Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 27

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 27
www.fjardarposturinn.is 27Fimmtudagur 20. desember 2007 Úrslit: Handbolti Konur: Haukar - Akureyri: 39-22 FH - Fylkir: 21-24 Karlar: Selfoss - FH: 30-34 Þróttur - Haukar 2: 20-24 HK - Haukar: 26-30 Körfubolti Konur: Haukar - UMFG: 80-99 Jólasundmót SH Jólamót SH og Alcan verður haldið á morgun, fösudaginn 21. des. Upphitun byrjar kl. 17.00 Allir sundmenn eiga að taka þátt, yngri sundmenn munu vera með sundsýningu og þau eldri munu keppa í 2 greinum. Allir keppendur fá verð - launapening og smá jóla glaðn - ing. Heiðraðir af KSÍ Þrír FH-ingar voru heiðraðir í hófi áður en knattspyrnufólk ársins var kynnt. Jón Rúnar Halldórsson og Pétur Stephensen fengu gull - merki KSÍ og Gísli Björg - vinsson fékk silfurmerki KSÍ. Íþróttir Félagsmiðstöðvar eru opnar Fjölbreytt starf verður í félagsmiðstöðvum, Gamla bókasafninu og Músik og mótor dagana kringum hátíðirnar. Dagskrá og opnunartíma má nálgast á heimasíðum félagsmiðstöðvanna en þær má allar finna á tomstund.is,á heimasíðum grunnskólanna og hafnarfjordur.is. Sjá einnig gamlabokasafnid.is. Vakin er athygli á að í 4. gr. reglugerðar um húsaleigubætur nr. 118/2003 segir meðal annars: „Sækja þarf um húsa - leigubætur fyrir hvert almanaksár og gildir umsóknin til ársloka. Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist sveitar - félagi eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslu mánaðar. Berist umsókn síðar verða húsaleigubætur ekki afgreiddar vegna þess mánaðar.“ Til þess að eiga rétt á húsaleigubótum 1. janúar 2008 þarf Félagsþjónustunni í Hafnarfirði að berast umsókn um húsaleigubætur fyrir 17. janúar 2008, ásamt skattframtali 2007. Félagsþjónustan í Hafnarfirði Strandgötu 33 Húsaleigubætur í Hafnarfirði Á þriðjudaginn var tekið í notkun net spjall hjá Þjónustuveri Hafnar fjarðarbæjar. Notaður er hugbúnaður sem nefnist Svarbox sem gerir almenningi kleift að nýta sér vefi fyrir tækja og stofnana í mun ríkari mæli en áður hefur þekkst. Fólk getur með einum músar - smelli komist í beint sambandi við þjónustufulltrúa og sent þeim textaskilaboð með öruggum hætti. Samtalið er síðan flokkað og geymt í gagna grunni en við - skipta vinur getur einning prent - að út samskiptin við þjónustu - fulltrúann eða fengið þau send í tölvupósti. Starfsmenn geta auðveldlega annað nokkrum viðskiptavinum samtímis í netspjallinu og afar auðvelt er að senda samtal milli starfsmanna. Netspjallið er einfallt í notkun, viðskiptavinur slær inn nafn og netfang og smellir svo á „áfram“ bíður svo eftir svari og slær svo inn fyrir - spurn. Netspjallið er opið frá 9.15 - 16 alla virka daga. Í netspjalli við þjónustu - fulltrúa Hafnarfjarðarbæjar Rut Baldvinsdóttir í netspjalli í þjónustuverinu. L j ó s m . : S m á r i G u ð n a s o n Það var glatt á hjalla hjá gönguhópi Félags eldri borgara sem vikulega gengur í um tvo klukku tíma sér til skemmtunar og heilsubótar. Á mánudaginn hitt ist hópurinn eftir góða göngu á Ásvöllum þar sem kökur og konfekt var maulað og skolað niður með kakói og öðru góð - gæti. Heppnir félagar fengu vinn - inga í happdrætti, ekki voru vinn ingarnir stórir en gleðin var jafn rík fyrir því. Greinilegt að allir voru komnir í jólaskap allir hlökkuðu til nýrra gönguferða á nýju ári. Glaðir gamlir göngugarpar Hópur eldri borgara á göngu vikulega hvernig sem viðrar L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.