Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 3

Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 3
Deiliskipulagstillagan að akst - ursíþróttasvæði í Kapelluhrauni verð ur kynnt í Hafnarborg á mið vikudaginn kl. 17. Hún er unnin á grundvelli aðal skipulags Hafnarfjarðar 2005-2025 og nær til um 80 hektara landsvæðis. Í aðalskipulaginu er svæðið skil - greint í landnotkunarflokki „opið svæði til sérstakra nota“ og gerir deiliskipulagstillagan ráð fyrir kvartmílubraut, hringaksturs - braut, go-cart braut, aksturs æf - inga svæði, tveimur motor cross - brautum og skotæfinga svæði. Ennfremur er gert ráð fyrir nokkrum byggingum á svæðinu sem hýsa ýmsa stoðþætti og að - stöðu fyrir starfsemina. Alls er tillaga um að u.þ.b. 60 hektarar fari undir mannvirki og svæði á milli þeirra en um 15 hektarar af óröskuðu hrauni verði hverfis - verndað. Mikill ávinningur Meginmarkmið með upp bygg - ingu akstursíþróttasvæðis er að sameina á einum stað fjölbreytta aðstöðu og æfingasvæði fyrir aksturs-, vélhjóla- og skotíþróttir og þar með: - Stuðla að bættu umferðar - öryggi. - Færa utanvegaakstur vélhjóla inn á skipulagt svæði og bæta með því umgengni við náttúru og minnka með því hættu á skemmdum á landi. - Bjóða upp á ökukennslusvæði þar sem m.a. er hægt að æfa akstur við erfið skilyrði. - Bjóða upp á skotæfingasvæði þar sem fyllsta öryggis er gætt. - Samnýta svæðið fyrir mismunandi notendahópa. Skipulagssvæðið er tiltölulega flatlent. Hluti svæðisins er nokkuð gróinn og mun hluta þess verða raskað við fram - kvæmdir. Helsti gróður er mosa - gróður, graslendi og stöku runnar. Minjum hlíft Í hrauninu er nokkuð um menn ingarminjar. Minjarnar bera vitni um að landið hafi eink um verið nýtt í tengslum við bú skap en einnig liggur gömul þjóð leið í gegnum skipu lags - svæðið. Skipulagstillaga gerir ráð fyrir að minjarnar verði verndaðar með hverfisvernd. Háspennulínur fara í jörðu Talsverðum hluta af svæðinu hefur verið raskað á síðustu áratugum, með efnisnámi og mannvirkjagerð. Enn er þó ná - lægt fjórðungur svæðisins órask - að hraun. Í dag er á svæð inu kvartmílubraut með til heyrandi plani eða pitt til undir bún ings bíla fyrir keppni, stjórn skúr fyrir keppni og félags heimili fyrir Kvartmíluklúbbinn. Einnig er þar skotæfingasvæði ásamt félagsheimili. Háspennu lína og línuvegur þverar svæðið frá austri til vesturs en bæjar stjórn hefur samþykkt þá breyt ingu á aðalskipulagi að línurnar verði lagðar í jörðu. Skipulagssvæðið er innan skil - greinds þynningarsvæðis álvers Alcan í Straumsvík. Innan þynn - ingar svæðisins eru tak markanir á landnotkun og má til að mynda ekki vera þar með íbúðarbyggð. Íbúðasvæði sunnan við svæðið í framtíðinni Aðliggjandi landnotkun, sam - kvæmt aðalskipulaginu, er iðn - aðar svæði að sunnan, norðan og austan en blanda af iðnaðar- og verslunar- og þjónustusvæði að vestan. Einnig eru fyrirhuguð íbúða svæði suður af skipulags - svæðinu, en ekki er stefnt að upp byggingu þeirra á næstu árum. Mengunarvarna gætt Samhliða deiliskipu lags vinn - unni hefur Hafnarfjarðarbær unnið umhverfismat fyrir deili - skipulagsáætlunina og er hún auglýst samhliða deiliskipu lag - inu. Þar er gert ráð fyrir um - hverfis áhrifum og mengunar - vörnum en Skipulagsstofnun mun síðar meta hvort fram - kvæmd irnar sjálfar skuli háðar mati á umhverfis áhrifum. Akstursæfingarbraut Á svæðinu er gert ráð fyrir braut til ökukennslu og æfingar - akst urs á um 4 hektara svæði. Þar verða ýmsar brautir, m.a. hálku braut og mun þessi aðstaða gjörbylta aðstöðu til ökukennslu. 8 þúsund m² íþróttahús Á svæðinu er gert ráð fyrir 8160 m² íþróttahúsi fyrir „super - cross“, innanhúss „trail“, BMX/ - Trial reiðhjól, hjólabretta- og línu skautarampa, klifurvegg og go-kart. Jarðvegsmanir Til að draga úr hávaðamengun og til varnar á skotæfingasvæði er gert ráð fyrir jarðvegsmönum. Annars vegar 7 m háum mönum með 3 m hljóðveggjum um - hverf is mótorcrossbrautir. Hins vegar er gert ráð fyrir 2-4 m háum mönum til aðskilnaðar á mismunandi starfsemi á svæðinu en þær verða jafnframt nýttar sem áhorfendasvæði. Gönguleiðir Gömul gönguleið er mörkuð í hraunið og eru hún innan hverfis verndaðs svæðis. Göngu - leiðin er hluti af fornri leið frá Straumi og að Gjáseli, Fornaseli og Fjárborginni og skal vera aðgengileg fyrir útivistarfólk. Aðrar gönguleiðir fylgja vegum og bílastæðum. Deiliskipulagstillaga að akstursæfingasvæði kynnt Almenningi gefst kostur á að skoða og tjá sig um tillögurnar á fundi í Hafnarborg á miðvikudag www.fjardarposturinn.is 3Fimmtudagur 17. janúar 2008 www.hafnarfjardarkirkja.is 1. sunnudagur í níuviknaföstu – 20. janúar Messa í Hásölum kl. 11 altarisganga Prestur: Sr. Gunnþór Þ. Ingason Kantor: Guðmundur Sigurðsson Kór: Barbörukórinn Sunnudagsskólar í Strandbergi og Hvaleyrarskóla á sama tíma. Fermingarfræðsla laugardaginn 19. janúar: Fermingarbörn úr Lækjarskóla kl. 10 Fermingarbörn úr Hvaleyrarskóla kl. 11 Fríkirkjan Sunnudagurinn 13. janúar Sunnudagaskóli kl. 11 Kvöldguðþjónusta kl. 20 Kór Fríkirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Verið velkomin www.frikirkja.is Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu að akstursíþróttasvæði í Kaphelluhrauni verður haldinn í Hafnarborg miðvikudaginn 23. janúar kl. 17 sjá nánar á www.hafnarfjordur.is

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.