Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 12

Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 12
12 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. júlí 2007 Verslum í Hafnarfirði! w w w . f j a r d a r p o s t u r i n n . i s Háhýsi í miðbænum Athugasemda - frestur framlengdur Skipulags- og byggingarráð samþykkti á fundi sínum á þriðjudag að framlengja til 22. ágúst frest til athugasemda við tillögu að breyttu deiliskipulagi við Strandgötu. Athugasemda - fresturinn var til 3. ágúst en gagnrýnt hafði verið að athuga semdafrestur væri ekki lengri og að honum lyki í mesta sumarleyfismánuðinum. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir hækkun húsa í götunni um 5 hæðir, að í stað 4 hæða húsa, sem núgildandi skipulag heimilar, rísi 9 hæða hús. Kynningarfundur 15. ágúst? Að sögn Gísla Ó. Valdimars - sonar, formanns ráðsins er stefnt að því að halda kynning - ar fund um málið 15. ágúst nk. Ein föld vefkönnun er á heima síðu Fjarðarpóstins, www.fjardarposturinn.is þar sem spurt er um afstöðu til byggingar þessara háhýsa. Vökvar líka gróðurinn Jói í Fjörukránni segist hafa bjargað gróðrinum í kringum Fjörukrána með vökvun en gras er víða orðið gulnað vegna langvarandi þurrka. Kringlan Reykjavíkurvegur 74 Suðurlandsbraut 4A konditori.is 588 1550 Kaffihús og bakarí morgunverður og hádegisverður Alhliða veisluþjónusta & salir Í vinnslu er breyting á deili - skipulagi í Kap elluhrauni fyrir nýtt aksturs æfingasvæði og hefur Byggða safnið unnið forn - leifaskráningu á svæðinu. Ómar Smári Ár manns son, áhuga maður um minj ar á Reykja nesinu gagn - rýnir þessa skrán ingu á vefsíðu sinni, Ferl ir.is og segir hana ófull komna. Skipulags- og bygg ingar ráð samþykkti á fundi sín um 3. júlí sl. að fela skipu - lags- og byggingarsviði að vinna drög að umsögn um innkomnar umsagnir nefnda og hags muna - aðila en umsagnir komu frá Forn leifanefnd, ÍBH, Landsneti, Lögreglustjóranum á höfuð borg - ar svæðinu, umhverfis nefnd og íþrótta- og tómstundanefnd Hafnarfjarðar. Deiliskipulagssvæðið er í Kapelluhrauni en nær talsvert út í eldra Afstapahraunið og Sel - hraunin. „Á þessu landssvæði eru allnokkrar fornleifar þar sem finna má mannvistarleifar á a.m.k. 25 stöðum. Í forn leifa - skráningu fyrir svæðið frá árinu 2006 eru taldar upp fornleifar á 14 stöðum, þar af sjást engar forn leifar á einum þeirra,“ segir Ómar. Hann gekk um svæðið og ljósmyndaði allar fornleifar og færði þær inn á uppdrátt af svæðinu og hnitsetti. Að sögn Ómars var ekki tekið tillit til minja- eða verndargildis enda var hann einungis að bera saman fyrirliggjandi gög við það sem sæist á vettvangi. „Hafa ber sérstaklega í huga að allar minj - arnar tengjast fyrrum bú skapar - háttum íbúanna í Hraunum og hafa því hátt minjagildi sem hluti af heilstæðu búskaparlandslagi bæjanna, einkum Þorbjarnar - staða, en bærinn og umhverfi hans verður að teljast eitt hið verð mætasta sem slíkt á höfðu - borgarsvæðinu - og jafnvel þótt víðar væri leitað,“ segir Ómar. Gekk seint að fá skýrslu Fram kemur á vef Ómars að erfiðlega hafi gengið að fá eintak af fornleifaskráningunni, ekkert svar hafi borist við beiðni til Fornleifanefndar ríkisins og nokkrar vikur hafi tekið að fá skýrsluna hjá Byggaðasafni Hafn ar fjarðar. Um skýrsluna segir Ómar: „Fornleifaskráning, sem boðið er upp á vegna deiliskipulags akst - urs- og skotæfingasvæðis í Kappelluhrauni verður sagna sagt að teljast léttvæg í ljósi fyrir liggjandi upplýsinga sem og borðliggjandi vettvangs heim - ilda.“ Gísli Ó. Valdimarsson, for - maður skipulags- og bygg ingar - ráðs segir að sjálfsögðu verði athugasemdir Ómars skoðaðar vand lega en segir að viðbrögð Katrínar Gunnarsdóttur sem vann fornleifaskráninguna að hluti staða sem Ómar nefnir sé utan deiliskipulagssvæðisins og aðrir innan en ekki á svæði sem á að raska. Ómar segist hins vegar hafa skráð á sama svæði og skýrsluhöfundur og fundið 24 minjar en Katrín aðeins 12. Fleiri minjar en skráðar eru Mikilvægt að vernda heildstæð búsetulandsvæði að mati Ómars Smára Ármannssonar Ruddur Gerðisstígur um Selhraun. L j ó s m . : Ó m a r S m a ´ r i Á r m a n n s s o n Núverandi hugmyndir að svæðinu skv. tillögum Landmótunar. Strikaða svæðið er hverfisverndað.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.