Fjarðarpósturinn - 19.07.2007, Blaðsíða 2
Skógræktarfélag
Hafnarfjarðar
Þú færð ratleikskortið
í Þjónustuveri
Hafnarfjarðarbæjar í
Ráðhúsinu eða á
næstu bensínstöð!
Norðmaðurinn Kjell Nupen
sýnir í Hafnarborg
Nú stendur yfir í Hafnarborg sýning á
verkum norska list málar ans og
grafíklistamannsins Kjell Nupen.
Sýningin er samstarfsverkefni fjögurra
safna, en þau eru, auk Hafnarborgar,
sem er fyrsti sýningarstaðurinn, tvö
listasöfn í Danmörku, Museum for
Religiøs Kunst á Jótlandi og Kastrup -
gårdsamlingen í Kaupmannahöfn og
Haugar Vestfold Kunstmuseum í Nor -
egi.
Sólveig Eggerz Pétursdóttir
sýnir á Hrafnistu
Sólveig Eggerz Pétursdóttir sýnir
vatnslitamyndir í Menningarsalnum á
Hrafnistu. Sólveig er fædd í Reykjavík
árið 1925 en dvelur nú á Hrafnistu.
Hún er landskunn listakona og hefur
haldið fjölda sýninga hér á landi og í
útlöndum. Sýningin stendur til 27.
ágúst og er öllum opin.
Sumarhátíð ÍTH
Í dag, fimmtudag verður sumarhátíð
ÍTH haldin. Þátttakendur koma frá
Vinnuskóla Hafnarfjarðar, skóla görð -
um, íþrótta- og leikjanámskeiðum,
róló og annarri starfsemi sem Hafnar -
fjarðarbær rekur yfir sumartímann.
Boðið verður upp á rjúkandi pylsur,
skemmtiatriði, leiki og fleira.
Að sjálfsögðu er öllum bæjarbúum
velkomið að taka þátt og fylgjast með.
Hátíðin verður haldin á Hörðuvöllum
og hefst kl. 13.
2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 19. júlí 2007
Útgefandi: Keilir ehf. kt. 681175-0329
Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði
Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is
Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason
Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is
Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is
Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur
ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193
www.fjardarposturinn.is
Í nágrenni Hafnarfjarðar leynist fjöldinn allur
af minjum frá lífi og starfi þeirra sem á undan
okkur voru hér. Einstaka gamlar þjóðleiðir hafa
verið stikaðar en annað er ómerkt að mestu.
Ratleikur Hafnarfjarðar hefur opnað heim
margra að minjunum og grúsk þeirra Jónatans
Garðarssonar og Ómars Smára Ármannssonar
hafa varpað ljósi á óteljandi minjar sem vert er
að halda til haga. Umhverfi okkar er geysilega
dýrmætt og það er ekki aftur tekið sem eyðilagt
hefur verið. Því þarf að fara mjög varlega við allt jarðrask en því
miður hafa miklar skemmdir verið unnar í hraununum, sennilega
eru það þó mest útlitsskemmdir en hörmulegt er samt að sjá hversu
víða krafsað hefur verið í hraunið.
Annars hefur lengi staðið til að bæta merkingar í bænum en lítið
gengur. Ekki einu sinni Hellisgerði er merkt fyrr en inn er komið.
Kannski vantar merkingarmálaráðherra í bæjarstjórnina sem gæti
líka séð um að koma upp ruslafötum víðar í bænum. Ruslafötum átti
að fjölga mikið í ár, kannski hefur það verið gert án þess að þeirra
verði mikið vart. Reykjavíkurborg fékk VST til að vinna tillögur til
úrbóta á ruslvandamálum á götum í Reykjavík og gerði tillögur að
nýjum ruslastömpum, stærri og sterkari en þeim gömlu. Stampana
má sjá í fréttabréfi VST, Gangverki sem er nýútkomið en þar kemur
einnig fram að árið 2012 muni 78 þúsund bílar fara um
Reykjanesbraut við Setberg á hverjum degi og verður
umferðarálagið á götuna komið yfir 100% af flutningsgetu.
Úrbætur eru hins vegar ekki væntanlegar fyrr en á árunum 2011-
2012 skv. tillögum sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu.
Njótið sumarsins og ökum varlega.
Guðni Gíslason
www.hafnarf jardark i rkja. is
Verkframkvæmdir
í kirkjunni
Helgihald hefst í
safnaðarheimilinu Strandbergi
síðar í sumar.
Nánari upplýsingar gefur kirkjuþjónn
í síma 555 4295, 897 0647
Prestar og sóknarnefnd
Hafnarfjarðarkirkju
2. Aðalskipulag Hafnarfjarðar
2005-2025 Krýsuvík, beiðni um
breytingu
Lagt fram bréf Júlíusar Jóns -
sonar f.h. Hitaveitu Suðurnesja
dags 29.06.07, þar sem farið er
fram á að Hafnarfjarðarbær geri
nauðsynlegar breytingar á
Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005 -
2025 til þess að geta hafið til -
rauna boranir í Krýsuvík. Lögð
fram samstarfsyfirlýsing Hitaveitu
Suður nesja hf og Hafnarfjarðar -
bæjar dags. 30. mars 2006 um
rannsóknir og nýtingu jarðhita í
landi Krísuvíkur.
Skipulags- og byggingarráð
vísar erindinu til athugunar á
skipulags- og byggingarsviði.
Sviðsstjóra er falið að afla frekari
gagna og senda á ráðsmenn á
milli funda.
3. Aðalskipulag breyting
háspennulínur
Lagt fram bréf Árna Ste fáns -
sonar f.h. Landsnets dags.
09.07.07 þar sem óskað er eftir
um fjöllun um valkosti vegna há -
spennulína til Suðurnesja og að
hafinn verði undirbúningur að
breytingu á Aðalskipulagi Hafnar -
fjarðar 2005 - 2025.
Skipulags- og byggingarráð
vísar erindinu til athugunar á
skipu lags- og byggingarsviði.
Skipu lags- og byggingarráð legg -
ur áherslu á það sem kveðið er á
um í staðfestu Aðalskipulagi
Hafnar fjarðar 2005-2025 varðandi
flutningskerfi rafmagns, og vísar
jafnframt í bókun sína frá fundi
19.12.06: „Skipulags- og bygg -
ingar ráð leggur áherslu á að allar
háspennulínur við og í íbúða -
hverfum innan Hafnarfjarðar sam -
kvæmt tillögu að aðalskipulagi
2005 - 2025 fari í jörð, og að
umfang tengivirkisins við Hamra -
nes verði minnkað og það
aðlagað betur að umhverfinu.“
Skipulags- og byggingarráð legg -
ur áherslu á að allar raflínur verði í
samræmi við aðalskipu lagið og að
þegar verði hafin vinna við að
leggja raflínur í jarðstrengi og færa
tengiverkið við Hamranes til
vesturs. Skipulags- og byggingar -
ráð mun fjalla nánar um erindið og
mun koma með frekari athuga -
semdir á síðari stigum.
Víðistaðakirkja
Sunnudagur 22. júlí
Helgistund á sumarkvöldi
sunnudaginn 22. júlí kl. 20.00
Prestur: Sr. Þórhildur Ólafs
Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva
undir stjórn Úlriks Ólasonar
Allir velkomnir
www.vidistadakirkja.is
Helgihald fellur niður í
ágúst vegna sumarleyfa
Enginn var heima þegar þykk
rúða skyndileg brotnaði í mél og
rúðubrotin féllu 4 hæðir niður.
Þetta gerðist á Herjólfsgötu 40 sl.
sunnudag og skv. íbúa í húsa -
þyrpingunni brotnaði önnur
sam bærileg rúða fyrir skömmu
án sjáanlegrar ástæðu. Sums
staðar eru svona rúður í svala -
lokunum ofan við gönguleiðir og
gæti mönnum stafað hætta af
slíku glerhruni þó svo bútarnir í
perluglerinu séu ekki mjög stórir
þá er glerið þykkt.
Rúða brotnar í svalalokun
Glerbrotin féllu 4 hæðir niður