Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Síða 15

Fjarðarpósturinn - 16.08.2007, Síða 15
Knattspyrna Úrvalsdeild karla: FH - Keflavík: 3-2 Bikarkeppni karla: Valur - FH: 0-1 Fjölnir - Haukar: 4-3 Evrópukeppni karla: FH - HB: 4-1 HB - FH: 0-0 FH - Bate Borisov: 1-3 Bate Borisov - FH: 1-1 1. deild kvenna: Haukar - Leiknir R. (miðv.d) FH - Þróttur R.: 1-2 BÍ/Bolungarvík - Haukar: 1-4 Haukar - HK/Víkingur: 0-1 GRV - FH: 1-3 FH - Haukar: 4-5 BÍ/Bolungarvík - FH: 0-5 Haukar - Afturelding: frestað 2. deild karla: ÍH - Haukar: 2-3 Magni - ÍH: 1-1 Haukar - Völsungur: 1-0 KS/Leiftur - Haukar: 1-1 ÍH - Sindri: 5-4 Selfoss - ÍH: 3-2 Næstu leikir: Knattspyrna 16. ágúst kl. 19.15, Kaplakriki FH - Fram (úrvalsdeild karla) 17. ágúst kl. 19, Kaplakriki ÍH - ÍR (2. deild karla) 18. ágúst kl. 14, Egilsstaðir Höttur - Haukar (2. deild karla) 18. ágúst kl. 14, Valbjarnarv. Þróttur R. - Haukar (1. deild kvenna, A-riðill) 19. ágúst kl. 18, Kópavogsv. HK - FH (úrvalsdeild karla) 19. ágúst kl. 14, Kaplakriki FH - HK/Víkingur (1. deild kvenna, A-riðill) Myrkvað kaffihús! Haldið verður „blint kaffi - hús“ í Blindra félags hús inu í Hamrahlíð 17, á annarri hæð á laugardaginn frá kl. 14 til 18. Fer þetta þannig fram að fólk kemur og pantar sér eitthvað að borða og drekka og neytir þess síðan í svarta myrkri. Krakkar í UngBlind þjóna til borðs. Þetta gefur fólki góða innsýn inn í heim blindra og sjón - skertra og hefur UngBlind fengið mjög góðar undirtektir í þau skipti sem þetta hefur verið haldið og hefur fólk ávallt verið mjög ánægt með þá reynslu sem það hefur fengið. Spurningarkeppni á milli sveitarfélaga í sjónvarpinu Leitað að fulltrúum Hafnarfjarðar Sjónvarpið er að fara af stað með nýjan spurningaþátt í haust þar sem stærstu sveitar - félög landsins keppa sín á milli. Þættirnir verða í beinni út sendingu á föstu dags - kvöldum og verður fyrsti þátt - urinn á dagskrá 14. september. Nú þarf að finna aðila í þriggja manna lið frá Hafnarfirði. Í liðinu þarf að vera einn „þjóð - þekktur“ einstaklingur, fólk af báðum kynjum og á ólíkum aldri. Og að sjálfsögðu ætlum við að vinna keppnina ! Tilnefningar óskast Hefur þú tillögu um það hverjar ættu að skipa lið okkar Hafnfirðinga ? Ef svo er sendu tillöguna á netfangið hafnar - fjordur@hafnarfjordur.is www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 16. ágúst 2007 Íþróttir Leitum að starfsfólki Svæðisskrifstofa Reykjaness leitar að starfsfólki til starfa í vaktavinnu á heimili fatlaðs fólks, á skammtímavistanir og á hæfingarstöð (dagvinna) í Hafnarfirði og Garðabæ. Skemmtileg og lærdómsrík störf. Boðið er upp á öflugan stuðning í starfi og þjálfun. Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi SFR. Ráðið í störfin sem allra fyrst. Nánari upplýsingar um störfin ásamt öðrum störfum eru veittar á skrifstofutíma í síma 525 0900, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði eða á heimasíðunni www.smfr.is. FH sigraði lið Vals á Laugar - dalsvelli í átta liða úrslitum bikarkeppnis karla í fótbolta á mánudaginn. Skoraði Ásgeir Gunnar Ásgeirsson eina mark leiksins á 91. mínútu leiksins. Leikurinn var nokkuð jafn enda mættust þarna tvö sterkustu lið landsins þó FH-ingar hafi átt beittari sóknir. Bæði liðin fengu góð marktækifæri á loka mín - útum leiksins en FH-ingar nýttu eitt sinna færa og það gerði gæfumuninn. Haukar stóðu í Fjölni Sprækt lið Hauka sem leikur í 2. deild stóð heldur betur í 1. deildarliðinu Fjölni og skorai þrjú mörk í leiknum, var yfir 1-0 í hálfleik en það dugði ekki til þar sem Fjölnis menn skoruðu fjögur mörk í síðari hálfleik. Haukar léku einum manni færri síðasta stundarfjórðunginn eftir að Davíð Ellertssyni hafði verið vikið af leikvelli. Leikið 2. september FH dógst gegn Breiðabliki í undanúrslitum og Fjölnir mætir Fylki. Lið Breiðabliks hefur ver - ið á mikilli siglingu undanfarið og leikurinn verður eflaust mjög spennandi en Breiðablik hefur ekki tapað í 5 síðustu leikjum sínum í deildinni. FH lék við Breiðablik á heimavelli 20. júní og sigraði 2-1. Leikur FH og Breiðabliks verð ur á Laugardalsvellinum sunnu daginn 2. september og hefst kl. 16. Úrslitaleikurinn verð ur laugardaginn 6. október. FH mætir Breiðabliki í undanúrslitum bikarsins Haukar töpuðu naumlega gegn 1. deildarliðinu Fjölni Þvaga fyrir framan Valsmarkið á lokamínútunum. L j ó s m . : J ó h a n n e s L o n g L j ó s m . : J ó h a n n e s L o n g L j ó s m . : J ó h a n n e s L o n g Ásgeir Gunnar Ásgeirsson nr. 6 fagnar markinu. Bergur Ingi Pétursson, FH bætt eigið Íslandsmet í sleggju - kasti í Bikarkeppni FRÍ á laugar - daginn, þegar hann kastaði sleggjunni 66,96 metra í annari um ferð. Kastsería Bergs var eftir farandi: 64,94 - 66,96 - óg - 65,72 - 64,69 - óg. Bergur Ingi bætti eigið met sem hann setti 6. apríl sl. í Auburn í Bandaríkjunum um 2 sm, en þremur vikum áður hafði Bergur Ingi bætt Íslandsmet Guðmundar Karlssonar úr FH um hálfan metra þegar hann kastaði 66,78 metra á móti í Kaplakrika, en það met var þá 12 ára og 17 daga gamalt eins og fram kemur í metaskrá FRÍ. Bergur Ingi bætti eigið Íslandsmet í sleggjukasti Hafsteinn Óskarsson náði meðfylgjandi mynd af metkasti Bergs Inga. Fagna sigri! Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH og Ingvar Viktorsson, formaður FH fögnuðu innilega í leikslok.

x

Fjarðarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.