Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 9

Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 9
Hafnarfjarðarkirkja 9Fimmtudagur 29. nóvember 2007 Lúðvík Geirsson bæjar - stjóri verður ræðumaður kvöldsins á jólavöku í Hásölum sunnudaginn 16. desember en Hafnarfjörður verður 100 ára á nýju ári. Gefst þar kirkjugestum kjörið tækifæri á að slaka á í amstri jólaundirbúnings, þegar svartasta skamm - degið er að leggjast yfir. Fall eg tónlist mun hljóma í kirkjunni og vera sem sól - argeisli í myrkrinu. Fram koma barna- og ungl ingakórar kirkjunnar undir stjórn Helgu Lofts - dóttur og kammerkórinn A Capella undir stjórn Guð - mundar Sigurðssonar. Þá mun Anna Magnús - dóttir leikur á píanó og gestir fá að hlýða á ein - söngv ar ana Jóhönnu Ósk Vals dóttur, Þóru Björns - dóttur og Örvar Má Krist - ins son. Að athöfn lokinni verður boðið upp á kakó og pipar - kökur. Búist er við fjöl - menni enda er jólavak an mörgum dýr mæt ur vott ur um komu helgra jóla. Tónlist og piparkökur Jólavaka við kertaljós í Hásölum 16. desember Svipmyndir úr starfinu Sr. Þórhallur Heimisson, Guðmundur Sigurðsson, kantor og sr. Gunnþór Þ. Ingason í Hásölum, sal kirkjunnar þar sem helgihald fer fram á meðan viðgerð og endurnýjun á kirkjunni stendur yfir. Nýverið var steypt nýtt gólf í kirkjuna en það gamla var mjög illa farið. Var hitalögnum komið fyrir í gólfinu og bráðlega verður farið að leggja gólf - efni á það. Stefnt er að því að taka kirkjuna í notkun á ný fyrir fermingar en nú fer helgihald fram í Hásölum. Segja prestar og organisti að þar fari vel um starfið og hefur verið góð þátttaka í athöfnum. Viðgerð á kirkjunni gengur vel Unglingar taka virkan þátt í helgihaldinu. Sr. Gunnþór Þ. Ingason, bregð - ur munnhörpunni á loft og leik - ur með Edgari Smára Atlasyni. Símon Hjaltason lék af fingrum fram á gítarinn á fjölskyldu - hátíðinni í nóvember. Fjölmenni og gleði var á poppmessu 11. nóvember sl. þar sem Gleðigjafar léku. Sr. Þórhallur Heimisson leiðir fjölskylduguðsþjónustu. Kvenfélagsstarf hefur jafnan verið öflugt í Hafn - arfjarðarkirkju og er jóla - fundurinn einn af föstu liðunum í starfi kven - félags ins. Að venju verð ur jólafundurinn í ár hinn glæsilegasti með upp lestri, tónlist og hugvekju. Sr. Gunnþór Þ. Ingason flytur hug vekjuna, Sigríður Jóns dóttir les jólasögu, Edda Andrésdóttir les úr bók sinni „Í öðru landi“, Erling Jóhannesson kynn - ir starfsemi Hafnar fjarð - ar leikhússins og Sveinn Sigurjónsson og Jón Kristinn Guðmundsson leika á harmónikkur. Þá verða að venju glæsi - legar kaffiveitingar og jóla happdrætti. Þetta er fjöl skyldustund og eru allir hjartanlega vel komn ir. Félagskonur eru minntar á að tekið verður á móti happdrættisvinningum í Odda í safnaðarheimilinu á laugardaginn kl. 13-15. Formaður Kvenfélags Hafn ar fjarðarkirkju er Magnea Vilborg Þóris - dóttir. Jólafundur Kvenfélagsins á sunnudaginn Jólafundur Kvenfélags Hafnarfjarðarkirkju verður hald inn í Hásölum í safnaðarheimili kirkjunnar á sunnudaginn, fyrsta sunnudegi í aðventu, 2. desember kl. 16. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m y n d i r : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.