Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 28

Fjarðarpósturinn - 20.12.2007, Blaðsíða 28
28 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 20. desember 2007  555 0888 20% afsláttur gegn framvísun þessa miða á virkum dögum til 1. des. 2007. Taka skal afslátt fram við pöntun  Eftir nokkuð snarpar umræður í bæjarstjórn Hafnarfjarðar á þriðjudaginn var samþykkt að nýta ákvæði í viljayfirlýsingu milli Hafnarfjarðarbæjar og Orku veitu Reykjavíkur frá 2. júlí 2007 um sölu á eignarhlut bæjar - félagsins í Hitaveitu Suðurnesja hf. Eignarhlutur Hafnarfjarðar - bæjar í Hitaveitu Suðurnesja er 15,4178%. Bæjarstjórn sam - þykkti að selja til Orkuveitu Reykja víkur allt að 95% hluta - fjár Hafnarfjardarbæjar i HS hf. á sölugenginu 7.0. Þá samþykkti bæjarstjórn Hafn ar fjarðar jafn - framt að teknar verði upp form - legar viðræður við Orkuveitu Reykjavíkur um möguleg kaup bæjarfélagsins á hlut í OR. Tillagan var samþykkt með at - kvæð um Samfylkingar og VG gegn atkvæðum Sjálfstæðis - flokks sem vildi selja allan hlut bæjarins og nota hann til að greiða niður skuldir. Óvíst um kaup í OR Ekki kemur fram í samþykkt - inni hversu stór hlutur verður seldur en viðmælendur Fjarðar - póstsins telja að það verði 95%. Hins vegar er óljóst hversu stóran hlut Hafnarfjarðarbær eignast í Orkuveitu Reykjavíkur en það ræðst m.a. af kaupgengi á bréfum OR en bæjarráði var falið að ganga frá tillögum um ráðstöfun söluandvirðisins þegar þau kaup verða ljós. Þá samþykkti bæjarstjórn að fela starfshópi sem skipaður er odd vitum þeirra stjórnmála - flokka sem sæti eiga i bæjar - stjórn að leita eftir samkomulagi vid Orku veitu Reykja víkur um hugs an leg hluta fjárskipti. Slíkt sam komu lag verði i síðasta lagi gert fyrir lok febrúar 2008. For - sendur þeirra kaupa ráðist af því verð mati sem liggi fyrir á Orku - veit unni og sameiginlegri af - stöðu varðandi framtíðarskipan dreifi kerfis rafmagns innan lög - sögu Hafnarfjarðar. Suðurlindir eiga að tryggja hagsmuni sveitarfélaganna Fyrir liggur að Hafnar fjarðar - bær verður þriðjungshluthafi í Suðurlindum ohf. ásamt Grinda - vík og Sveitarfélaginu Vogum, en formlegur stofnfundur félags - ins verður haldinn nk. fimmtu - dag. Meginverkefni þessa nýja félags er að standa vörð um sam - eigin lega hagsmuni sveitarfélag - anna og íbúa þeirra varðandi náttúru auðlindir og mögulega nýt ingu orkuauðlinda innan lög - sagn ar umdæma sveitar félag - anna. Engin breyting á vatnsveitu og fráveitu Bæjarstjórn ítrekaði að Hafn - ar fjarðarbær á og rekur bæði Vatns veitu Hafnarfjarðar og Frá - veitu Hafnarfjarðar og muni halda því eignarhaldi og þeim rekstri áfram með óbreyttu sniði. Samþykkt að selja allt að 95% hlut í HS Leitað verður samninga við OR um kaup á hlut í félaginu Frá tilraunaborunum við Trölladyngju. Keilir í bakgrunni. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n ÍS L E N S K A /S IA .I S /O R K 4 01 67 1 1/ 07 or.isTakið þátt í jólaleik Orkuveitunnar á www.or.is Hlýjar og bjartar hátíðarkveðjur Gleðileg jól! L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Krakkarnir kunnu vel að meta jólasveinana sem komu á jólagleði St. Georgsskáta við Hvaleyrarvatn fyrir skömmu. Að sjálfsögðu komu þeir með góðgæti enda góðir sveinar.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.