Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 6

Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 6
6 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. janúar 2008 Eldsneytisverð 16. janúar 2008 í Hafnarfirði: Sölustaður 95 okt. dísil Atlantsolía, Kaplakr. 132,8 135,3 Atlantsolía, Suðurhö. 132,8 135,3 Orkan, Óseyrarbraut 132,7 135,2 ÓB, Fjarðarkaup 132,7 135,2 ÓB, Melabraut 132,8 135,3 Skeljungur, Rvk.vegi 134,4 136,9 Öll verð miðast við sjálfs af greiðslu og eru fundin á vef síð u olíufélaganna. N1 gefur ekki upp verð á heimasíðu. Að auki getur verið í boði sérafsláttur. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Vaktsími: 565 5892 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís Valbjarnardóttir ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir HarðarsonSverrir Einarsson 3 herbergja íbúð til leigu við Hringbraut. Verð 100.000.- með hita, rafmagni og interneti. Mögu - leiki að húsgögn séu einnig með. Upplýsingar gefur Jenni í s. 8671107 Óska eftir leiguhúsnæði 25-65 fermetra. Eina skilyrðið er aðgangur að snyrtingu. Mun verða notað sem hljóðver. Uppl. í s. 662 1820. Þú getur sent smáauglýsingar á: a u g l y s i n g a r @ f j a r d a r p o s t u r i n n . i s e ð a h r i n g t í s í m a 565 3066 A ð e i n s f y r i r e i n s t a k l i n g a , e k k i r e k s t r a r a ð i l a . V e r ð a ð e i n s 5 0 0 k r . Ta p a ð - f u n d i ð o g f æ s t g e f i n s : F R Í T T R e k s t r a r a ð i l a r : F á i ð t i l b o ð í r a m m a a u g l ý s i n g a r ! Húsnæði óskast Húsnæði í boði ÞAÐ ER TIL LAUSN! AA fundur • Kaplahrauni 1 miðvikudaga kl. 19.45 Snotur staður í hjarta Hafnarfjarðar er til útleigu fyrir hvers kyns viðburði. Salurinn tekur um 65 manns sitjandi en um 100 manns standandi. Upplýsingar hjá Lindu í síma 898 6412 Salur til leigu Ertu stíf(ur)? Heilsunudd og verkjameðferð Upplýsingar og pantanir í síma 699 0858 Erlendur M. Magnússon, heilsunuddari Bæjarhrauni 2, 2.h Caprí tríóið heldur upp á 20 ára afmæli sitt í ár en tríóið kom fyrst fram hjá eldri borgurum í Reykjavík í febrúar 1988. Lék tríóið fyrir dansi fyrir þá hverja helgi þar til fyrir 2-3 árum síðan er það spilaði aðra hverja helgi. Tríóið er vel þekkt meðal eldri borgara í Hafnarfirði en fyrir þá hefur það leikið nær óslitið frá lok októbers 1990. Caprí tríó í 20 ár F.v. Kristján Jónsson, gítarleikari, (frá 1998), Þórður Marteinsson, harmonikkuleikari og Jón Valur Tryggvason trommuleikari. Það hefur ætíð farið þannig þegar við Íslendingar höfum haft mikl ar væntingar um góðan árangur á alþjóðamóti í þjóðaríþróttinni hand - bolta, að við höf um orðið fyrir miklum vonbrigðum. Því miður virðist þetta vera að gerast eina ferðina enn því að hinn ágæti lands liðsþjálfar okkar, Al freð Gíslason, segist stefna á eitt af fjórum efstu sætunum á EM. Ég tel þetta vera óraunsætt. Margir af okkar bestu leik - mönnum hafa átt við erfið meiðsli og veikindi að stríða að und an - förnu og eru því hvorki í góðu líkam legu ástandi eða góðu leik - formi sem stendur. Sá undir bún - ingur sem liðið hefur fengið fyrir þetta mót er því að mínu mati allt of naumur. Það er raunsætt af okkar hálfu að stefna að því að vera í hópi 10 bestu og það hefur okkur lengst af tekist. Við höfum ekki úr stórum hópi að velja eins og helstu keppinautar okkar sem eru bestu handknattleiksþjóðir heimsins. Staða okkar sem smáþjóðar í þessari samkeppni er því miklu betri en búast mætti við. Ég vona að sjálf - sögðu eins og allir lands menn að okkur takist að ná verðlauna - sæti, en allt sem er ofan við tíunda sæti fyrir okkur er í raun og veru bónus. Góðar óskir og baráttukveðjur fylgja að sjálfsögðu lands - liðinu í þessari keppni og við mun um fylgjast spennt með liðinu. Ég tel að stórþjóðirnar í handboltanum um þessar mundir, Frakkar, Þjóðverjar og Spánverjar munu skipa verðlaunasætin. En þjóðir eins og Norðmenn, Danir og Svíar, og reyndar einnig Pól - verjar, Rússar og Þjóðverjar geta sett strik í þann reikning. Sjáum hvað setur og fylgjumst spennt með. Áfram Ísland! Höfundur er fv. flugumferðarstjóri. EM í handbolta - óraunsæar væntingar Hermann Þórðarson Á gamlársdag, þegar FH-ingar útnefndu íþróttamann FH vakti athygli er Jón Rúnar Hall dórs - son, formaður knatt spyrnu - deildar FH, kvaddi sér hljóðs og gagnrýndi afreksstyrki Hafnar - fjarðarbæjar og afhenti formanni Styrktarfélags krabba meins - sjúkra barna þá fjárhæð sem Hafn ar fjarðarbær hafði fært knatt spyrnudeildinni nokkrum dögum áður. Ávarp Jóns Rúnars var birt á vef FH og fer hér á eftir: „Það er ekki sjálfgefið að börn og unglingar geti tekið þátt í íþróttastarfi þó svo að löngunin sé fyrir hendi. Það flaug í gegnum huga minn þegar ég leit yfir þann fríða hóp barna og unglinga sem var saman kominn á lokahátíð yngri flokka hjá okkur í Knatt - spyrnudeild FH nú í haust hve heppin við erum sem getum tekið þátt í svona starfi. Það getur vel verið að einhverjum finnist það skjóta skökku við að knatt spyrnu - deild telji sig þess megn uga að gefa gjafir til ann arra, deild sem alltaf er á hött unum eftir pening - um og virðist aldrei fá nóg. Ég er þessu ekki sam mála. Deild sem gefur sig út fyrir að efla þroska og félagslega færni barna og ungl - inga, deild sem vegnar vel á að huga að mál efnum þeirra sem af ein hverjum ástæðum geta ekki tekið þátt. Hafnarfjarðarbær úthlutar „af - reks styrkjum“ til þeirra deilda sem verða meistarar eða bikar - meist arar í efsta flokki og nemur þessi styrkur kr. 300.000- og hef - ur ver ið óbreyttur frá því 2001, ekki neinar verðbætur þar. Einn ig vek ur það furðu mína að félög/deildir sem verða deil dar - meist arar fái þessa sömu upp - hæð. Knattspyrnudeild FH hefur ákveð ið að ráðstafa þessum 300.000 kr., sem við fengum fyrir það að verða bikar meist arar, til líknarmála og er það von okkar að þetta verði árlegur viðburður. Ég vil biðja fulltrúa Styrktar - félags krabbameinssjúkra barna, Óskar Örn Guðbrandsson for - mann þess að koma hér fram og veita styrknum viðtöku.“ Gáfu styrk frá Hafnar - fjarðarbæ til líknarmála Knattspyrnudeild FH ráðstafaði 300 þús. kr. styrk frá Hafnarfjarðarbæ til Styrktarfélags krabba - meins sjúkra barna Rakel 869 7090 • Sindri 861 7080 • www.kolbrunrakel.is Næring + Hreyfing + Fræðsla = Árangur Sjálfstæðir dreifingaraðilarHERBALIFE Viltu vinna með góðu fólki, börnum og fullorðnum? Við gætum hugsanlega komið til móts við óskir þínar því okkur vantar gott fólk til kennslu og annarra starfa í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðar. Sjá nánar heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar, www.hafnarfjordur.is. FRÆÐSLUSTJÓRI HAFNARFJARÐAR ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR S ÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR. IS gjafir fríar prufur Elma s. 846 6447 – 555 4750 www.betralif.am Gerður Hannesdóttir • 865 4052 • 565 1045 • ghmg@simnet.is NÝR LÍFSSTÍLL — þyngdarstjórnun • ráðgjöf Fríar prufur

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.