Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 3
Hafnfirska hljómsveitin Sign lauk tveggja vikna vel heppnuðum Bretlandstúr sl. sunnudag. Ragnar Zolberg og félagar hafa verið upphitunar - hljómsveit hjá rokkhundunum í Skid Row sem eru væntanlegir til Íslands 1. desember nk. Túrinn hefur gengið framar vonum og eru Sign búnir að ná augum og eyrum yfir 7000 manns. Ragnar Zolberg söngvari Sign segir að góður vinskapur hafi tekist með Sign og Skid Row og túrinn hafi verið einn sá skemmtilegasti sem hann hafi farið á. „Þeir hafa fylgst með okkur spila og verið ósparir á að láta okkur vita hvað þeim líkar vel það sem við erum að gera. Það er ekkert leiðinlegt að fá hól frá þeim sem maður féll fyrir þegar maður var fjögurra ára,“ segir Zolberg en í nýlegu viðtali segir hann frá því hvernig fyrstu minningar hans af lagi sem heltók hann hafi verið þegar hann heyrði 18 & Life í útvarp - inu þegar hann var fjögurra ára og greip tennisspaða og spila sína loftgítarútgáfu af laginu á fullu. Miðasala á Skid Row tón - leikana hefur gengið vel og gefst rokkunnendum kostur á að slá tvær flugur í einu höggi því Sign kynna nýútkomna plötu sína, The Hope, á tónleikunum áður en gömlu rokkhetjurnar stíga á svið. Skid Row eru væntanlegir til Íslands á morgun og stoppa stutt við en lofa mikilli rokkveislu á Nasa þann á laugardaginn. Miðar fást á midi.is og öllum útsölu - stöðum Skífunnar og BT Skátar bera Friðarljósið í kirkjur Á sunnudagur 2. desember kl. 10.30 verður friðarljósið úr Betlehem afhent í messu í St. Jósefskirkjunni í Hafnarfirði, þar sem friðarljósið er varð - veitt allt árið um kring. Friðarljósið verður síðan af - hent í Hafnarfjarðarkirkju á sunnu daginn kl. 11 og í Frí - kirkjunni kl. 13. Það eru eldri skátar úr St. Georgsgildinu í Hafnarfirði og ungir skátar úr skátafélaginu Hraunbúum sem afhenda ljós - in og er ljósinu er ætlað að minna á frið en ljósið sem upphaflega var tendrað í Betlehem hefur ferðast víða um heim og er loga þess haldið vakandi í hverju landi. www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 29. nóvember 2007 Fríkirkjan Sunnudagurinn 2. desember fyrsti sunnudagur í aðventu Sunnudagaskóli kl. 11 Aðventustund kl. 13 Fermingarbörn og foreldrar eru sérstaklega hvött til þátttöku. Jólafundur Kvenfélagsins í Skútunni kl. 20 Verið velkomin Víðistaðakirkja 1. sd. í aðventu 2. desember Barnaguðsþjónusta kl. 11.00 Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá fyrir alla fjölskylduna. Tónleikar kl. 13.00 HS Orchestra 40 manna unglingahljómsveit frá Bandaríkjunum. Enginn aðgangseyrir. Aðventukvöld kl. 20.00 Fjölbreytt dagskrá. Fram koma: Ræðumaður: Karl Kristensen Kór Víðistaðasóknar Stjórnandi: Úlrik Ólason Stúlknakór Víðistaðakirkju Stjórnandi: Áslaug Bergsteinsdóttir Sigurður Skagfjörð Steingrímsson, barítón Kristín Guðmundsdóttir, þverflauta Tristan John Cardew, þverflauta Kaffisala Systrafélagsins í safnaðarheimilinu eftir dagskrá www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur www.frikirkja.is BRYNJA S IGURÐARDÓTTIR HÁRGRE IÐSLUMEISTARI Fífuvöllum 16 • Hafnarfirði Ný hársnyrtistofa á Völlunum Persónuleg og fagleg þjónusta. Tímapantanir í síma 555 4311 eða 695 4311. Heimilisleg hársnyrtistofa á öll Kvöldopnanir í desember. Tímapantanir í síma 555 4311. Aðventukvöld Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnar fjarðar - kirkja efna til aðventukvölds í Hafnarfjarðarkirkju fimmtu daginn 6. desember kl. 20. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands flytur hugvekju. Kammerkórinn A-Capella syngur undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Gunnar Gunnarsson flautuleikari leikur við undirleik Guðmundar Sigurðssonar. Séra Þórhallur Heimisson leiðir athöfnina. Að athöfninni lokinni býður Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar upp á kakó, piparkökur og konfekt í safnaðarheimilinu. Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkja Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar Sign á söngferðalagi Sign ljúka vel heppnuðum Bretlandstúr L j ó s m . : I a n C o o k Addi á tónleikum í Bretlandi. Frá afhendingu Friðar - ljóssins í St. Jósefskirkju.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.