Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 7

Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 7
Nú er aðventan að ganga í garð, neysluvörur eru auglýstar sem aldrei fyrr og fjölmargt er í boði til afþreyingar á þessum tíma. Á þess um tíma anna og eftir vænt - inga stendur kirkjan bæjar búum opin og býður upp á fjöl breytta dagskrá sem hjálpar okkur að minnast þess sem er grund völlur jólanna, fæðingar frelsarans. Í Hafnarfjarðarkirkju verður dagskráin fjölbreytt að vanda. Skólum og leikskólum er boðið að koma í heimsókna í kirkjuna og njóta aðventustunda í miðri viku. Verða þessar aðventustundir í umsjá leiðtoga sunnudagaskól - anna. Á sunnudaginn koma eldri skát - ar úr St. Georgsgildinu í Hafnar - firði ásamt ungum skátum úr Hraun búum og bera Friðar ljós ið frá Betlehem inn í kirkjuna en þá er hátíðarguðsþjónusta. Ein stærsta hátíð kirkjunnar í aðventunni er Jólavaka við kerta - ljós sem haldin er sunnudaginn 16. desember þar sem bæjar stjór - inn, Lúðvík Geirsson er ræðu mað - ur í tilefni þess að Hafn arfjarðar - bær er 100 ára á nýju ári. Sunnudagaskóli er kl. 11 á Þor - láksmessu sem í ár ber upp á sunnu dag, kærkominn undirbún - ing ur fyrir jólahátíðina. Jólahátíðinni er fagnað með aftan söng á aðfangadag kl. 18 og mið næturmessu kl. 23.30 og á jóla dag er hátíðarguðsþjónusta kl. 14. Eru sóknarbörn hvött til að njóta af því sem kirkjan býður upp á. Starfsfólk og sóknarnefnd Hafn - ar fjarðarkirkju óskar öllum gleði - legra jólahátíðar og farsældar á nýju ári. Hafnarfjarðarkirkja 7Fimmtudagur 29. nóvember 2007 HAFNARFJARÐARKIRKJA ÞJÓÐKIRKJA Í ÞÍNA ÞÁGU 3. tbl. 28. árg. — Útgefandi: Hönnunarhúsið ehf. fyrir Hafnarfjarðarkirkju — Ábm.: Gunnþór Þ. Ingason — 29. nóvember 2007 Kirkjustarfið fer fram í Hásölum, safnaðarsal kirkjunnar á meðan á viðgerðum á kirkjunni stendur yfir. Hátíð jólanna gengur í garð Öflug starfsemi í Hafnarfjarðarkirkju á aðventu og um hátíðarnar Krabbameinsfélag Hafnar fjarð - ar og Hafnarfjarðarkirkja efna til aðventukvölds í Hásölum við Hafn ar fjarðarkirkju fimmtu dag - inn 6. desember kl. 20. Þessi kvöld hafa verið árviss viðburður og vel sóttur og kærkomin stund í upphafi aðventu. Forseti Íslands, hr. Ólafur Ragn - ar Grímsson flytur hug vekju, Kammer kórinn A-Capella syng ur undir stjórn Guðmundar Sig urðs - sonar, Gunnar Gunnarsson flautu - leikari leik ur við undirleik Guð - mundar Sig urðs sonar. Séra Þórhallur Heimisson leiðir athöfnina. Að athöfninni lokinni býður Krabbameinsfélag Hafnarfjarðar upp á kakó, piparkökur og konfekt í Strandbergi. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Forseti Íslands á aðventukvöldi Aðventukvöld Krabbameinsfélags Hafnarfjarðar og Hafnarfjarðarkirkju 6. desember Frá aðventukvöldi Jólafundur Kvenfélagsins á sunnudaginn kl. 16 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju Jólavaka sunnudaginn 16. desember kl. 20 í Hásölum – Fjölbreytt tónlistardagskrá L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.