Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 29.11.2007, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 29. nóvember 2007 Jólafundur Kvenfélags Fríkirkjunnar sunnudaginn 2. desember kl. 20 í Skútunni, Hólshrauni 3 Dagskrá: • Kórsöngur. Barnakór Fríkirkjunnar syngur undir stjórn Skarphéðins Hjartarsonar. • Jólasagan • Kaffiveitingar • Jólahappdrætti • Hugvekja: Sr. Sigríður Kristín Helgadóttir Allir velkomnir, takið með ykkur gesti. Jólanefndin. Fyrirtækið Straumur var stofnað árið 1984 og var með starfsemi sína lengst af á Ártúns - holtinu. Í janúar á síðasta ári sam einaðist Straumur fyrir tæk - inu Hraðberg sem sérhæfði sig í lyftaraviðgerðum. Straumur - Hraðberg ehf. sérhæfir sig í dag að þjónusta lagerhúsnæði frá minnstu geymslum upp í stærstu vöruhús. Sigurður Héðinn er markaðs - stjóri fyrirtækisins og sagði hann í samtali við Fjarðarpóstinn að þetta væri sennilega eina fyrir - tækið hér á landi sem byði heilda rlausn fyrir vöruhús enda er fyrirtækið með mikið úrval af hillum og hillukerfum, selur lyftara frá Crown og TCM og auk þess mikið af léttitækjum, plastköss um og öðru því sem þarf til í lagerhúsnæði. Einnig býður fyrirtækið uppá lagerturna frá Logimat og hafa 4 slíkir verið reistir á síðustu misserum. Sagði Sigurður Héðinn það spennandi verkefni að koma í Hafnarfjörð og væri fyrirtækið að koma sér fyrir í nýju húsnæði við Gjótuhraunið. Auk framan - greindra vara býður fyrirtækið upp á gott úrval af iðnaðar hurð - um, skjalaskápum, stál-fata skáp - um, milligólfum og smá vörum eins og vöruhúsa merkingum. Segir Sigurður starfsemina vera á fleygiferð og mikil gróska séí sölu á lyfturum og hillukerf - um. Vildi hann koma þeim skila - boðum til Hafnfirðinga að fyrir - tækið býður upp á góðar lausnir í geymsluna og bílskúrinn á hag - stæðu verði auk þess að bjóða upp á smíði á borðum eftir máli úr hillukerfiseiningum. Í vikunni afhenti fyrirtækið fyrsta lyftarann úr nýja hús - næðinu, lyftara í frystigeymslu, sér einangraðan og getur hann lyft upp í 9,5 m hæð, einstaklega lipur og hljóðlátur lyftari að sögn Sigurðar Guðmundssonar, eins af eigendum Straums-Hraðbergs. Aðrir eigendur eru Atli Sigurðs - son og Jón G. Baldvinsson sem jafnframt er framkvæmdastjóri. Alls starfa 9 manns hjá fyrir - tækinu. Straumur - Hraðberg flytur starfsemi sína í Hafnarfjörð Hillukerfi, lyftarar og annað sem þarf í vöruhúsið Sigurður Guðmundsson og Sigurður Héðinn við nýjan Crown lyftara. Auglýsingamennska áberandi Hún þykir ekki falleg dúkhliðin á sviðinu á Thorsplani sem nú er „skreytt“ með lógóum styrktaraðila jólaþorpsins og þykir mörgum fullangt gengið í auglýsingamennsku hjá Hafnarfjarðarbæ. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.