Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 1

Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 1
ISSN 1670-4169w w w. f j a r d a r p o s t u r i n n . i s 3. tbl. 26. árg. 2008 Fimmtudagur 17. janúar Upplag 9.800 eintök. Dreift frítt í Hafnarfirði og á Álftanesi www.66north.is Miðhraun 11 - Sími 535 6600 www.as.is Sími 520 2600 Flatahrauni 7 sími 565 1090 Þegar þú þarft púst... Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam þykkti á fundi sínum á þriðju dag tillögu bæjarstjóra um lækk un á fasteignasköttum. 18. des ember lögðu fulltrúar Sjálf - stæðisflokks fram tillögu um svipaða lækkun fasteignaskatts en meirihlutinn felldi þá tillögu. Voru rökin sú að ekki hafi verið sýndur niðurskurður á móti. Nú var lækkunin rökstudd með meiri hækkun á fasteignamati en forsendur fjárhagsáætlunar gerðu ráð fyrir. Er sagt í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ að þetta sé bein raunlækkun á fasteignaskatti íbúðarhúsnæðis. Hækkun heildar fast eigna mats á landinu er 18,5% en þar hafa nýjar eignir áhrif. Fasteignamat á íbúðarhúsnæði hækkar um 12% í Hafn arfirði og lækkar því raun fast eigna skattur íbúð ar húsnæðis á milli ára um 0,44% en hlutfall fasteigna skatts lækkar úr 0,27% í 0,24%. Þetta þýðir 327 kr. lækkun á 30,5 millj. kr. eign sem er meðalfasteignamat allra fast - eigna í Hafnarfirði í dag. Hefði lækk un fasteignaskattsins ekki komið til hefði hækkunin verið 8.823 kr. Vatnsgjald af sömu eign hækkar hins vegar um 2.669 kr. 17,9% hækkun skatta á atvinnuhúsnæði Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 20% og þó skattur af því lækki úr 1,628% í 1,6% er hækkunin 17,9% á milli ára og hækka gjöld af 30,5 millj. kr. eign um 74,217 kr. á milli ára! Sagði Haraldur Þór Ólason, oddviti Sjálfstæðismanna, á bæj - arstjórnarfundinu lækk un fast - eignagjalda verða bestu af - mælisgjöfina til bæjarbúa. Fasteignamat allra fasteigna í Hafnarfirði er 339,4 milljarðar kr. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n Fasteignaskattar lækkaðir Samfylking hafði nýlega hafnað tillögum um slíkt frá D-lista

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.