Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 25

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 25
www.fjardarposturinn.is 25Fimmtudagur 20. desember 2007 Erfitt inngöngu Þessi mynd náðist af Stekkja - staur þegar hann kom til byggða og sannar að það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera jólasveinn og gefa í skóinn. Þar sem allir gluggar voru kræktir aftur, þá greip hann til örþrifa - ráða til að redda sér. Inn komst hann loksins! Við sendum ykkur hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi afmælisár. Þökkum samskiptin á árinu sem er að líða. Tökum höndum saman og gerum jólin og áramótin að sannri fjölskylduhátíð. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar Kæru Hafnfirðingar! Ástjarnarkirkja er yngsta kirkja bæjarins og var nýtt bráðabirgðahúsnæði tekið í notkun 16. sept. sl. eftir að hafa haft aðstöðu í íþróttamið stöð - unni Ásvöllum. Nýja húsið er tvær 20 ára gamlar skólastofur sem Hafnarfjarðarbær gaf kirkj - unni og hafa þær verið endur - nýjaðar bæði að utan og innan. Er í rauninni aðdáunarvert hversu vel hefur tekist til. Sigur - þór Aðalsteinsson arkitekt sá um hönnun breytinganna en hann hannaði einnig kirkju mun ina. Í húsnæðinu, sem stendur á bílastæði væntanlegrar kirkju, er kapella sem tekur 70 manns í sæti, skrifstofa prests og æsku - lýðsfulltrúa og safnaðarheimili auk snyrtiaðstöðu. Á fyrsta aðventukvöldinu voru um 100 manns og þeir sem ekki komust fyrir í kapellunni fylgdust með á tjaldi í safnaðarheimilinu. Sr. Bára þjónar einnig Kálfa - tjarnarkirkju en með henni í Ástjarnarsókn starfar Ingi Þór Emils son, æskulýðsfulltrúi. Sr. Bára segir mætingu í kirkjuna hafa verið góða í haust og starfið öflugt. Fermingarfræðsla er í fullum gangi og verða 36 börn fermd í kirkjunni í vor. Sunnu - dagaskóli er starfandi og starf er fyrir 6-9 ára börn, 2 hópar eru fyrir 10-12 ára auk þess sem æskulýðsfélag er starfandi fyrir 13-15 ára og eldri hópur, 16+ er starfandi. Þá eru foreldra morgn - ar vikulega og segist Bára vilja geta bætt starfi fyrir aldraða við. Aðspurð segir sr. Bára að henni hafi verið vel tekið og segir mjög ánægjulegt að starfa í kirkjunni. Mikið grasrótarstarf fari fram í svona nýju hverfi og segist hún vona að kirkjan geti orðið annað heimili hverfisins. Ekki er ákveðið hvenær ný kirkja verður byggð en bygg - ingar nefnd hefur verið skipuð sem nú skoðar þá möguleika sem eru í boði. Kirkjustarf í nýju hverfi í Ástjarnarkirkju Sr. Bára Friðriksdóttir vill að kirkjan verði sem annað heimili fyrir íbúana Sr. Bára Friðriksdóttir, sóknarprestur að störfum í Ástjarnarkirkju. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Sr. Bára og Hermann Björn Erlingsson, formaður sóknar - nefndar við nýja altarið sem velunnarar gáfu fyrir skömmu.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.