Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. júlí 2007 Þann 18. júní s.l. lagði 15 manna hópur af stað í rúmlega tveggja vikna ferð frá Íslandi til Odobesti í Rúmeníu. Í hópnum voru átta Hafnfirðingar. Farar - stjórar voru þær Sóley Jónsdóttir þroskaþjálfi og Þóra Lilja Sigurðar dóttir félagsfræðingur. Tilgangur ferðarinnar var sjálf - boðaliðastarf í barnaþorpinu í Odobesti í Rúmeníu sem er lítill bær norðvestur af Búkarest. ICC, kristileg samtök Alþjóðlega barnahjálpin (Inter - national Children´s Care, ICC) eru kristinleg samtök sem stofn uð voru fyrir 19 árum og starfa nú í 18 löndum. Samtökin voru stofn - uð í kjölfar jarð skálftanna í Guatemala árið 1976 þegar mörg börn urðu heimilis laus. Frá þeim tíma hafa samtökin hlúð að fjöl - mörgum börnum bæði börnum sem hafa misst foreldra sína eða verið yfirgefin. Markmið sam - takanna er að búa þessum börnum heimili þannig að þau séu hluti af fjölskylduheild. Á hverju heimili eru hjón sem sjálf eiga börn. Þar búa eða starfa líka „amma“ eða „frænka“. Einkunnarorð samtak - anna eru : að búa börnum heimili, fjölskyldu og framtíð. Odobesti Barnaþorpið í Odobesti var reist árið 1997 og búa þar nú þrjár fjölskyldur með 8-9 börn hver. Flest barnanna komu þangað á fyrsta ári og eru þau á aldrinum 4 til 13 ára. Í barnaþorpinu eru gróðurhús og ætlunin er að hefja brauðgerð á þessu ári og byggja upp smáiðnað. Hópurinn frá Íslandi kom með gjöf til starfsins sem safnaðst hafði hér á landi til kaupa á tækjum fyrir brauðgerðina. Fjölmargir styrktu verkefnið, Byr Sparisjóður, Hótel Keflavík, Netagerð Jóns Holbergsson og fjöldamargir einstaklingar auk söngvaranna Davíðs Ólafssonar, Hlífar Pétursdóttur, Sonju Guðna dóttur og Kristínar Guðna - dóttur sem ljáðu ICC rödd sína á styrktartónleikum í mars. Tveir Hafnfirðinganna höfðu áður dvalið í Rúmeníu þekktu vel til starfsins og töluðu rú mensku. Hópurinn hafði góða aðstöðu í húsi sem ætlað er sjálfboðaliðum en það var reist af Belga sem gaf húsið til afnota fyrir sjálfboðaliða. Málningarvinna og fótbolti Vinnudagurinn byrjaði snemma. Eftir morgunverð var haldið til starfa og unnið til hádegis. Eftir hádegisverð var hvíldartími yfir heitasta tíma dagsins og síðan unnið frá klukk an fjögur til sjö. Að kvöldverði lokn um fóru oft nokkrir úr hópnum og léku við börnin, t.d. í fótbolta. Þess má geta að Lands bankinn gaf nokkra tugi af fót boltum sem hópurinn gaf vítt um Rúmeníu og komu boltarnir sér afar vel. Hitinn var gríðarlegur allan tímann og fór suma daga upp í 40 gráður í forsælu. Mestur hluti vinnunnar fólst í að mála gríðar stóra girðingu í kringum barna - þorpið. Einnig var farið í heim - sókn á sjúkrahúsið í Titu þar sem mæður fengu föt á nýfædd börn sín og farið var með fatnað farið á barnadeild spítalans. Farið var með mat og klæðnað á svæði þar sem götubörn í Búkarest halda til en talið er að hundruð þúsunda búi þar á götum úti. Að sögn hópsins var mjög átak - anlegt að sjá við hvaða aðstæður fólkið býr þarna. Áfengis- og fíkniefnavandi er mikill. Þá var farið í sígaunaþorp með mat og fatnað til fátækra fjölskyldna og var hópnum afar vel tekið. ICC samtökin í Rúmeníu skipulögðu einnig heimsóknir til fátækra fjölskyldna og ein stakl - inga í nágrenni barna þorps ins og var þurfandi gefinn fatnað ur og aðrar nauðsynjar. Eitt fátækasta land Evrópu Rúmenía er eitt fátækasta land - ið í Evrópu. Jarðvegur er frjó - samur og skilyrði til ræktunar góð. Á þeim tíma sem hópurinn var þar voru kirsuberin fullþroska og alls staðar var hægt að tína ber á ávaxtatrjám. Einnig naut hóp ur - inn góðs af rausnarskap nágrann - anna sem færði hópnum ný sprott - ið grænmeti eða komu með drykki og rjómaís. Hestur og kerra eru þarfasti þjónninn og á götum ægir saman bílum og hestvögnum auk hópa fólks sem er að selja afurðir sínar sér til lífsviðurværis. Fólkið er glaðlegt og gestrisið að sögn Hafnfirðinganna. Forréttindi „Það eru mikil forréttindi að fá að fara í vinnuferð sem þessa. Andstæðurnar eru miklar, bæði ríkidæmi og fátækt og má segja að það sem aldrei gleymist sé lífsgleði og nægjusemi þessa fólks sem býr við svo lítið. Það er afar elskulegt og gestrisið. Það vill sjálft gefa af því litla sem það á, t.d. egg, ber eða heimalagað berjamauk“, segir Guðrún Úlf - hild ur einn Hafnfirðingurinn í hópnum. Í lok ferðarinnar fór hópur inn í nokkurra daga ferðalag og naut náttúrufegurðar landsins. Til að fá frekari upplýsingar um Alþjóðlegu barnahjálpina, ICC á Íslandi, er hægt að senda tölvu - póst á netfangið icc@internet.is Hafnfirðingarnir í ferðinni: Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir Hlynur Sigurðsson Ingibjörg Ásta Hjálmarsdóttir Jón Holbergsson Kristján Ari Sigurðsson Sigurborg Pétursdóttir Sóley Jónsdóttir Þóra Lilja Sigurðardóttir Dvöldu í barnaþorpi í Rúmeníu Átta Hafnfirðingar í sjálfboðaliðastarfi Hópurinn í heimsókn í einu af heimilunum en alls staðar var tekið vel á móti hópnum. Nágrannarnir sem færðu þeim grænmeti, drykki og rjómaís. Byggt var við hús gamla mannsins í miðjunni. Gamalt og nýtt mætast í Áslandi 3, hesthús og íbúðarhús. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.