég tek það fram að lokum að ég hef mikla samúð með málstað sjómanna og er sjálf ur afkomandi sjómanna og bænda fólks og stundaði sjóinn sem ungur maður. Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. Skertar veiðiheimildir — ill nauðsyn Hermann Þórðarson Miðvangi 41 - Hafnarfirði ATVINNA Samkaup úrval HAFNARFIRÐI Við óskum eftir fólki í heilsdags- eða hlutastörf. Upplýsingar gefur verslunarstjóri á staðnum eða í síma 555 0292. Á vegum Byggðasafns Hafn - arfjarðar var nýverið gerð jarð - sjármæling á Hvaleyrar golf velli. Mæl ingin var gerð af starfs - mönn um Línuhönnunnar h.f. aðfararnótt föstudagsins 29. júní s.l. Tilgangur mælingarinnar var að finna og staðsetja fornminjar sem kynnu að leynast undir yfir - borðinu. Golfklúbburinn Keil ir hefur haft afnot af Hvaleyrar - golfvelli síðan 1967, og vegna starfseminnar er landið sléttað og mótað að þörfum golfvallarins. Við lagningu leiðslu Fráveitu Hafnarfjarðar þvert yfir Hval - eyrina árið 2006 fannst viðar - kolagröf. Sýni sem tekin voru gáfu til kynna að hún hafi verið í notkun rétt fyrir 900 e. Kr. Það bendir til að búseta hafi byrjað snemma á Hvaleyrinni, en í Hauksbók Landnámu eru heim - ildir um byggð á Hvaleyri. Svæð ið sem var jarðsjármælt var um 120 x 200 m. Það miðaðist við að bæjarstæði Hvaleyrar - bæjarins væri um miðju mæl - ingar svæðisins og var mælt út frá því. Það verður því áhugavert að sjá hvort jarðsjármælingarnar gefi okkur upplýsingar um áður óþekktar búsetuminjar á Hval - eyrinni. Jarðsjármæling á Hvaleyrargolfvelli Starfmaður Línu hönnunnar Jón Haukur Steind órs son tilbúinn með jarðsjá rmæli tækin. Lúðvík bæjarstjóri fylgist með. Á fundi bæjarráðs Hafnar - fjarðarbæjar 12. júlí sl. var sam - þykkt viljayfirlýsing milli Hafn - ar fjarðarbæjar, Reykjanesbæjar, Orkuveitu Reykjavíkur og Geysi Green Energy ehf. um sam - komulag um samstarf innan Hita veitu Suðurnesja hf. (HS). Bæjarráð telur að Hafnar fjarðar - bær hafi með samkomu laginu tryggt stöðu sína innan félagsins og þeirri óvissu sem málið var komið í sé nú eytt. Jafnframt tryggir samkomulagið samvinnu Hafnarfjarðarbæjar við aðilana um frekari þróun á jarðhita - rannsóknum innan sveitar félaga - marka Hafnarfjarðar. Samkomulagið fjallar einnig um um samstarf aðila innan félags ins og um fram tíðar áhersl - ur í starfi HS. OR og Geysir hyggjast einnig veita fjárhags - legan og félagslegan stuðning við menningar-, íþrótta- og áhuga félög á starfssvæði Hita - veitu Suðurnesja þ.m.t. í Hafnar - firði. Hafnarfjarðarbær og Orku - veita Reykjavíkur hafa auk þess gert með sér samkomulag um sölu rétt Hafnarfjarðarbæjar á hlut sínum í HS til Orkuveitu Reykja víkur á um 8 milljarða króna. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ekki tekið afstöðu um sölu á hlutabréfunum. Þetta kemur fram í frétta - tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ. Eignarhlutur Hafnarfjarðar er því óbreyttur. Hitaveitumálið Hafnarfjarðarbær samþykkir sáttasamkomulag

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.