Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 14

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 14
www.fjardarposturinn.is 15Fimmtudagur 20. desember 200714 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2007 Það hefur gengið á ýmsu í hand boltanum í Garðabæ og Hafn arfirði að undanförnu. Í haust var Stjörnunni spáð sigri bæði í kvenna og karla - flokki enda er þar val - inn maður í hverju rúmi og bestu mark - menn landsins. Sem sagt mesta breiddin eins og það heitir á handboltamáli. Auk þess er Stjarnan senni - lega með öflugustu bakhjarlana og er því ekki í vandræðum með að ná til sín góðum leik mönn um eins og sjá má. Kvennaliðið byrj - aði ágætlega þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Hauk um í leiknum um „Meist ara meistar anna“. En þrjú eins marks töp í röð í des ember fyrir FH, Fram og Haukum settu strik í reikningin hjá Stjörn unni sem er eftir þetta í þriðja sæti deild arinnar. Ekki er gott að segja hvað veldur því að á pappírunum er Stjarn - an með geysi öflugt lið og þrátt fyrir að nokkr - ir góðir leikmenn hafi helst úr lestinni vegna fæð ingar orlofa og meiðsla ætti að vera nóg af góðum leik - mönn um til að fylla skörð þeirra. Kvennaliði Hauka var spáð öðru sætinu en fyrir - liðinn Hanna Guðrún er ekki sátt við það og vill toppsætið. Það er þó ekkert sem bendir til þess að Haukarnir endi þar því þeir hafa þegar tapað of mörg um stigum til þess. Hauka stelp urnar eru þó að bæta sig skref fyrir skref og það er áberandi að „gömlu“ konurnar sem hafa leik ið aðalhlutverkið fyrir Hauka und anfarin ár eru enn að draga vagninn. Hanna Guðrún hefur ver ið besti leikmaður Hauka í vetur og sú eina frá þeim sem kom ist hefur í lands liðið en ný lega upp götv uðust bak meiðsli hjá Hönnu sem hún verður að fara í aðgerð vegna svo að hún verður ekki meira með í vetur. Þar er skarð fyrir skyldi hjá Hauk um. FH var spáð sjöunda sætinu en segja má að þær séu óskrifað blað með marga efnilega unga leikmenn innan borðs. Díana Guð jóns dóttir þjálfari Hauka sagði um FH liðið að þar væri landsliðs mað ur í hverri stöðu og ef það reynist rétt mun liðið ná mikið lengra en spáin segir til um. Auk þess hefur Guðmundur Karlsson nú tekið við þjálfun liðs ins en hann hefur einnig þjálf - að bæði lið Hauka og skilað þeim Íslandsmeistaratitli og hefur liðið tekið miklum framförum undir hans stjórn. Það er þó ljóst að úrslitin eru ekki ráðin og baráttan heldur áfram. Eins og hjá kvenfólkinu var karlaliði Stjörn - unnar spáð Íslandsmeistaratitli. Þegar allir eru með og heilir heilsu er Stjörnuliðið ekki árenni - legt, en það hefur sýnt sig að þeir eru brothættir ef Roland er ekki í stuði og Patrekur er ekki með. Stjarnan er sem stendur í fjórða sæti deildarinnar og hefur tapað fjórum leikjum. En mótið er aðeins hálfnað og hvaða lið sem er í fimm efstu sætunum getur unnið deildina og hampað titl in - um. Haukarnir sem eru með mikið breytt lið frá því í fyrra hafa komið stuðningsmönnum sínum skemmtilega á óvart og tróna í efsta sætinu. Haukarnir hafa aðeins tapað einum leik, fyrir Stjörnunni, og unnið öll toppliðin. Það verður því spennandi að fylgj ast með framhaldinu á nýja árinu. Haukar hafa verið besta hand knattleiksfélag landsins und - anfarin tíu ár en nú eru tímamót hjá þeim og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir spjara sig næstu leiktíðir. FH sem leikur nú í 1.deildinni er með ungt og efni - legt lið skipað piltum sem hafa verið svo til ósigrandi í yngri flokk unum undanfarin ár og þeir hafa endurheimt hinn þrautreynda og trausta leikmann Guðmund Petersen sem verið hefur á mála hjá Haukum undanfarin tvö ár. Þeir tróna nú á toppi deildarinnar og það þarf mikið til svo þeir haldi því sæti ekki áfram. Það standa vonir til þess að þeir leiki í úrvalsdeildinni næsta vetur. Stuðningsmenn FH eru orðnir langeygir eftir titli sem þeir hafa ekki unnið síðan FH-ingur unnu Íslandsmeistaratitil karla árið 1992 og enn lengra síðan kon - urnar sigruðu eða 1982. Ég vona að „Hafnarbæjar“-liðunum gangi vel á nýja árinu og óska þeim öllum góðs gengis. Höfundur er fyrrv. formaður handknattleiksdeildar Hauka Handbolti með hækkandi sól - í hinu forna umdæmi Garða Hermann Þórðarson Pöntunarsíminn er 565-1213 eða pantið á vikings@fjorukrain.is þorláksmessuskatan St af ræ na p re nt sm ið ja n Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða Lj ós m .: G uð ni G ís la so n Lj ós m .: G uð ni G ís la so n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.