Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 11

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 11
www.fjardarposturinn.is 11Fimmtudagur 20. desember 2007 Núna er aðal fjáröflunartímabil björgunarsveita í landinu hafið og hafa félagar í Björgunarsveit Hafnarfjarðar unnið dag og nótt við undirbúning og framkvæmd tveggja lykilfjáraflana sveitar - innar, jólatrjáasölu og flugelda - sölu. Jólatrjáasalan stendur nú í hámarki og flugeldasalan hefst þann 28. desember. Þessar tvær fjár aflanir eru mjög mikilvægar fyrir björgunarsveitir á landinu og geta skipt sköpum þegar á reynir. Björgunarsveit Hafnar - fjarðar byggir starf sitt að lang - stærstum hluta á þessum tveimur lykilfjáröflunum og rennur allur ágóðinn af þeim óskiptur til uppbyggingar á starfi og búnaði sveitarinnar. Allt unnið í sjálfboðavinnu Allir félagar Björgunarsveitar Hafnarfjarðar gefa vinnu sína og eru til taks allan sólarhringinn – allan ársins hring. Björgunar - sveit Hafnarfjarðar er því mikil - vægur hlekkur í öryggisneti lands - manna. Júlíus Gunnarsson, for - maður Björgunarsveitar Hafn ar - fjarðar sagði í samtali við Fjarð - ar póstinn að um 80% af rekstrar - fé sveitarinnar væri sjálfs aflafé og sé það nýtt meðal ann ars til þjálf unar félaga og til endur - nýjunar á búnaði og tækja kosti sveitarinnar. Án þessara fjárafl - ana stæði sveitin ekki jafnvel að vígi og hún gerir nú í dag. Útköll á árinu Björgunarsveit Hafnarfjarðar hefur farið í 42 útköll það sem af er árinu og þar af hefur sjó flokk - urinn verið 11 sinnum kallaður út. Margar þessar aðgerðir hafa verið mjög stórar og kostnaðar - samar fyrir sveitina og má þar nefna vélsleðaleit á Langjökli, leit í Soginu og leit í Skaftafelli. Þann 16. júlí var þyrla Land - helgisgæslunnar, TF-SIF, á æfingu ásamt sjóflokk sveitar - innar rétt utan við Straumsvík þegar eitthvað fór úrskeiðis og þyrlan endaði í sjónum. 25. júlí hrapaði maður niður 50-70 m í Laxárgljúfri. Undan - farar úr BSH fóru austur og tóku þátt í stórri aðgerð þar sem nota þurfti línur og fjalla björg unar - búnað til að ná manninum upp í börum. Dagana 19.-25. ágúst stóð yfir viðamikil leit af Þjóð - verjum í Skaftafelli. Undanfarar ásamt Pílu, sporhundinum okkar, fóru og tóku þátt í langri og erfiðri leit sem bar því miður ekki árangur. Björgunarsveitin er einnig hluti af alþjóðasveitinni og fóru fjórir félagar úr BSH á æfingu í Noregi í nóvember. Gísli Ólafsson var kallaður út til Ghana í Vestur-Afríku en hann er einn af tveimur Íslend - ingum sem eru hluti af UNDAC (United Nations Disaster Assess - ment And Coordination) teymi Sameinuðu þjóðanna. Þeir voru sendir út til þess að aðstoða við að meta umfang flóðanna og viðbrögð við þeim. Unglingastarf Í björgunarsveitinni er rekið öflugt unglingastarf sem skiptist í tvo hluta, annars vegar er ungl - ingadeildin Björg úlfur fyrir krakka á aldrinum 14-16 ára og hins vegar er nýliðastarf fyrir 17 ára og eldri. Ný liða starfið er oft - ast tveggja ára þjálf un sem allir björgunar sveitar - menn þurfa að ganga í gegn - um og þar læra menn fyrstu hjálp, fjalla - mennsku, rötun og fleira. Einnig er lagt mikið uppúr ferðum til að auka þekkingu og reynslu nýlið - anna. Kynningar fundur fyrir vænt anlega nýliða er haldinn í sept ember ár hvert og eru allir þeir velkomnir sem hafa áhuga á að starfa í björgunar sveit. Sölustaðir Risaflugeldamarkaðurinn verð ur eins og áður í húsnæði Björgunarsveitar Hafnarfjarðar við Flatahraun (gamla slökkvi - stöðin) og svo verða þrír aðrir sölu staðir, Fornubúðir við smá - bátahöfnina, á bílastæðinu við verslunarmiðstöðina Fjörð og Haukahúsið við Ásvelli. Opið verður kl. 9-22 dagana 28.-30. desember og kl. 9-16 á gamlársdag. Flugeldasýning Flugeldasýning verður yfir höfninni laugar daginn 29. desember kl. 20.30 Styðjum þá sem ávallt eru viðbúnir að bjarga okkur Flugeldasala björgunarsveitanna fjármagnar björgunarstörf þeirra – verslum af þeim! Frá þyrluslysinu utan við Straumsvík. 4. jan. Leit að manni í Kjóadölum 7. feb. Leit í Hafnarfirði 11. mars Leit á Langjökli 18. apríl Leit að manni í Reykjavík 22. júní Slasaður maður i Esju 27. mars Bátur sekkur í Hafnarfjarðarhöfn 23. júní Gróðureldar við Nesjavallaveg 16. júlí Þyrla nauðlendir við Straumsvík 14. sept. Útkall á vegum SÞ vegna flóða í Ghana 19. sept. Leit að manni í Soginu 23. ágúst Leit í Skaftafelli 10. des. Óveður á Höfuðborgarsvæðinu 12. des. Óveður á Höfuðborgarsvæðinu 14. des. Óveður á Höfuðborgarsvæðinu Af útkallsskrá L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Klifuræfing á nýliðanámskeiði. L j ó s m . : Þ ó r ó l f u r K r i s t j á n s s o n L j ó s m . : Þ ó r ó l f u r K r i s t j á n s s o n L j ó s m . : Þ ó r ó l f u r K r i s t j á n s s o n Gosin, raketturnar og terturnar eru allar kenndar við viðburði úr Íslandssögunni. Mikilvægt er að nota hlífðar gleraugu og vera ekki í eld fimum fötum við að skjóta upp flugeldum og skotkökum.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.