Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 4

Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 4
4 www.fjardarposturinn.is Fimmtudagur 17. janúar 2008 Kl. 17 á föstudag verður merk - ur áfangi þegar loksins verður lokið endurgerð Reykdals virkj - unar til minningar um 100 ára afmæli fyrstu Rafveitu á Íslandi sem gangsett var 12. desember 2004 en tveimur árum síðar reisti Jóhannes Reykdal aðra virkjun þar sem núverandi stífla er og var hún tekin í notkun síðla árs 2006. Var þeirra tímamóta minnst með því að vatni var hleypt á nýjar pípur virkjunar - innar í desember 2006. Nú, rúmu ári síðar og 104 ár - um eftir að Hafnarfjörður var fyrst rafvæddur verður kveikt á nýju virkjuninni og mun þá vatnið úr uppistöðulóninu knýja 9 kw rafala saem Samorka gaf í tilefni aldarafmælisins. Eftir athöfnina verður undirritaður rekstrarsamningur milli Hafnar - fjarðar bæjar og Reyk dals félags - ins um rekstur stöðvar innar. Reykdalsvirkjun vígð á föstudag Nýtt stöðvarhús risið undir brúnni á Lækjargötu Unnið við gerð stöðvarhússins undir brúnni. Gula húsið sem sést í t.v. ofan brúarinnar var fyrsta stöðvarhúsið og íbúð stöðvarstjóra Reykdalsvirkjunar frá 1906. L j ó s m . : G u ð n i G í s l a s o n ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR S ÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR. IS VELLIR 5, VELLIR 6 OG ÁSLAND 3 Hafnarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í eftirfarandi lóðir: VELLIR 5 . . . Parhús við Kvistavelli 63 -65, Raðhús við Kvistavelli 10 -16 Raðhús við Kvistavelli 66 -72 VELLIR 6 . . . Raðhús við Hnoðravelli 35 -39 Klukkuvelli 23 -27 Klukkuvelli 20 -26 ÁSLAND 3 . . Raðhús við Furuás 23 -27 Lágmarksverð samkvæmt gjaldskrá Hafnarfjarðarbæjar er 6.300.000 miðað við 180 m2 raðhús og 7.600.000 miðað við 200 m2 parhús. Skipulagsuppdrættir og skipulags- og byggingarskilmálar eru á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar www.hafnarfjordur.is og í Þjónustuveri bæjarins Strandgötu 6. Einungis lögaðilar geta sent inn tilboð í lóðirnar og ber þeim að skila ársreikningi fyrir árið 2006 og/eða milliuppgjöri fyrir árið 2007 árituðum af löggiltum endurskoðendum ásamt yfirlýsingu lánastofnunar um fjármögnun byggingarframkvæmda. Skilafrestur tilboða er 31. janúar 2008. Tilboðum skal skilað til Þjónustuvers Hafnarfjarðarbæjar, Strandgötu 6. FH-ingar undirbúa nú sitt sjötta þorrablót og Risaball í Kaplakrika 9. febrúar og sem fyrr er Björgvin Halldórsson listrænn ráðunautur þeirra og í samtali við Fjarðarpóstinn segir Björgvin að úrval listamannanna verði glæsi legt. Má þar nefna Ragga Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson, Geir Ólafsson, stórsöngvara, South River Band og Eyjólf Kristjáns son.Verður Katrín Júlí usdóttir, þingmaður veislu stjóri ásamt Björgvini sjálfum. Hljómsveitin Von frá Sauðár - króki leikur fyrir dansi, hörku hljómsveit að sögn Björgvins en hann verður gestasöngvari með þeim ásamt Siggu Beinteins og Stefáni Hilmarssyni. Sveitaball á mölinni Árlegt Risaball og þorrablót verður í Kaplakrika 9. febrúar – og aldrei glæsilegra en nú Björgvin Halldórsson. Verkafólk spyr: Getur einhver verið á móti því að lágmarks tekjutrygging í dagvinnu hækki úr 125 þúsund krónum á mánuði í 155 þúsund eins og verkalýðsfélögin fara fram á ? Veistu að framfærslukostnaður einstaklings er ekki undir 170 þúsund krónum á mánuði.

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.