Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 2

Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 2
Bíbí á fræðslufundi í kvöld Fræðslufundur verður haldinn hjá Sálarrannsóknarfélaginu í Hafnarfirði í Góðtemplarahúsinu við Suðurgötu í kvöld, fimmtudag kl. 20.30. Gestur fundarins verður Bíbí Ólafsdóttir miðill og mun hún segja frá sjálfri sér og ef til vill eitthvað fleira. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Kaffir á boðstólum. Sýningar í Bæjarbíói Á laugardaginn kl. 16 sýnir Kvik - myndasafn Íslands myndina „À bout de souffle“, lykilmynd í sögu frönsku nýbylgjunnar frá árinu 1960 eftir Jean- Luc Godard. Á þriðjudaginn kl. 20 sýnir Kvik - myndasafn Íslands myndina Apoca - lypse Now eftir Francis Ford Coppola. Myndin gerist í Vietnam stríðinu og segir sögu Benjamin L. Willard höfuðsmanns, sem sendur er inn í frumskóginn til að ráða af dögum ofursta í sérsveit bandaríska hersins, Walter E. Kurtz, sem álitið er að genginn sé af vitinu. Myndin lýsir ferðalagi inn í ystu myrkur manns - sálarinnar. Myndin varð fræg af endem um vegna langvinns fram - leiðslu tíma. Um síðustu aldmót endurklippti Coppola myndina sem lengdist við það um 49 mínútur. Storaro, kvikmyndatökumaður mynd - ar innar, fékk því til leiðar komið að því besta varð náð út úr myndefninu. Hljóðið var tekið til meðferðar, þar með talin tónlistin, sem auka þurfti við. Félagsmálaráðherra á fundi Almennur fundur á vegum 60+ Hafnarfirði verður haldinn á laugar - daginn kl. 11 að Strandgötu 43. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmála - ráð herra flytur ræðu; Nýir tímar í félags málum á Íslandi, staða eftir - launa fólks á Íslandi. Guðmundur Rúnar Árnason bæjarfulltrúi og for - maður fjölskyldu ráðs flytur ræðu; Staða og framtíðarsýn öldrunarmála í Hafnarfirði. Gunnar Svavarsson al - þing is maður og formaður fjár laga - nefndar Alþingis; Hvað segja fjár lög 2008 um fjármagn til eftirlauna þega? Pall borð: Jóhanna, Guðmundur Rúnar og Gunnar. Lúðvík Geirsson stjórnar pallborði. Súpa og brauð í hádeginu. Aukatónleikar með Tríói Reykjavíkur í Hafnarborg Aukatónleikar verða með Tríói Reykja - víkur í Hafnarborg á mánu daginn kl. 20. Eftir þriggja ára hlé eru söngv - ararnir ástsælu, Sigrún Hjálmtýsdóttir og Bergþór Pálsson mættir aftur til leiks með tríóinu. Fimmmeykið mun fara með tónleikagesti víða um Evrópu og einnig vestur um haf til Banda - ríkjanna. Umfram allt eru þetta tónleikar til þess að koma öllum í létt og gott skap í upphafi nýs árs. Meðal viðkomustaða verða Ítalía, Írland og Ungverjaland. Vínartónlistin verður á sínum stað, að sjálfu höfuðtónskáldi borgarinnar ógleymdu, Wolfgang Ama deus Mozart. Lehár, Strauss, Kál - mán og Kreisler koma líka við sögu. 2. Suðurgata 18, deiliskipulag Skipulags- og byggingaráð vísar á fundi sínum 10. janúar sl. breytingu á deiliskipulagi lóðar - innar Suðurgötu 18 til umsagnar hjá miðbæjarnefnd. Miðbæjarnefnd tekur jákvætt í byggingu hótels í miðbæ Hafnar - fjarðar og telur að slík starfsemi styrki miðbæinn. Tryggja þarf að - komu Suðurgötu 24 og 28 en telur nefndin útlit hótelsins Suður götu - megin samræmast vel götu mynd - inni. Unnið er að úttekt á umferða - málum og skuggavarpi og óskar nefndin eftir því að fylgjast með niðurstöðum þeirrar úttektar. 18. Reykjanesbraut í Hafnarfirði tvöföldun Gísli Ó. Valdimarsson tók til máls. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða með 11 atkv. að tillaga að deiliskipulagi Reykja - nesbrautar frá Strandgötu að Krísuvíkurvegi dags. 18.12.07 verði auglýst samkvæmt 25. grein skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997. Jafnframt verði auglýstar breytingar á mörkum eftirtalinna deiliskipulaga: Hvaleyrarholt suð- austur, Hafnarfjörður Hvammar, Ásland 1. áfangi, Selhraun norður, Hellnahraun 1. áfangi og Vellir mið svæði. 3. Álagning sveitarsjóðsgjalda 2008 Bæjarstjórn Hafnarfjarðar sam - þykkti samhljóða með 11 atkv. svohljóðandi tillögu: „Álagningarstofnar fyrir íbúða - húsnæði lækki með eftirfarandi hætti: Fasteigna skattur: Lækki úr 0,27% í 0,24% Lóðarleiga: Lækki úr 0,295% í 0,27% Vatnsgjald: Lækki úr 0,119% í 0,115% Álagningarstofnar fyrir atvinnu - húsnæði lækki með eftirfarandi hætti: Fasteignaskattur: Lækki úr 1,1628% í 1,160% Vatnsgjald: Lækki úr 0,119% í 0,115%.“ Lagðar voru fram bókanir sem sjá má í fundargerð bæjarstjórnar á www.hafnarfjordur.is 2 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. janúar 2008 Útgefandi: Keilir ehf. útgáfufélag, kt. 480307-0380 Fjarðarpósturinn, Bæjarhrauni 2, 220 Hafnarfirði Vinnsla: Hönnunarhúsið ehf., umbrot@fjardarposturinn.is Ritstjóri og ábm.: Guðni Gíslason Ritstjórn: 565 4513, 896 4613, ritstjorn@fjardarposturinn.is Auglýsingar: 565 3066, auglysingar@fjardarposturinn.is Prentun: Steinmark ehf. Dreifing: Íslandspóstur ISSN 1670-4169 – Vefútgáfa: ISSN 1670-4193 www.fjardarposturinn.is Mikið er gott að vera ráðherra og þurfa ekki einusinni að koma með gáfulegar skýringar á aðgerðum sínum. Þykkvabæjarráðherrann sagði ekki skipta máli hvort hann viki lítið eða mikið frá áliti matsnefndarinn um hæfi umsækjenda um dómaraembætti ef hann yfir höfuð viki frá áliti þeirra. Ég held að þessi ummæli slái öll met. Hafði hann áður borið ráðgjöf fiskifræðinga við ákvörðun sjávarútvegsráðherra um leyfilegan afla. Nei, það voru bara atkvæði sem færðu dýralækninn í ráðherrastól. Enginn þurfti að meta hæfi hans. Hafnarfjarðarbær hefur nýverið skipað deildarstjóra æskulýðsmála og annan deildarstjóra forvarnarmála. Ekki voru þau embætti aug - lýst. Þar á bæ eru menn fluttir til og ekki man ég til þess að staða sviðsstjóra fjölskyldumála, yfirmanns deildarstjóranna, hafi nokkurn tíma verið auglýst. Reyndar eru embættismál íþrótta- og æskulýðsmál kapítuli út af fyrir sig, æskulýðsnefnd og íþróttanefnd voru sameinaðar í íþrótta- og æskulýðsnefnd sem síðar var breytt í íþrótta- og tómstundanefnd en enginn hefur verið tómstunda - fulltrúinn. Í upphafi var stefnt að sameiningu embættis íþróttafulltrúa og æskulýðsfulltrúa í eitt embætti en sögur segja að kjark hafi skort til. Æskulýðsfulltrúinn sagði upp þegar núverandi formaður íþrótta- og tómstundamála tók við því embætti í upphafi kjörtímabilsins en nú fyrst er verið að festa í sessi arftaka hans nema þetta sé enn ein bráðabirgðaaðgerðin. Ekki veitir af styrkri stjórn á íþrótta- og æskulýðsmálum, í þann málaflokk fara háar fjárhæðir og aðhald nauðsynlegt ekki síst þegar styrkjakerfið er eins og það er og erfitt að fá upplýsingar um það frá yfirvöldum. Sem dæmi auglýsir eitt íþróttafélagið þrjár mismunandi niðurgreiðslur frá Hafnarfjarðarbæ eftir aldri þó hvergi sé hægt að finna neinar samþykktir um slíkt. Guðni Gíslason Ástjarnarkirkja Sunnudagurinn 20. janúar Messa kl. 11 í Ástjarnarkirkju, Kirkjuvöllum 1 Sunnudagskóli á sama tíma Prestur: Bára Friðriksdóttir, Tónlistarstjóri: Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eftir og ávextir fyrir börnin. Allir hjartanlega velkomnir www.astjarnarkirkja.is Víðistaðakirkja Sunnudagurinn 20. janúar Sunnudagaskóli kl. 11.00 Skemmtileg stund fyrir börn á öllum aldri. Guðsþjónusta kl. 13.00 Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva undir stjórn Úlriks Ólasonar. Kyrrðarstundir á miðvikudögum kl. 12.00 Súpa og brauð í safnaðarheimilinu á eftir. Opið hús fyrir eldri borgara á miðvikudögum kl. 13.00 Spil, spjall og kaffiveitingar Foreldrastundir á fimmtudögum kl. 13.00 Gefandi samvera fyrir heimavinnandi foreldra. www.vidistadakirkja.is Verið velkomin! Bragi J. Ingibergsson, sóknarprestur Pilturinn kominn fram 17 ára pilturinn sem lögreglan lýsti eftir í síðustu viku er kominn fram heill á húfi. www.fjardarposturinn.is Hanskaskinn óskast Konur í handavinnuhópi á Hrafnistu sem eru að sauma þjóð búningadúkkur leita eftir skinni til nota við skógerðina. Væri vel þegið ef einhver, sem á gamla hanska eða annað þunnt skinn og má missa, gæti ljáð hópnum slíkt. Hafa má samband við Jóhönnu eða Dagbjörtu í s. 585 3175 eða 6839525.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.