Fjarðarpósturinn


Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 5

Fjarðarpósturinn - 17.01.2008, Blaðsíða 5
www.fjardarposturinn.is 5Fimmtudagur 17. janúar 2008 ÞJÓNUSTUVER HAFNARFJARÐAR S ÍMI 585 5500 WWW.HAFNARFJORDUR. IS STYRKIR TIL LISTA- OG MENNINGARSTARFSEMI Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar aug lýsir eftir styrkumsóknum til lista- og menn ingar starfsemi. 1. Í umsókn skal lýsa markmiði verkefnis vel og skila kostnaðar áætlun ásamt öðrum fylgigögnum sem máli skipta fyrir viðkom andi umsóknaraðila 2. Listamenn, félagasamtök eða menningarviðburðir skulu tengjast Hafnarfirði 3. Ekki er styrkt til náms eða rekstrar (t.d. húsaleigu) 4. Nefndin áskilur sér rétt til að krefjast endurgreiðslu styrkja, komi ekki til verkefna sem sótt er til Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á www.hafnarfjordur.is. Einnig má nálgast eyðublöðin í Þjónustuveri Hafnarfjarðar að Strandgötu 6, og á Skrif- stofu menningar- og ferðamála að Vesturgötu 8. Ef ekki er sótt um með rafrænum hætti skal merkja um sóknir Styrkir til lista- og menningarstarfsemi 2008, Strandgata 6, 220 Hafnarfirði. Skilafrestur er til 15. febrúar 2008. Söngkeppni félagsmiðstöðva grunnskólanna í Hafnarfirði og Álftanesi var haldin í Hrauninu, Víðistaða skóla. Þeir sem lentu í þremur efstu sætum í forkeppni hverrar félagsmiðstöðar kepptu á hátíðinni en keppendur komu úr 8.-10. bekk skólanna. Hafrún Kolbeinsdóttir úr Ver - inu, Hvaleyrarskóla sem söng Vísur Vatnsenda Rósu, ljóð eftir Rósu Guðmundsdóttur sigraði í keppninni. Stalla hennar úr Verinu, Sig - urbjörg Telma Sveinsdóttir lenti í öðru sæti en hún söng lag ið My Favorite Things, úr kvik mynd - inni Sound of Music. Þær Eygló Hilmarsdóttir, Val - gerð ur Rós Morthens, Sonja Jóns - dóttir, Elín Helga Guð jóns dóttir og Þórdís Anna Ás geirs dótt ir úr Öldunni, Öldu túnsskóla höfn uðu í þriðja sæti með Spice Girls slagaranum - Say you'll be there. Í dómnefnd voru Steinunn úr Nylon, Ingó úr Idolinu, Diddi úr Sniglabandinu, Ellert Magnús - son deildarstjóri æskulýðsmála hjá Hafnarfjarðarbæ og sigur - veg ari keppninnar í fyrra, Karlotta Dögg Jónasdóttir. Keppa í Laugardalshöll Sigurvegarar keppninnar halda síðan áfram í söngkeppni Samfés sem haldin verður í Laugar - dalshöll, 8. mars næstkomandi. Hafrún söng vísur Vatnsenda Rósu til sigurs í Hrauninu Spennandi söngkeppni félagsmiðstöða grunnskólanna Eygló Hilmarsdóttir, Valgerður Rós Morthens, Sonja Jónsdóttir, Elín Helga Guðjónsdóttir og Þórdís Anna Ásgeirsdóttir. Hafrún Kolbeinsdóttir. Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir. 1 2 3 JóhannaDagskrá: kl. 10.45 Tónlist – Þórður á nikkunni og Stígur á saxófón. Kl. 11.00 Jón Kr. Óskarsson formaður 60+ Hafnarfirði býður gesti velkomna. Fundarstjóri: Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri. Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmála ráðherra flytur ræðu „Nýir tímar í félagsmálum á Íslandi, staða eftirlaunafólks á Íslandi“. Kl. 12.00 Súpa og brauð A la Grande GG. Kl. 12.20 Guðmundur Rúnar Árnason, bæjarfulltrúi og formaður fjölskylduráðs flytur ræðu, „Staða og framtíðarsýn öldrunarmála í Hafnarfirði.“ Nýir tímar í félagsmálum á Íslandi Almennur fundur á vegum 60+ Hafnarfirði laugardaginn 19. janúar kl. 11 að Strandgötu 43, í húsi Samfylkingarinnar Kl. 12.40 Gunnar Svavarsson, alþingismaður og formaður fjárlaganefndar Alþingis — „Hvað segja fjárlög 2008 um fjármagn til eftirlaunaþega?“ Pallborð Jóhanna, Guðmundur Rúnar og Gunnar. Lúðvík Geirsson stjórnar pallborði. Gunnar Svavarsson slítur fundinum á sinn hátt. Allir hjartanlega velkomnir Stjórn 60+ Hafnarfirði F j a r ð a r p ó s t u r i n n 0 8 0 1 – © H ö n n u n a r h ú s i ð e h f .

x

Fjarðarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjarðarpósturinn
https://timarit.is/publication/945

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.